Dagskráin 1. maí

Dagskráin sem stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum standa fyrir í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí er með eindæmum glæsileg eins og sjá má hér á auglýsingunni að ofan. Við minnum fólk á að hátíðin hefst klukkan 14:00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Kaffiveitingar verða í boði stéttarfélaganna.

Undirbúningur er í fullum gangi og mikið um að vera á skrifstofu stéttarfélaganna þessa dagana. Útlit er fyrir þokkalegasta veður og því allar forsendur fyrir hendi til að hátíðin muni vera hin eftirminnilegasta.

 

 

Mál vegna vinnuslyss barns fyrnist hjá lögreglu

Brot á vinnuverndarlöggjöfinni viðast hafa lítið vægi hjá lögregluembættum landsins, jafnvel þó um vítaverð brot gegn barni sé að ræða. Það sýnir mál sem Vinnueftirlit ríkisins kærði til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í febrúar árið 2012 vegna fiskvinnslufyrirtækis í bænum. Ástæða kærunnar var þríþætt brot fiskvinnslufyrirtækisins á 14 ára barni sem endaði með alvarlegu vinnuslysi þar sem barnið missti m.a. framan af fingri og hlaut varanlega örorku. Brotin voru eftirfarandi:
1. Barnið var látið vinna við hættulega vél sem er með öllu óheimilt að láta börn vinna við.
2. Barnið vann á 12 tíma vöktum.
3. Barnið var látið vinna á næturvöktum.

Með þessari háttsemi braut fiskvinnslufyrirtækið gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð um vinnu barna og unglinga.
Slysið átti sér stað í júlí 2011 og var það rannsakað áfram árið 2012. Starfsmaðurinn sem sá um málið hjá lögregluembættinu í Vestamannaeyjum hætti hins vegar störfum árið 2012 og þar með stöðvaðist framgangur málsins hjá embættinu. Þar sem refsingar vegna brota á vinnuverndarlöggjöfinni varða eingöngu sektum þá fyrnast slík mál á aðeins tveimur árum. Af þessum sökum felldi lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum málið niður með bréfi dagsettu 9. mars 2016. Eftir situr einstaklingur sem varð fyrir vinnuslysi þar sem hann starfaði við aðstæður sem voru vítaverðar þegar barn á í hlut.
Þetta mál er því miður ekkert einsdæmi. Kærur Vinnueftirlitsins lenda gjarnan neðarlega á forgangslist lögreglu m.a. vegna þess hversu vægar refsingarnar eru. Til að koma í veg fyrir að þetta gerist þarf því að herða refsirammann og kveða á um að brot á vinnuverndarlöggjöfinni varði a.m.k. sektum eða 2 ára fangelsisvist, en við það lengist fyrningarfrestur slíkra mála í 5 ár.

Tveggja daga hátíð framundan

Að venju standa stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum fyrir veglegri hátíð næsta sunnudag í Íþróttahöllinni á Húsavík, það er á baráttudegi verkafólks um víða veröld. Hátíðin hefst kl. 14:00 og reiknað er með miklu fjölmenni enda dagskráin glæsileg. Boðið verður upp á frábæra skemmtun undir rjúkandi kaffi og tertu ilm frá Heimabakaríi þar sem fjölmargir skemmtikraftar koma fram s.s. Karlakórinn Hreimur, Friðrik Ómar, Jógvan, Stefán, Andri, Gísli Einars og þá verða ræðumenn dagsins tveir menn sem tala íslensku með hreim, Aðalsteinn Árni formaður Framsýnar og Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Vá, eins og maðurinn sagði. Á laugardeginum fyrir 1. maí munu stéttarfélögin bjóða starfsmönnum á svæðinu sem tengjast framkvæmdunum á Bakka upp á hátíðartertur og kaffi í mötuneytum starfsmanna. Það er á Þeistareykjum, Bakka og á Höfða. Um þessar mundir koma um 250 starfsmenn að þessum framkvæmdum.

