Hefur þú gengið frá inngöngubeiðni í Framsýn?

Á árinu 2015 greiddu til Framsýnar- stéttarfélags 2455 launamenn iðgjöld skv. ákvæðum kjarasamninga. Félagið gætir hagsmuna þeirra allra gagnvart atvinnurekendum í héraði og fer með umboð þeirra í samstarfi verkalýðshreyfingarinnar á landsvísu. Allir sem greitt er af til félagsins afla sér réttinda í sjóðum þess og njóta verndar þeirra kjarasamninga sem félagið gerir og allir sem greitt er af eru færðir á félagaskrá sem fullgildir félagsmenn nema þeir óski eftir því að vera ekki á henni. Það athugist að einungis fullgildir félagsmenn njóta kosningaréttar og kjörgengis í félaginu. Hér með er þeim tilmælum beint til þeirra launamanna sem greiddu iðgjöld til félagsins á árinu 2016 en vilja ekki vera á félagsskrá sem fullgildir félagsmenn að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík sem allra fyrst.

Stjórn Framsýnar- stéttarfélags

 

Úr ársskýrslu Framsýnar: Félagsmenn fengu greiddar 102 milljónir í atvinnuleysisbætur

Atvinnuástandið á félagssvæðinu hefur verið með miklum ágætum og því hefur lítið verið um atvinnuleysi. Við gerð þessar skýrslu var óskað eftir upplýsingum frá Vinnumálastofnun um fjölda þeirra félagsmanna sem fengu atvinnuleysisbætur á síðasta ári og upphæð atvinnuleysisbóta.

Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni fengu 157 félagsmenn Framsýnar greiddar atvinnuleysisbætur á árinu 2015 samtals kr. 102.582.480,-. Með mótframlagi kr. 8.206.598,- námu heildargreiðslur alls kr. 110.789.078,-.

Það fer ekki framhjá neinum að miklar framkvæmdir eiga sér nú stað á „Stór Húsavíkursvæðinu“. Fjöldi innlendra og erlendra verktaka er á svæðinu auk fjölda verkamanna, iðnaðarmanna og sérfræðinga. Það er því óhætt að segja að það sé mikið líf og fjör á svæðinu og lítið sem ekkert atvinnuleysi.

Úr ársskýrslu Framsýnar: Félagsmenn spöruðu sér 36 milljónir

Í gegnum tíðna hafa aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna átt mjög gott samstarf um orlofsmál. Í því sambandi eru þau með sameiginlega orlofsnefnd sem vinnur að því að bjóða félagsmönnum upp á marga góða kosti varðandi orlofsdvöl og sífellt er unnið að því að auka framboðið.

Framsýn- stéttarfélag á tvö orlofshús, á Illugastöðum og í Dranghólaskógi og þrjár íbúðir í Kópavogi og eina í Reykjavík. Gerðar hafa verið nokkrar viðhalds breytingar á orlofshúsi félagsins í Dranghólaskógi. Komin er ný eldhúsinnrétting og nýtt hjónarúm.

Á síðasta ári dvaldi fjöldi félagsmanna ásamt fjölskyldum sínum í orlofshúsum, orlofsíbúðum, á tjaldsvæðum og hótelum á vegum félagsins. Veruleg ásókn er í orlofshúsin en félagið niðurgreiðir orlofsdvöl félagsmanna í orlofsíbúðum/húsum sem auðveldar fólki að njóta orlofsdvalar með fjölskyldum sínum á Íslandi. Ekki er óalgengt að niðurgreiðslurnar séu um kr. 50.000 fyrir viku dvöl.

Þá fengu 59 félagsmenn endurgreiðslur vegna dvalar á tjaldsvæðum eða alls kr. 852.334,-.

Félagið stóð fyrir sumarferð að Holuhrauni sumarið 2015 sem tókst í alla staði mjög vel.

Til skoðunar er að taka á leigu orlofshús á Spáni síðar í sumar fyrir félagsmenn. Samningaviðræður standa yfir við eigendur orlofsíbúðarinnar. Takist samningar verður íbúðin auglýst á heimasíðu stéttarfélaganna.

Félagsmönnum stendur til boða að kaupa miða í hvalfjarðargöngin, gistimiða og ódýr flugfargjöld sem skiptast þannig fyrir árið 2015:

Seldir flugmiðar 3.420 Sparnaður fyrir félagsmenn kr. 33.858.000,-
Seldir miðar í göng 2.582 Sparnaður fyrir félagsmenn kr. 903.700,-
Seldir gistimiðar 701 Sparnaður fyrir félagsmenn kr. 1.542.200,-
Samtals sparnaður fyrir félagsmenn kr. 36.303.900,-

Úr ársskýrslu Framsýnar: Félagsmenn fengu greiddar 12,8 milljónir í starfsmenntastyrki

Framsýn er mjög umhugað um starfsmenntun félagsmanna. Á árinu 2015 fengu 311 félagsmenn greiddar 12.807.117,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða. Sambærileg tala fyrir árið 2014 var kr. 12.439.189,-.

Námsstyrkir árið 2014 skiptast þannig milli sjóða:
142 félagsmenn fengu greidda styrki úr Landsmennt kr. 5.951.280,-.
5 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sjómennt kr. 277.737,-.
20 félagsmenn fengu greidda styrki úr Ríkismennt kr. 813.383,-.
54 félagsmenn fengu greidda styrki úr Fræðslusjóði verslunar og skrifstofufólks kr. 2.314.455,-.
51 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sveitamennt kr. 2.208.594,-.

Að auki fengu 40 félagsmenn sérstaka styrki úr Fræðslusjóði Framsýnar kr. 1.241.668,-. Getið er um þá í ársreikningum félagsins.

Fræðslusjóðirnir eru fjármagnaðir með framlögum frá fyrirtækjum, sveitarfélögum og ríkisstofnunum sbr. ákvæði kjarasamninga. Það á þó ekki við um Fræðslusjóð Framsýnar sem hefur ekki fastan tekjustofn.

