Húsavíkurkirkja máluð

Framkvæmdir standa nú yfir við Húsavíkurkirkju. Verið er að mála kirkjuna en síðast var það gert fyrir rúmum áratug. Það er fyrirtækið Fagmál sem sér um málninguna að þessu sinni. Við jafn hátt hús og kirkjan er dugir nú ekki annað en að hafa stærðarinnar vinnuvélar til aðstoðar. Hér má sjá mynd af lyftunni sem Fagmál notar í verkinu en hún er í eigu Trésmiðjunnar Rein. Einnig má sjá tvo starfsmenn Fagmáls við sín störf.Frissi5 Frissi4 Frissi3 Frissi2

Deila á