Framsýn boðar til kynningarfundar um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands þriðjudaginn 9. júní kl. 17:00 á Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn. Félagsmönnum Framsýnar sem starfa eftir kjarasamningi SA og SGS mun á næstu dögum berast kjörgögn en atkvæðagreiðslan verður rafræn. Þeir félagsmenn sem ekki fá kjörgögn en telja sig hafa rétt til að greiða atkvæði um samninginn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Framsýn, stéttarfélag
Framsýn hefur boðað til félagsfundar á Raufarhöfn næsta þriðjudag. Farið verður yfir nýgerða kjarasamninga á fundinum.