Til viðbótar má geta þess að Framsýn hefur átt gott samstarf við Þekkingarnet Þingeyinga um námskeiðahald á árinu 2015, það er dyravarðanámskeið og námskeið í skyndihjálp.

Þá má geta þess að félagið leggur mikið upp úr heimsóknum í skóla með fræðslu um starfsemi stéttarfélaga og vinnumarkaðinn, það er í vinnuskóla, grunnskóla og framhaldskóla á félagssvæðinu.

Úr ársskýrslu Framsýnar: Aðalsteinn Árni áfram formaður

Á aðalfundinum var gengið frá kjöri félagsmanna í trúnaðarstöður á vegum félagsins fyrir næstu tvö ár. Eftirfarandi aðilar voru kjörnir til að gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið.

Stjórn og nefndir Framsýnar árin 2016-2018

Aðalstjórn:
Formaður:
Aðalsteinn Árni Baldursson Skrifstofa stéttarfélaganna Húsavík
Varaformaður:
Ósk Helgadóttir Stórutjarnaskóli
Ritari:
Jóna Matthíasdóttir Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf.
Gjaldkeri:
Jakob Hjaltalín Öryggismiðstöð Íslands hf.

Meðstjórnendur:
Svava Árnadóttir Norðurþing – Raufarhöfn
Torfi Aðalsteinsson Jarðboranir hf.
Sigurveig Arnardóttir Hvammur- heimili aldraðra
Agnes Einarsdóttir Hótel Laxá ehf.
Dómhildur Antonsdóttir Sjóvá – Almennar tryggingar hf.
Einar Friðbergsson Borgarhólsskóli
Gunnþórunn Þorgrímsdóttir Leikskólinn Grænuvellir
María Jónsdóttir Reykfiskur ehf.
Þórir Stefánsson Vegagerð ríkisins

Trúnaðarmannaráð:
Aðalsteinn Gíslason Reykfiskur ehf.
Daria Machnikowska LNS- Saga ehf.
Edílon Númi Sigurðarson GPG- Fiskverkun Raufarhöfn
Eysteinn Heiðar Kristjánsson Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Guðmunda Steina Jósefsdóttir Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Guðný Grímsdóttir Útgerðarfélag Akureyringa ehf.
Kristín Eva Benediktsdóttir Silfurstjarnan hf.
Kristján Þorvarðarson HB – Grandi hf.
Ragnhildur Jónsdóttir Norðurþing
Sigrún Arngrímsdóttir Húsmóðir
Sverrir Einarsson Öryggismiðstöð Íslands hf.
Valgeir Páll Guðmundsson Sjóvá- Almennar tryggingar hf.
Þórdís Jónsdóttir Þingeyjarskóli
Þráinn Þráinsson Olíuverslun Íslands hf.
Ölver Þráinsson Norðlenska Matarborið ehf.

Stjórn sjúkrasjóðs:
Aðalsteinn Árni Baldursson (sjálfkj.)
Einar Friðbergsson
Dómhildur Antonsdóttir

Varamenn:
Ósk Helgadóttir (sjálfkj.)
Jónína Hermannsdóttir
Guðrún Steingrímsdóttir

Stjórn fræðslusjóðs:
Gunnþórunn Þorgrímsdóttir
Jakob G. Hjaltalín
María Jónsdóttir

Varamenn:
Aðalsteinn Gíslason
Ragnhildur Jónsdóttir

Stjórn orlofssjóðs:
Kristbjörg Sigurðardóttir
Örn Jensson
Ásgerður Arnardóttir

Varamenn:
Þráinn Þráinsson
Svava Árnadóttir

Stjórn vinnudeilusjóðs:
Ósk Helgadóttir
Jakob Hjaltalín
Kjartan Traustason

Varamenn:
Gunnar Sigurðsson
Guðný Þorbergsdóttir

Laganefnd:
Ósk Helgadóttir
Agnes Einarsdóttir
Torfi Aðalsteinsson

Varamenn:
María Jónsdóttir
Sigrún Arngrímsdóttir

Kjörstjórn:
Svala Björgvinsdóttir
Þórður Adamsson

Varamenn:
Birgitta Bjarney Svavarsdóttir
Garðar Jónasson

Skoðunarmenn reikninga:
Þorsteinn Ragnarsson
Pétur Helgi Pétursson

Varamaður:
Rúnar Þórarinsson

Siðanefnd:
Ari Páll Pálsson, formaður
Þóra Jónasdóttir
Fanney Óskarsdóttir

Varamenn:
Friðrika Illugadóttir
Friðrik Steingrímsson

Fulltrúar Framsýnar í 1. maí nefnd:
Aðalsteinn Árni Baldursson
Svava Árnadóttir

Varamenn:
Valgeir Páll Guðmundsson
Jóna Matthíasdóttir

Framsýn gefur Félagi eldri borgara kr. 1.000.000

Á aðalfundi Framsýnar sem fram fór á miðvikudagskvöldið afhendi formaður félagsins Félagi eldri borgara á Húsavík og nágrenni kr. 1.000.000 að gjöf vegna kaupa félagsins á félagsaðstöðu að Garðarsbraut 44 á Húsavík, neðri hæð. Um leið og hann sagði Framsýn óska Félagi eldri borgara til hamingju með húsnæðið og frumkvæði félagsins að skapa eldri borgurum félagsaðstöðu í skapandi starfi til framtíðar sem margir hverjir væru félagsmenn í Framsýn.

adalfundurfram0616 013
Hafliði Jósteinsson fulltrúi Félags eldri borgara tók við gjöfinni og þakkaði vel fyrir sig og félagið. Hann sagði gjöfina koma að mjög góðum notum en unnið væri að því að skapa eldri borgurum á svæðinu viðunandi félagsaðstöðu á Húsavík.

„Það er ekki dagvinna að reka stéttarfélag svo vel fari. Þess í stað verða menn að standa vaktina í 24 tíma á sólarhring“.