IMG_2652

Mikil hátíðarhöld verða á Húsavík um næstu helgi er tengist baráttudegi verkafólks 1. maí, ekki missa af því.

lnssaga0915 003
Fjölmargir erlendir starfsmenn eru við störf á stór Húsavíkursvæðinu vegna framkvæmdanna er tengjast uppbyggingunni á Bakka. Þeim verður boðið upp á kaffi og tertu á laugardeginum.

Varaformaður Framsýnar með hátíðarræðu á Blönduósi

Stéttarfélagið Samstaða í Húnavatnssýslu stendur fyrir hátíðarhöldum á Blönduósi 1. maí. Aðalræðumaður dagsins verður Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar. Hægt verður að nálgast ræðuna inn á heimasíðu stéttarfélaganna, framsyn.is þann 1. maí.
Varaformaður Framsýnar mun þruma yfir Húnvetningum á baráttudegi verkafólks 1. maí enda magnaður ræðumaður.

Bændur á faraldsfæti

Um síðustu helgi fór hópur sauðfjárbænda í Suður- Þingeyjarsýslu í heimsóknir á fjóra bæi í sýslunni sem vakið hafa töluverða athygli fyrir fjárrækt. Dæmi er um að þeir hafi verið verðlaunaðir fyrir góða ræktun. Bæirnir sem voru heimsóttir voru, Grund í Grýtubakkahreppi, Þverá í Dalsmynni og Stórutjarnir og Hrifla í Þingeyjarsveit. Móttökurnar voru alls staðar til mikillar fyrirmyndar. Sjá myndir úr ferðinni: bændaferd0416 035bændaferd0416 019bændaferd0416 011bændaferd0416 068bændaferd0416 096bændaferd0416 091bændaferd0416 058bændaferd0416 062bændaferd0416 001bændaferd0416 101bændaferd0416 102bændaferd0416 113bændaferd0416 106bændaferd0416 150bændaferd0416 182bændaferd0416 189bændaferd0416 005

bændaferd0416 042

Framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hættir störfum

Yfirlýsing Kára Arnórs Kárasonar vegna starfsloka laugardaginn 23. apríl 2016.

Ég hef gert stjórn lífeyrissjóðsins Stapa grein fyrir þeirri ákvörðun minni að hætta störfum hjá sjóðnum og mun í framhaldinu óska eftir að samráði við hana um fyrirkomulag starfsloka minna. Ástæðu uppsagnar minnar rek ég í meðfylgjandi yfirlýsingu og hef ég engu við hana að bæta.

Fyrir skömmu fékk ég upphringingu frá Kastljósi þar sem mér var tjáð að nafn mitt sé í hinum svokölluðu Panamaskjölum og tengist þar tveimur félögum. Annars vegar er félag sem stofnað er í Lúxembúrg árið 1999 af Kaupþingi. Þar gaf ég starfsmönnum Kaupþings fullt og óskorað umboð til að eiga viðskipti fyrir hönd félagsins. Eftir því sem mér er tjáð virðist félagið hafa starfað í 3 ár en þá hafi því verið lokað. Sennilega hafa fjárfestingar þess ekki gengið vel. Raunar hef ég engin gögn um viðskipti þessa félags. Kastljós hefur einhver gögn um félagið en vill ekki veita mér aðgang að þeim. Þótt erfitt sé að fullyrða um atburði sem áttu sér stað fyrir 16-17 árum tel ég samt nokkuð víst að ég lagði aldrei neina fjármuni í þetta félag og fékk enga fjármuni greidda frá því. Hitt félagið var stofnað af MP banka fyrir mína hönd árið 2004. Ég sé í gögnum að ég mun hafa greitt 305.200 kr. fyrir stofnun þess félags. Félagið var aldrei notað. Það var talið fram á framtölum á verðmæti stofnkostnaðar og afskrifað þremur árum síðar, sem tapað fé. Ég hafði því engan ávinning af þessum félögum og þau tengjast engum skattaundanskotum.

Eflaust bar mér að tilkynna um tilvist þessara félaga til minna yfirmanna. Um er að ræða löngu liðna atburði, sem erfitt er að fullyrða um, en ég tel þó víst að svo hafi ekki verið gert. Því má segja að ég hafi að því leyti ekki uppfyllt starfskyldur mínar. Ítarlegar reglur eru nú um hagsmunaskráningu og vel fylgst með að eftir þeim sé farið. Því var ekki til að dreifa fyrir 12-17 árum síðan.

