Fulltrúi ELNOS á Íslandi sem kemur til með að sjá um að reisa möstur og leiðara (línu) frá Kröflu að Þeistareykjum og áfram að verksmiðjunni á Bakka fundaði með fulltrúum Framsýnar í gær. Á fundinum kom fram mjög sterkur vilji fyrirtækisins til að hafa alla hluti í lagi er snertir verkefni fyrirtækisins á Íslandi. Áætlað er að um 70 starfsmenn komi að verkinu sem hefst í september og lýkur seint á næsta ári. Starfsmennirnir sem flestir koma frá Bosníu eru rafvirkjar og iðnaðarmenn.