Formaður Framsýnar flutti ávarp á aðalfundinum í gær þar sem hann fór yfir starfsemi félagsins sem var óvenjuleg öflug á síðasta starfsári. Hér má lesa ávarp formanns.

Ágætu félagar
Í dag höldum við aðalfund Framsýnar, stéttarfélags sem stofnað var 1. maí 2008 við sameiningu stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum.
Eins og sjá má í fyrirliggjandi ársskýrslu var starf félagsins umfangsmikið á umliðnu starfsári eins og reyndar undanfarin ár.
Með þessu ávarpi er hugmyndin að stikla á stóru varðandi fjölbreytta starfsemi Framsýnar um leið og fundarmenn eru beðnir um að kynna sér starfsemina með því að lesa skýrsluna sem liggur frammi á borðum fundarmanna.
Alls greiddu 2.455 einstaklingar til félagsins og fer félagsmönnum fjölgandi, ekki síst vegna framkvæmdanna á svæðinu er tengjast uppbyggingunni á Bakka. Af þeim sem greiddu til félagsins voru 1.237 karlar og 1.218 konur sem skiptast þannig, konur eru 49,6% og karlar 50,4% af félagsmönnum.
Við þessar tölur bætast svo gjaldfrjálsir félagsmenn sem voru samtals 250 um síðustu áramót, það eru aldraðir og öryrkjar sem ekki eru lengur á vinnumarkaði.
Félagsmenn þann 31. desember 2015 voru því samtals 2.705. Fjölmennustu atvinnugreinarnar eru matvælavinnsla, ferðaþjónusta og opinber þjónusta.
Þá má geta þess að 431 launagreiðendur greiddu til Framsýnar á síðasta ári og fjölgaði þeim um 30 á milli ára. Af þeim greiddi GPG-Seafood ehf. mest eða samtals um 11 milljónir árið 2015, innifalin eru kjarasamningsbundin gjöld fyrirtækisins og félagsgjöld starfsmanna.
Öflugt starf félagsins kallar á fundi enda var mikið fundað á vegum félagsins á starfsárinu. Auk þess tóku fulltrúar félagsins virkan þátt í starfsemi þeirra sambanda sem félagið á aðild að sem eru Alþýðusamband Íslands, Alþýðusamband Norðurlands, Starfsgreinasamband Íslands, Landssamband íslenskra verslunarmanna og Sjómannasamband Íslands.
Þá hafa nokkrir fulltrúar félagsins verið valdir til að sitja í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum verkalýðshreyfingarinnar og lífeyrissjóða.
Til að efla innra starf félagsins stóð félagið fyrir fjölmennu trúnaðarmannanámskeiði á Húsavík í febrúar 2016 í samstarfi við MFA.
Félagið sendi frá sér 10 ályktanir og áskoranir milli aðalfunda sem eru meðfylgjandi skýrslunni. Flestar þeirra vöktu töluverða athygli.
Góðir gestir komu í heimsókn, það er miðstjórn ASÍ, framkvæmdastjórn SGS og stjórn Landsmenntar. Auk þess að funda á Húsavík fóru þessir aðilar í skoðanaferðir um uppbyggingarsvæðið á og við Húsavík.
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar ásamt starfsmönnum stéttarfélaganna fóru í náms- og kynnisferð til verkalýðssamtaka í Finnlandi í september 2015. Ferðin gekk í alla staði mjög vel og var vel tekið á móti gestunum frá Íslandi. Þeir sem fóru í ferðina kostuðu hana að mestu sjálfir. Slíkar ferðir eru mikilvægar í starfi félagsins, en nokkrar slíkar ferðir hafa verið farnar á síðustu 9 árum.
Eins og fram kemur í ársreikningum félagsins, sem farið verður sérstaklega yfir hér á eftir, varð rekstrarafgangur á öllum sjóðum félagsins. Félagsgjöld og iðgjöld hækkuðu um 16,6% milli rekstrarára.
Rekstrartekjur félagsins námu kr. 174.674.441,- sem er aukning um 11,5% milli ára. Rekstrargjöld námu 132.890.938,- sem er aukning um 7,1% milli ára. Þessi hækkun er ekki síst tilkomin vegna hækkunar bóta og styrkja svo og kostnaðar vegna samninga.
Fjármagnstekjur námu kr. 49.202.806,-. Félagsgjöld og iðgjöld námu kr. 144.730.043,- á móti kr. 124.077.077,- á árinu 2014. Í árslok 2015 var tekjuafgangur félagsins kr. 84.993.286,- en var kr. 65.635.375,- árið 2014.
Heildareignir félagsins námu kr. 1.639.705.386,- í árslok 2015 samanborið við kr. 1.545.510.950,- í árslok 2014.
Rekstur Skrifstofu stéttarfélaganna gekk vel á síðasta ári. Þátttaka Framsýnar í rekstrarkostnaði nam kr. 41.996.843,-. Önnur aðildarfélög greiddu kr. 6.101.145,- til rekstrarins.
Innheimta félagsgjalda var með svipuðu sniði og árið á undan. Almennt eru launagreiðendur samviskusamir að skila félagsgjöldum og mótframlögum á réttum tíma.
Þrátt fyrir að höfuðstóll Framsýnar sé til fyrirmyndar skal tekið fram að eitt stórt verkfall félagsmanna gengi verulega á eignir félagsins. Það á einnig við um hugsanleg ytri áföll eins og fjármálakreppu.
Sterk staða félagsins gerir það að verkum að félagsmenn fá að njóta þess með ýmsum hætti. Ég nefni að á árinu 2015 voru 1000 styrkir greiddir úr sjúkrasjóði félagsins. Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. 37.246.877. Sama upphæð fyrir árið á undan var kr. 30.197.469,-. Styrkir úr sjúkrasjóði félagsins hækkuðu því milli ára um 7 milljónir.
Fyrir þessum fundi liggja tillögur um að auka enn frekar réttindi félagsmanna úr sjúkrasjóði félagsins með endurgreiðslum sem án efa eiga eftir að koma félagsmönnum til góða.