Það voru mörg gylliboð í gangi hér á Íslandi á áratugnum fyrir bankahrunið. Á þessu má sjá að ég hef ekki verið ónæmur fyrir slíku þótt í þessum tilfellum væru það ekki ferðir til fjár. Ég er ekki stoltur af því að hafa látið glepjast af slíkum boðum. Ég vil þó taka fram að með því er ég ekki afsaka sjálfan mig enda við engan annan að sakast í þessu efni. Ég ber sjálfur ábyrgð á mínum gjörðum.

Þótt eflaust megi deila um hversu alvarlegir þeir hlutir eru sem ég hef hér lýst, þá met ég þá umræðu sem nú er í samfélaginu um aflandsfélög og skattaskjól þannig að ekki sé boðlegt að maður sem er í minni stöðu, þ.e. forstöðumaður aðila sem varslar lífeyrissparnað fyrir almenning, hafi tengst slíkum félögum. Skiptir þá engu máli þótt langt sé um liðið, hvort þetta var löglegt eða ólöglegt eða hvort viðkomandi hafi hagnast á slíkum viðskiptum eða ekki. Í ljósi þessa hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs. Það er að mínu mati eina leiðin sem mér er fær til að axla ábyrgð, enda tengist vinnuveitandi minn ekki á neinn hátt þessum málum.

Ég er leiður yfir þessu máli öllu og vil ég biðja fjölskyldu mína, vini, samstarfsfólk og kollega afsökunar á þeim óþægindum sem þau munu eflaust verða fyrir vegna umræðu um þennan dómgreindarbrest minn. Að lokum vil ég þakka öllu því góða fólki sem ég hef starfað með í gegnum tíðina fyrir samstarfið og óska því góðs gengis í framtíðinni.

Kári Arnór Kárason

Húsavík í dag, framkvæmdir í fullum gangi

Eftirlitsmenn stéttarfélaganna fóru í dag um framkvæmdasvæðið, það er Þeistareyki, Bakka og hafnarsvæðið á Húsavík. Framkvæmdirnar ganga almennt vel og voru menn ánægðir með veðrið í dag sem var með miklum ágætum. Sjá myndir frá heimsóknunum í dag:

lnssaga00416 001lnssaga00416 002lnssaga00416 022lnssaga00416 008lnssaga00416 029lnssaga00416 033lnssaga00416 035lnssaga00416 037lnssaga00416 041lnssaga00416 044

Setið fyrir svörum og kjör á trúnaðarmanni

Framsýn boðaði til fundar með starfsmönnum LNS Saga sem starfa við framkvæmdir sem tengjast vegalagningunni frá höfninni á Húsavík að iðnaðarlóðinni á Bakka. Fundurinn var vinsamlegur. Starfsmenn stéttarfélaganna gerðu starfsmönnum grein fyrir helstu reglum sem gilda um störf starfsmanna við stórframkvæmdir, þá spurðu starfsmenn LNS fulltrúa stéttarfélaganna út í nokkur atriði sem þeir vildu fræðast um. Að lokum var kjörinn öflugur trúnaðarmaður starfsmanna sem nefnist Þorri Árdal Birgisson og kemur úr Skagafirði.

lnssagabakkavegur0416 008

Formaður Framsýnar þrumaði yfir starfsmönnum á fundinum sem fór vel fram. Starfsmenn voru almennt sáttir með sína stöðu.

lnssagabakkavegur0416 002

Fundarmenn voru duglegir við að leggja fram fyrirspurnir.

lnssagabakkavegur0416 003

Fundarmenn komu frá þremur löndum, Portugal, Póllandi og Íslandi.

lnssagabakkavegur0416 010

Þráinn Ingólfsson var hugsi á fundinum enda búinn að vinna við stórframkvæmdir víða um heim og er nú kominn heim til Húsavíkur til að taka þátt í uppbyggingunni er tengist framkvæmdum á Bakka.

lnssagabakkavegur0416 013

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýi trúnaðarmaðurinn, Þorri Árdal, er hér ásamt Aðalsteini J. starfsmanni stéttarfélaganna eftir fundinn í dag.

