Rífandi stemning á Raufarhöfn

Framsýn stóð fyrir sínu árlega sumarkaffi á Raufarhöfn síðasta föstudag. Boðið var upp á kaffi og tertur sem kvenfélagið á staðnum lagði til. Forsvarsmenn Framsýnar voru á staðnum og gafst gestunum tækifæri á að eiga samræður við þá. Um hundrað manns nýtu sér tækifærið og tóku þátt í gleðinni á Raufarhöfn. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í boðinu.

Deila á