Kjaramál voru verulega umfangsmikil í starfi félagsins á síðasta starfsári enda flestir kjarasamningar félagsmanna lausir. Eftir verkföll landsbyggðarfélaganna innan Starfsgreinasambandsins gekk sambandið og LÍV frá nýjum kjarasamningum 29. maí 2015 við Samtök atvinnulífsins með gildistíma frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018. Framsýn var aðili að samningnum.
Reyndar hafði félagið áður samið við tugi fyrirtækja á félagssvæðinu þegar stefndi í verkfall, fyrirtækin vildu koma sér hjá verkfalli með því að semja beint við félagið um kaup og kjör starfsmanna án aðkomu Samtaka atvinnulífsins. Þau lýstu því formlega yfir í viðræðum við forsvarsmenn Framsýnar að þeir styddu kröfur félagsins um lágmarkslaun upp á kr. 300.000. Enda reyndist kjarasamningur Framsýnar við fyrirtækin mun hagstæðari fyrir félagsmenn en kjarasamningur SGS og SA. sem undirritaður var síðar.
Félagsmenn sem áttu í hlut voru afar ánægðir með framgöngu félagsins sem færði þeim umtalsverðar kjarabætur. Þá vakti athygli víða um land og meðal fjölmiðla að félag norður í landi hefði tekist ætlunarverk sitt að hækka verulega laun félagsmanna með sérsamningi heima í héraði. Almennt fögnuðu menn þessum árangri félagsins.
Það var því nokkuð undarlegt að upplifa skammir frá ákveðnum öflum innan Alþýðusambands Íslands sem gerðu athugasemdir við að Framsýn semdi heima í héraði. Skammir frá Samtökum atvinnulífsins komu hins vegar ekki á óvart enda óttuðust þeir að samstaða atvinnurekenda myndi bresta eins og hún gerði víða um land.
Það er vissulega umhugsunarefni ef staðan er orðin sú að tilteknir verkalýðsforkólfar líti á verkalýðshreyfinguna sem stofnun en ekki afl til góða verka fyrir launþega í landinu. Einhverjir myndu segja að það væri komin veruleg þreyta í slíka einstaklinga og það væri því kominn tími fyrir þá að skipta um vinnu þar sem starfskraftar þeirra nýttust betur.
Sama hvaða skoðanir menn hafa er löngu tímabært að endurnýjun eigi sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar. Menn geta ekki horft upp á það öllu lengur að Alþýðusamband Íslands, samnefnari hreyfingarinnar, hafi innan við 20% traust meðal þjóðarinnar. Það er eitthvað mikið að og við því þarf að bregðast eigi síðar en strax.
Hvað varðar kjarasamninginn sem var undirritaður milli SGS/LÍV og Samtaka atvinnulífsins var niðurstaðan viðunandi á þeim tíma og var kjarasamningurinn samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal allra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og LÍV. Eitt atriði skyggði þó verulega á samninginn. Það var nýtt viðmið varðandi launakjör ungmenna sem héldu ekki sínu hlutfalli af launum 18 ára, hlutfallið var lækkað og miðast nú við 20 ára lífaldur.
Aðeins eitt félag innan Starfsgreinasambandsins mótmælti þessari breytingu, það var Framsýn. Breytingin fór því í gegn við mikla óánægju ungs fólks sem taldi á sér brotið og fram kom m.a. á félagsfundi um kjaramál sem Framsýn boðaði til. Að mínu mati er um alvarlegt mannréttindabrot að ræða þar sem þessum aldurhópi er ætlað að skila sömu vinnu og þeim sem eldri eru en ekki sömu launum fyrir sömu vinnu. Það er full ástæða til að gagnrýna þessi vinnubrögð harðlega.
Rétt er að þakka öllum þeim sem komu að því að standa verkfallsvaktina fyrir þeirra framlag en í flestum tilfellum fóru atvinnurekendur og félagsmenn Framsýnar að lögum og virtu verkfallið. Framsýn hélt uppi öflugri verkfallsvakt. Tveir menn, öðrum fremri, stóðu sig frábærlega og fyrir það ber að þakka. Hér er átt við félaganna Jakob Gunnar Hjaltalín og Sverri Einarsson sem stóðu vaktina eins og engin væri morgundagurinn.
Eins og oft áður komu aðrir hópar launafólks í kjölfar aðildarfélaga ASÍ og sömdu mun betur við sína viðsemjendur. Það varð til þess að forsendur kjarasamninga aðildarfélaga ASÍ og SA brustu. Í kjölfarið gengu aðilar frá nýjum kjarasamningi eftir áramótin 2016 með gildistíma frá 1. janúar í stað 1. maí 2016. Samþykkt var að hækkun sem vera átti 5,5% þann 1. maí yrði 6,2% frá 1. janúar 2016. Þá áttu allir sem falla undir kjarasamninginn að fá að lágmarki kr. 15.000,- í launahækkun á grunnlaun.
Árið 2015 var mikið samningaár eins og fram hefur komið. Gengið var frá kjarasamningum fyrir flesta félagsmenn Framsýnar til viðbótar þeim sem falla undir kjarasamninga Starfsgreinasambands Íslands/LÍV og Samtaka atvinnulífsins. Það er fyrir ríkisstarfsmenn, starfsmenn sveitarfélaga, landbúnaðarverkamenn, starfsmenn Landsvirkjunar, starfsmenn Eddu hótela og beitningamenn svo eitthvað sé nefnd.
Því miður hefur sjómannasamtökunum enn ekki tekist að semja við SFS/LÍÚ um nýjan kjarasamning. Viðræður hafa þó verið nokkuð jákvæðar síðustu vikurnar. Vonandi leiðir það til þess að samningar takist á komandi mánuðum.