Hátíð á Þórshöfn 1. maí

Verkalýðsfélag Þórshafnar stendur fyrir veglegri afmælishátíð á Þórshöfn 1. maí en félagið verður 90 ára þann 16.júlí.

Dagskrá:

16.00 Karlakór Akureyrar-Geysir þenur raddböndin af alkunnri snilld í Þórshafnarkirkju
17.00 Kaffiveitingar í Þórsveri framreiddar af dugnaðarforkunum í Kvenfélagi Þórshafnar
Kynning á Verkalýðsfélaginu og krakkar úr tónlistarskólanum spila. Svo ætla ekki leiðinlegri menn en Hundur í óskilum að slá botninn í samkomuna
Allir velkomnir jafnt félagsmenn sem utanfélagsmenn. Sjáumst hress.
Stjórnin

Fundur með starfsmönnum LNS Bakkavegur á morgun

Á morgun klukkan 11:30 verður haldinn fundur með starfsfólki LNS Bakkavegur en starfsstöð þeirra er á iðnaðarsvæðinu á Húsavíkurhöfða.

LNS Bakkavegur sér um borun jarðgangna í gegnum Húsavíkurhöfða og veglagningu á iðnaðarsvæðið á Bakka. Á fundinn mun því mæta starfsmenn sem starfa við sprengingar, borun, jarðvinnu og fleira í þeim dúr. Á fundinum verður rætt um almenn málefni starfsmanna og kosinn trúnaðarmaður.

 

Kynning á Sjálfbærniverkefninu á Norðurlandi

Mánudaginn 11. apríl sóttu starfsmenn stéttarfélaganna kynningarfund á Sjálfbærniverkefninu á Norðurlandi. Að verkefninu standa Landsvirkjun, Landsnet, Norðurþing, Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit og hagsmunasamtök ferðaþjónustunnar á svæðinu. Hugmyndin er að vakta ýmissa þætti samfélagsins sem taka breytingum samhliða stórum breytingum á atvinnumarkaði hér Norðanlands. Þar er fyrst og fremst átt við stóriðjuframkvæmdir á Bakka og mikinn vöxt ferðaþjónustu á svæðinu.

Fundurinn var fróðlegur og ágætar umræður áttu sér stað.

IMG_7898 IMG_7897 IMG_7883 IMG_7865 IMG_7870Myndir: Þekkingarnet Þingeyinga

Dekkjaverkstæði taka sig saman og neita þátttöku í verðkönnun ASÍ

Um helmingur dekkjaverkstæða neitaði þátttöku í könnun verðlagseftirlits ASÍ þegar gerð var tilraun til að kanna verð á dekkjaskiptum nú í byrjun apríl. Vísbendingar eru um að samráð hafi verið milli aðila um að vísa fulltrúum verðlagseftirlitsins frá og neita þannig að upplýsa neytendur um verð á þjónustu sinni. Dæmi voru einnig um að þjónustuaðilar vísuðu verðtökufólki á annan stað, svo sem á skrifstofu viðkomandi fyrirtækis, til þess að fá uppgefið verð. Slíkt samræmist ekki þeim sjálfsagða rétti neytenda að fá skýrar og skilmerkilegar upplýsingar um verð vöru og þjónustu á sölustað og gengur alfarið gegn verklagsreglum verðlagseftirlitsins um framkvæmd verðkannana.

Verðlagseftirlit ASÍ leggur ætíð áherslu að framkvæmd verðkannana og úrvinnsla sé vönduð og í samræmi við verklagsreglur. Reynslan af verðkönnunum hjá dekkjaverkstæðum á undanförunum árum sýnir að það er að jafnaði mikill verðmunur á milli þjónustuaðila og full ástæða fyrir neytendur að bera saman verð. Að fyrirtæki velji að neita fulltrúum neytenda um að safna og birta þessar upplýsingar veldur verulegum vonbrigðum og vekur eðlilega upp spurningar um hvað slík fyrirtæki hafi að fela. Þá vakti athygli að á nokkrum hjólbarðaverkstæðum bar á hreinum og klárum dónaskap í garð verðtökufólks.