Full ástæða er til þess að hafa verulegar áhyggjur af svokölluðu Salek samkomulagi sem þegar er farið að hafa neikvæð áhrif á kjarabaráttu verkafólks. Verði það endanlega staðfest í kyrrþey eins og hugmyndir ákveðinna afla ganga út á er verið að færa samningsréttinn frá almennum félagsmönnun inn á borð sérstaks Þjóðhagsráðs sem ætlað er að skammta launafólki launahækkanir eftir þeirra eigin geðþótta. Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er grunnréttur stéttarfélaga að semja um kjör sinna skjólstæðinga, þess vegna ekki síst, er mikilvægt að komið verði í veg fyrir þetta óafturkræfa slys. Því miður virðist sem allt of mörg stéttarfélög innan Alþýðusambandsins ætli að leiða hjá sér þann alvarleika sem því fylgir að Salek samkomulagið nái fram að ganga. Framsýn verður því að stiga fram og mótmæla þessum gjörningi sem á sér ekki stoð eða fyrirmynd í lögum.
Varðandi atvinnuástandið á félagssvæðinu þá hefur það verið með miklum ágætum og lítið um atvinnuleysi. Á síðasta ári fengu 157 félagsmenn greiddar atvinnuleysisbætur samtals kr. 102.582.480,-. Með mótframlagi kr. 8.206.598,- námu heildargreiðslur alls kr. 110.789.078,-.
Það fer ekki framhjá neinum að miklar framkvæmdir eiga sér nú stað á „Stór Húsavíkursvæðinu“. Fjöldi innlendra og erlendra verktaka er á svæðinu auk fjölda verkamanna, iðnaðarmanna og sérfræðinga. Það er því óhætt að segja að það sé mikið líf og fjör á svæðinu.
Til viðbótar þeim miklu framkvæmdum sem eru í gangi og tengjast framkvæmdunum á Bakka er mikið annað í vinnslu. Ástæða er til að nefna uppgang í ferðaþjónustunni og í verslun og þjónustu. Samkaup hefur verið að taka sínar verslanir í gegn á Húsavík, sömuleiðis Olís og þá er verið að endurbyggja Fosshótel Húsavík og tveir nýir veitingastaðir eru að opna um þessar mundir á Húsavík. Sömuleiðis er mikil uppgangur víða í héraðinu í ferðaþjónustu. Þar ber hæðst fyrirhugaðar byggingar á tveimur hótelum í Mývatnssveit.
Kjölfestan í atvinnumálum í Þingeyjarsýslum hefur lengi verið sjávarútvegur og landbúnaður. Ekki er annað sjá en að þessar greinar komi til með að halda velli og eflast á komandi árum þrátt fyrir að nokkuð sé sótt að þessum atvinnugreinum.
Framsýn hefur kappkostað að eiga gott samstarf við atvinnurekendur á svæðinu, ekki síst verktaka, sem koma að framkvæmdunum. Fulltrúum félagsins hefur verið boðið að sitja í öryggisnefndum á vegum verktakana og verkkaupana og sitja þeir nú í flestum þeirra.
Það er alveg ljóst að nú ríður á að Framsýn standi undir nafni og komi í veg fyrir kjarasamningsbrot sem fylgja sérstaklega uppbyggingu í byggingariðnaði og ferðaþjónustu.
Það er skoðun félagsins að fast hafi verið tekið á þessum málum á vegum félagsins með fundum með verkkaupum, verktökum og starfsfólki í byggingariðnaði. Stöðvuð hafa verið nokkur kjarasamningsbrot í fæðingu, þá er vitað að verktakar á svæðinu gera sér fulla grein fyrir eftirliti stéttarfélaganna og samstarfsaðila.
Stéttarfélögin tóku ákvörðun um að ráða starfsmann í vinnustaðaeftirlit í mars á þessu ári auk þess að kaupa bifreið til að þjóna verkefninu. Verkefninu er ætlað að standa í tvö ár og verður þá endurskoðað. Í starfið var ráðinn Aðalsteinn J. Halldórsson. Eftirlitið hefur farið vel á stað og þegar vakið töluverða athygli. Vinnueftirlitið, Vinnumálastofnun, lögreglan og embætti Ríkisskattstjóra taka þátt í eftirlitinu. Aðilar frá þessum aðilum og stéttarfélögunum munu fara í reglulegar vinnustaðaheimsóknir í sumar og kynna sér stöðu mála, þegar hefur verið farið í þrjár skipulagðar ferðir.
Nokkrir aðilar hafa samþykkt að koma með formlegum hætti að eftirlitinu með fjárstuðningi. Það er; VM, Samiðn, Rafiðnarsambandið, Landsvirkjun og Landsnet.
Þá er rétt að geta þess að eftirlitið hefur þegar skilað félögunum umtalsverðum tekjum þar sem það var ætlun sumra verktaka/fyrirtækja að greiða ekki gjöld til stéttarfélaga af erlendum starfsmönnum. Meirihluti fyrirtækjanna sem eiga í hlut hafa nú fallist á það.
Horft verður sérstaklega til fyrirtækja í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Þá hefur félagið haft verulegar áhyggjur af fjölgun erlendra sjálfboðaliða á svæðinu. Fyrirtæki víða um land sem stunda efnahagslega starfsemi hafa auglýst á erlendum síðum eftir sjálfboðaliðum upp á fæði og gistingu. Laun hafa ekki verið í boði eins og ber að greiða samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Því miður eru fyrirtæki á félagssvæði Framsýnar sem stundað hafa þessa vafasömu iðju. Félagið hefur tekið hart á þessum brotum og sett sig í samband við þau fyrirtæki sem eiga í hlut og falla undir félagssvæðið.
Framsýn hefur fengið töluvert lof fyrir framgöngu sína í vinnustaðaeftirlitinu svo vitnað sé í nýlega Fréttamola ASÍ þar sem komið er inn á starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Þar kemur fram:
„Þá má margt læra af framgöngu stéttarfélaganna á svæðinu sem hafa sýnt mikið frumkvæði og fylgt fast eftir að kjarasamningar og réttindi þeirra sem vinna við framkvæmdirnar, ekki síst útlendinganna, séu virt og náð árangri sem er öðrum til eftirbreytni.“

Miklar framkvæmdir á svæðinu kalla á úrbætur í húsnæðismálum. Framsýn hefur haft verulegar áhyggjur af stöðu húsnæðismála á Húsavík sem þegar eru farin að standa frekari fólksfjölgun á svæðinu fyrir þrifum. Framsýn hefur lýst yfir áhuga á því að koma að því að stofna húsnæðissamvinnufélag í anda hugmynda ASÍ og þeirra frumvarpa sem bíða afgreiðslu frá Alþingi. Eitt er víst að hlutaðeigandi aðilar verða að bregðast við núverandi ástandi sem er ekki viðunandi. Húsnæðismálin verða ein af stóru málunum sem tekin verða fyrir á vetfangi Framsýnar á næstu mánuðum og árum.
Enn og aftur komum við að því hvað traustur fjárhagur skilar félagsmönnum miklu þegar við skoðum orlofsmálin og hvað er í boði fyrir félagsmenn. Ég nefni að á síðasta ári spöruðu félagsmenn sér um 36 milljónir vegna kaupa á gistimiðum, flugmiðum og miðum í hvalfjargöng sem skiptast þannig:
Seldir flugmiðar 3.420 Sparnaður fyrir félagsmenn kr. 33.858.000,-
Seldir miðar í göng 2.582 Sparnaður fyrir félagsmenn kr. 903.700,-
Seldir gistimiðar 701 Sparnaður fyrir félagsmenn kr. 1.542.200,-
Samtals sparnaður fyrir félagsmenn kr. 36.303.900,-
Eins og sjá má er sparnaður félagsmanna verulegur. Til viðbótar má gera þess að samningur félagsins við Flugfélagið Erni er ein besta kjarabót sem Framsýn hefur samið um fyrir félagsmenn þegar við horfum til þess að félagið hefur sparað félagsmönnum um 50 milljónir síðan félagið tók að selja félagsmönnum flugmiða á sérkjörum frá flugfélaginu haustið 2013. Með samkomulagi við flugfélagið hefur Framsýn tryggt að verðið kr. 8.900 mun haldast út árið 2016 sem eru ánægjuleg tíðindi.
Þá má geta þess að félagið hefur í gegnum tíðina átt gott samstarf við önnur aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna um orlofsmál og boðið upp á orlofshús um land allt auk íbúða og orlofshúsa sem eru í eigu félaganna.
Á síðasta ári dvaldi fjöldi félagsmanna ásamt fjölskyldum sínum í orlofshúsum, orlofsíbúðum, á tjaldsvæðum og hótelum á vegum félagsins. Veruleg ásókn er í orlofshúsin en félagið niðurgreiðir orlofsdvöl félagsmanna í orlofsíbúðum/húsum sem auðveldar fólki að njóta orlofsdvalar með fjölskyldum sínum á Íslandi. Ekki er óalgengt að niðurgreiðslurnar séu um kr. 50.000 fyrir viku dvöl. Þá fengu 59 félagsmenn endurgreiðslur vegna dvalar á tjaldsvæðum eða alls kr. 852.334,-. Félagið stóð fyrir sumarferð að Holuhrauni sumarið 2015 sem tókst í alla staði mjög vel.
Þá er til skoðunar er að taka á leigu orlofshús á Spáni síðar í sumar fyrir félagsmenn. Samningaviðræður standa yfir við eigendur orlofsíbúðarinnar. Takist samningar verður íbúðin auglýst á heimasíðu stéttarfélaganna á vildarkjörum.
Varðandi starfsmenntamálin þá er félaginu mjög umhugað um starfsmenntun félagsmanna. Á árinu 2015 fengu 311 félagsmenn greiddar 12.807.117,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða. Þar af fengu félagsmenn sérstaka styrki úr Fræðslusjóði Framsýnar upp á 1,2 milljónir.
Fræðslusjóðirnir eru fjármagnaðir með framlögum frá fyrirtækjum, sveitarfélögum og ríkisstofnunum sbr. ákvæði kjarasamninga. Það á þó ekki við um Fræðslusjóð Framsýnar sem hefur ekki fastan tekjustofn.
Þess má geta að félagið leggur mikið upp úr heimsóknum í skóla með fræðslu um starfsemi stéttarfélaga og vinnumarkaðinn, það er í vinnuskóla, grunnskóla og framhaldskóla á félagssvæðinu.
Þegar kemur að hátíðarhöldunum 1. maí minnist ég oft orða Helga Bjarnasonar fyrrverandi formanns Verkalýðsfélags Húsavíkur, sem sagði þegar ég tók við sem formaður árið 1994, að hann hefði mestar áhyggjur á því við skiptin að mér tækist ekki sem formanni að viðhalda þeim glæsileika og menningu sem fylgd hefði hátíðarhöldunum á Húsavík fram að þessu.
Án efa urðu þessi orð til þess að stjórn Verkalýðsfélags Húsavíkur, síðar Framsýnar hefur lagt mikið upp úr glæsilegum hátíðarhöldum 1. maí sbr. ný yfirstaðinn hátíðarhöld þar sem um 700 manns komu í höllina og nutu þess sem var í boði. Um er að ræða fjölmennustu samkomu sem haldin er í Þingeyjarsýslum á hverju ári sem er áhugavert og mikil viðurkenning á starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum er ávalt leggja mikið upp úr baráttudegi verkafólks, ekki síst til minningar um þá sem mörkuðu sporin í verkalýðsbaráttu Þingeyinga.
Félagið stóð ekki bara fyrir fjölmennum hátíðarhöldum á Húsavík á baráttu- og hátíðardegi verkafólks heldur stóð félagið einnig fyrir sumarkaffi á Raufarhöfn, föstudaginn fyrir Sjómannadaginn, þar sem flestir bæjabúar mættu og skemmtu sér vel og nutu veitinga. Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna voru með opið hús á aðventunni þar sem gestum og gangandi var boðið upp á veitingar og tónlistaratriði. Fjölmargir þáðu boðið.
Ég neita því ekki að við erum afar stolt að því að hafa staðið fyrir samkomu/hátíðarfundi til að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna og verkamanna á síðasta ári. Haldið var upp á afmælið þann 1. desember 2015 í fundarsal stéttarfélaganna sem tókst afar vel og var húsfyllir á fundinum. Dagskráin byggðist á ræðum og tónlistaratriðum. Fundurinn var félaginu til mikils sóma enda töldu fjölmargir ástæðu til að þakka félaginu fyrir að standa fyrir fundi um þennan merka atburð í sögu þjóðarinnar.
Eins og kunnugt er eru starfandi tvær öflugar deildir innan félagsins, það er Sjómannadeild Framsýnar þar sem Jakob Gunnar Hjaltalín stendur í brúnni á sterkri stjórn og Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar þar sem Jóna Matthíasdóttir stendur vaktina. Deildirnar hafa komið að ýmsum málum á starfsárinu s.s. kjaramálum. Þá sér Sjómannadeild Framsýnar um heiðrun sjómanna á Sjómannadaginn sem er fastur liður í starfsemi deildarinnar.
Árið 2008 var Virk – starfsendurhæfingarsjóður stofnaður af aðilum vinnumarkaðarins. Markmið með sjóðnum er að draga úr líkum á því að einstaklingar hverfi af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Þjónusta við einstaklinga felst í persónulegri ráðgjöf og hvatningu, samvinnu um áætlun um eflingu starfsgetu og endurkomu á vinnumarkað, vali á endurhæfingarúrræðum í samvinnu við einstakling og fagfólk og leiðbeiningum um réttindi, framfærslu og þjónustu á svæðinu.
Góð reynsla er af starfseminni á svæðinu enda heldur traustur maður utan um starfið, Ágúst Sigurður Óskarsson. Stöðugleiki er í starfseminni og góð samvinna er við heilbrigðis- og félagsþjónustu, úrræðaaðila s.s. Sjúkraþjálfun Húsavíkur og fyrirtæki og stofnanir eru virk í samvinnu um málefni starfsmanna sinna sem glíma við heilsubrest.
Mikið er lagt upp úr að þjónustan hjá Virk sé sýnileg og aðgengileg, hvort heldur til almennrar ráðgjafar fyrir félagsmenn, formlegrar samvinnu við einstaklinga í starfsendurhæfingu eða samstarf við úrræðaaðila og launagreiðendur.