Verðlagseftirlit ASÍ getur því ekki birt upplýsingar um verð á umfelgun vorið 2016 eins og það hefur gert mörg undanfarin ár.

Eftirtaldir þjónustuaðilar neituðu fulltrúum verðlagseftirlitsins um aðgang að verði á þjónustu sinni: Betra grip, N1, Dekkjahöllin, Gúmmívinnustofan, Bílkó, Dekkjahúsið, Bifreiðaverkstæði SB, Klettur, Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs, Barðinn, Sólning, Nesdekk Grjóthálsi, KvikkFix og Hjólbarðaverkstæði Kaldasels.

Einn réttur – ekkert svindl

Stéttarfélögin sjá ástæðu til þess að minna á mikilvægi þess að koma í veg fyrir svarta atvinnustarfsemi og undirboð á atvinnumarkaði. Nú þegar stærstu framkvæmdir í sögu Norðurlands standa yfir og ferðaþjónustan vex mikið á milli ára hafa þessi skilaboð aldrei verið mikilvægari. Því miður ber enn á brotum sem þessum, sérstaklega varðandi erlenda sjálfboðaliða.

Verkefnið „Einn réttur – ekkert svindl” er haldið úti af Alþýðusambandi Íslands ásamt aðilarfélögum þess. Verkefnið beinist sérstaklega gegn fyrirtækjum sem misnota erlent vinnuafl og ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Við hvetjum alla til að kynna sér verkefnið og senda ábendingu ef grunur leikur á að ekki sé verið virða réttindi vinnandi fólks. Hægt er að senda ábendingu á framsyn@framsyn.is eða í síma 8646602.

Framkvæmdir við gamla sjúkrahúsið

Nú er stutt í að ljúki framkvæmdum við neðri hæð gamla sjúkrahússins á Húsavík. Áður var búið að taka húsið í gegn að utan og stóran hluta hússins að innan. Kjallarinn var þangið til í vetur óuppgerður. Nú er hinsvegar stutt í að framkvæmdir verið kláraðar í honum en hér eftir verður þar aðstaða fyrir starfsfólk Heilbrigðisstofnunnar Norðurlands á Húsavík.

IMG_8645IMG_8648

Heimsókn á Þeistareyki

IMG_8623

Á dögunum fóru fulltrúar stéttarfélaganna í heimsókn upp á Þeistareyki. Þar voru framkvæmdir í fullum gangi og margt um manninn. Enn á þó eftir að fjölga starfsfólki á svæðinu mikið og mun það ná hápunkti í sumar.
Blíðskaparveður var á Þeistareykjum og afar bjart yfir. Þrátt fyrir það mátti hafa verulega efasemdir um að hitamælirinn á svæðinu væri að sýna réttar niðurstöður.

Stéttarfélögin munu standa fyrir reglulegum eftirlitsferðum á Þeistareyki á meðan framkvæmdum stendur.

IMG_8627IMG_8615IMG_8632IMG_8633IMG_8637IMG_8635IMG_8644IMG_8638

Klukk – appið

Tímaskráningarappið Klukk er sniðugur valkostur fyrir þá sem vilja halda utan um vinnutíma sína með einföldum hætti. Það stuðlar að því að fá greitt rétt frá laungreiðanda. Launþegar geta skráð vinnu sína hjá fleiri en einum laungreiðanda ef þörf er á. Það er líka hægt að skrá vinnu á hjá fleiri en einum laungreiðanda á sama degi. Klukk hefur marga fleiri kosti.

Nánar er hægt að lesa um og nálgast Klukk hér.

Já sæll, þvílík dagskrá 1. maí!!

Að venju standa stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum fyrir veglegri hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí 2016 kl. 14:00 í tilefni af baráttudegi verkafólks. Ræðumaður dagsins verður Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Dagskráin er í bland byggð upp á listamönnum úr héraðinu og landsþekktum skemmtikröftum.

Dagskráin er eftirfarandi:

• Ávarp: Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar, stéttarfélags

• Söngur: Karlakórinn Hreimur. Stjórnandi Steinþór Þráinsson. Undirleikari Steinunn Halldórsdóttir

• Hátíðarræða: Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ

• Söngur og grín: Stefán Jakobsson ásamt Andra Ívarssyni flytja nokkur lög og grínast milli laga.