Rekstur skrifstofu stéttarfélaganna gekk að venju vel á síðasta starfsári. Í dag eru rúmlega 6 stöðugildi á skrifstofunni. Til viðbótar eru fjórir starfsmenn í hlutastörfum við að fylgjast með orlofsíbúðum á vegum félagsins.
Til skoðunar er að gera umtalsverðar breytingar á samstarfssamningi Verkalýðsfélags Þórshafar og stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Samningurinn er í vinnslu og mun væntanlega þýða að Verkalýðsfélag Þórshafnar mun taka í auknum mæli yfir ákveðin verkefni sem félagið hefur falið Skrifstofu stéttarfélaganna fram að þessu með samstarfssamningnum. Framsýn leggur mikið upp úr áframhaldandi góðu samstarfi við Verkalýðsfélag Þórshafnar.
Vonir standa til að hægt verði að ráðast í breytingar á efri hæðinni að Garðarsbraut 26 í sumar enda semjist við verktakann um verð. Húseignin er í eigu aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna. Til stendur að gera um átta skrifstofur sem verði tilbúnar í haust til útleigu. Kostnaðaráætlunin hljóðar upp á 27 milljónir. Eitt tilboð kom í framkvæmdina upp á 33 milljónir.
Ágætu félagar
Eins og fram kemur í ársskýrslunni stendur stéttarfélagið Framsýn mjög sterkt um þessar mundir og hefur reyndar gert til fjölda ára. Það er borin mikil virðing fyrir félaginu sem skorar hátt í trausti félagsmanna og reyndar langt út fyrir það, það er hlustað á boðskap Framsýnar eins og forseti Íslands orðaði það í ræðu á Húsavík þegar 100 ára afmæli stéttarbaráttu í Þingeyjarsýslum var fagnað.
Styrkur félagsins kemur ekki síst fram í góðri þjónustu við félagsmenn, góðu aðgengi að sjóðum félagsins, öflugum starfsmenntastyrkjum, gangnamiðum og öðru því sem er í boði á vegum félagsins eins og orlofshúsum, orlofsíbúðum, hótelum og ódýru flugi um Húsavíkurflugvöll. Aðkoma félagsmanna að þessari þjónustu og styrkjum færir félagsmönnum á hverju ári milljóna tugi. Það er góð kjarabót að vera félagsmaður í Framsýn, stéttarfélagi.
Ekki hefur vantað að félagið hafi verið virkt í samfélaginu og styrkt góð málefni. Ég nefni sem dæmi að aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna ásamt Íslandsbanka færðu Skógarbrekku, sem er deild innan HSN á Húsavík, hátíðar matarstell fyrir jólin 2015. Leikhúsmiðar voru niðurgreiddir til félagsmanna á sýninguna Dýrin í Hálsaskógi í leikgerð Leikfélags Húsavíkur. Leikritið var til sýningar eftir áramótin 2016. Samið var við N1 um sérstök afsláttarkjör fyrir félagsmenn.
Félagið hefur tekið þátt í verkefni á vegum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Lionsklúbbs Húsavíkur sem snýr að markvissu forvarnarverkefni gegn ristilkrabbameini í 55 ára einstaklingum í Þingeyjarsýslum. Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna skuldbundu sig til að leggja fram eina milljón í verkefnið sem ætlað er að standa í fimm ár. Til umræðu er framlengja verkefnið í fimm ár í viðbót og hafa stéttarfélögin skuldbundið sig til að halda sambærilegum stuðningi áfram sem tryggir félagsmönnum gjaldfrjálsa skoðun.
Þá samþykkti félagið nýlega að færa Félagi eldri borgara á Húsavík og nágrenni gjöf vegna kaupa félagsins á félagsaðstöðu kr. 1.000.000,-. Önnur aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna komu einnig að því að styrkja þetta áhugaverða verkefni. Gjöfin verður afhent á aðalfundinum.
Í starfi stéttarfélaga er mikilvægt að sinna góðu upplýsingastreymi til félagsmanna. Framsýn verður ekki sakað um að gera það ekki. Félagið heldur úti mjög virkri heimasíðu og gefur reglulega út Fréttabréf stéttarfélaganna sem ætlað er að miðla upplýsingum til félagsmanna um réttindi þeirra og fréttir af starfseminni sem sjaldan eða aldrei hefur verið eins öflug og um þessar mundir.
Hvernig byggja menn upp öflugt stéttarfélag til að ná fram þessum markmiðum? Það gera menn með virkum félagsmönnum, hæfu starfsfólki og öflugri stjórn og trúnaðarmannaráði.
Fólki sem er tilbúið að takast á við krefjandi störf félagsins á hverjum tíma og gefa allt í starfið. Það er ekki dagvinna að reka stéttarfélag svo vel fari. Þess í stað verða menn að standa vaktina í 24 tíma á sólarhring. Þegar þessir þættir spila saman eins og taktföst hljómsveit verður til öflugt stéttarfélag félagsmönnum og samfélaginu til hagsbóta.
Gleymum því heldur ekki að okkur ber að vinna sérstaklega með ungum félagsmönnum á vinnumarkaði, þannig að þeir hafi áhuga fyrir því að starfa innan félagsins og leggja sitt að mörkum til að móta félagið til framtíðar, ekki síst þeim til framdráttar. Hvernig gerum við það? Væntanlega með samtölum við ungt fólk varðandi þeirra sýn á starfið og þróun stéttarfélaga. Við eigum ekki segja þeim hvernig við viljum hafa hlutina, þess í stað eiga þau að segja okkur hvernig þau sjái fyrir sér framtíðina hvað þessi mál varðar. Við eigum að hlusta.
Hér á eftir munu tvö glæsileg ungmenni sem vöktu töluverða athygli á fundi sem Starfsgreinasambandið boðaði til á dögunum með ungu fólki segja frá fundinum og þeim áherslum sem þar komu fram. Aðalbjörn og Sigurbjörg Arna voru fulltrúar Framsýnar á fundinum.
Höfum í huga að það er ekki sjálfgefið að eiga aðild að öflugu stéttarfélagi, einu öflugasta stéttarfélagi innan Starfsgreinasambands Íslands svo vitnað sé í kannanir sem gerðar hafa verið um viðhorf fólks til stéttarfélaga.
Reglulega fáum við t.d. óskir frá launþegum um inngöngu sem starfa utan félagssvæðis Framsýnar. Stundum er hægt að verða við óskum viðkomandi aðila en almenna reglan er sú að menn greiði í þau stéttarfélög sem eru starfandi á því svæði sem viðkomandi einstaklingur starfar á. Þessa reglu vill Framsýn almennt virða.
Að lokum vil ég óska félagsmönnum til hamingju með starfsemi félagsins á umliðnu starfsári með von um að starf félagsins haldi áfram að eflast félagsmönnum og samfélaginu til góða um leið og ég þakka öllum þeim sem starfað hafa fyrir félagið fyrir þeirra frábæra og óeigingjarna starf. Takk og aftur takk.