• Gamanmál: Gísli Einarsson sjónvarpsmaður og skemmtikraftur

• Söngur: Friðrik Ómar Hjörleifsson og Jógvan Hansen syngja nokkur þekkt dægurlög eins og þeim einum er lagið

Steingrímur Hallgrímsson spilar Internasjónalinn/alþjóðasöng verkalýðsins í upphafi samkomunnar og Jóna Matthíasdóttir stjórnar samkomunni með stæl.
Meðan á hátíðarhöldunum stendur verður gestum boðið upp á kaffi og meðlæti í boði stéttarfélaganna.

Þingeyingar og landsmenn allir, fjölmennum í höllina og drögum fána að hún á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí 2016.

Framsýn, stéttarfélag
Starfsmannafélag Húsavíkur
Þingiðn, félag iðnaðarmanna

IMG_2637

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Hátíðarhöldin á Húsavík 1. maí hafa verið ein fjölmennustu á landinu í gegnum tíðina enda mikið vandað til dagskrárinnar á þessum mikilvæga degi. Svo verður einnig í ár svo búast má við miklu fjölmenni sem er afar ánægjulegt.

Bændablaðið fjallar um starfsemi Framsýnar

Bændablaðið sem gefið er út í 32.000 eintökum er án efa eitt vinsælasta blað landsins. Nýjasta blaðið kom út í vikunni. Í blaðinu er m.a. fjallað um aukna flugumferð um Húsavíkurflugvöll og að félagsmenn Framsýnar hafi sparað sér um 50 milljónir króna á samningi félagsins við Flugfélagið Erni frá árslokum 2013 þegar aðilar gerðu með sér samkomulag um afsláttarkjörin. Nánar má lesa fréttina í Bændablaðinu.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Bændablaðið fjallar ítarlega um flugsamgöngur til Húsavíkur, ekki síst afsláttarkjör félagsmanna Framsýnar og aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna.

Samiðn með í vinnustaðaeftirliti stéttarfélaganna

Samiðn, félag iðnfélaga hefur ákveðið að taka þátt í vinnustaðaeftirliti stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum sem aðild eiga að Skrifstofu stéttarfélaganna. Fyrir liggur að fjöldi iðnaðarmanna sérstaklega frá höfuðborgarsvæðinu og Eyjafjarðarsvæðinu eru og verða starfandi á stór Húsavíkursvæðinu meðan á framkvæmdunum stendur er tengjast uppbyggingunni á Bakka. Verkalýðsfélag Þórshafnar hafði áður óskað eftir aðkomu að eftirlitinu sem orðið var við að sjálfsögðu.

lnssaga00615 062

Stéttarfélögin halda uppi öflugu vinnustaðaeftirliti á félagssvæðinu

Jafnrétti ekki í tísku hjá SA- konum haldið utan stjórnar

Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu daga hallar verulega á kynjaskiptinguna í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Stjórnina skipa sextán karlar en einungis fjórar konur. Auk þess er karl formaður stjórnar. Stjórnin var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fram fór þann 7. apríl síðastliðinn. Konum í stjórninni fækkaði um eina milli ára. Þetta eru vissulega merkileg staðreynt í ljósi umræðunnar sem verið hefur um jafna kynjaskiptingu í stjórnum fyrirtækja á Íslandi, ekki síst á vegum Samtaka atvinnulífsins. Til fróðleiks má geta þess að í stjórn stéttarfélagsins Framsýnar eru þrír karlar og fjórar konur, jafnara getur það ekki orðið m.v. sjö manna stjórn.

IMG_3743

Jafnrétti er virt hjá Framsýn í stjórnunarstörfum og öðru starfi félagsins. Það sama verður ekki sagt um Samtök atvinnulífsins þar sem konur eru ekki vinsælar í æðstu embættum samtakanna. Það er algjör misskilingur að konur geti ekki stjórnað eða unnið til verðlauna líkt og karlar eins og meðfylgjandi mynd staðfestir og tekin var á landsmóti á Húsavík fyrir nokkrum árum.