adalfundurfram0616 002

Menn voru sammála um að fundurinn í hefði verið upplýsandi og góður.

VÞ með námskeið fyrir félagsmenn

Verkalýðsfélag Þórshafnar heldur uppi öflugu starfi. Í byrjun júní það er 1-2.júní sl. stóð félagið fyrir trúnaðarmannanámskeiði og starfslokanámskeiði sem tókust í alla staði mjög vel. Leiðbeinandi var Guðmundur Hilmarsson.

 

Fréttir af aðalfundi STH – 2016

Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur var haldinn 1. júní s.l. í fundarsal félagsins á Húsavík. Helstu verkefni fundarins voru að gera grein fyrir starfi félagsins s.l. ár, kynna og afgreiða ársreikning 2015, málefni orlofsíbúðar í Reykjavík og önnur hefðbundin aðalfundarstörf.

Nýja stjórn skipa Helga Þ. Árnadóttir formaður, Jóhanna Björnsdóttir ritari og Helga Eyrún Sveinsdóttir gjaldkeri. Varastjórn skipa Guðrún Brynjarsdóttir og Berglind Erlingsdóttir.
Skoðunarmenn reikninga eru Tryggvi Jóhannsson, Guðmundur Guðjónsson og Anna Ragnars til vara.

Orlofsnefnd félagsins skipa Karl Halldórsson, Sveinn Hreinsson og Anna María Þórðardóttir. Ferðanefnd skipa Guðrún Kr. Jóhannsdóttir, Fanney Hreinsdóttir og Díana Jónsdóttir.
Fulltrúar félagsins í Stafsmenntunarsjóði eru Helga Þuríður Árnadóttir og Guðrún Guðbjartsdóttir.

Á fundinum var ákveðið að hafa þjónustustig í orlofsíbúð félagsins í Sólheimum í Reykjavík óbreytt. Ákveðið var að breyta framkvæmd útleigu á íbúðinni þannig að Skrifstofa stéttarfélaganna taki við henni.

Ásu Gísladóttur, Guðfinnu Baldvinsdóttur og samstarfsfólki á skrifstofu Norðurþings voru þökkuð góð störf við útleigu og umsjón íbúðarinnar s.l. ár.

Laus orlofshús

Búið er að vinna úr umsóknum orlofshúsa sem bárust til Skrifstofu stéttarfélaganna. Eftir stendur að eftirfarandi vikur í neðantöldum orlofshúsum eru enn á lausu og getur félagsfólk sótt um þær:

Orlofshús í Bláskógum Svínadal
10.06.2016 – 17.06.2016
12.08.2016 – 19.08.2016
19.08.2016 – 26.08.2016

Orlofshús í Mörk í Grímsnesi
17.06.2016 – 24.06.2016
24.06.2016 – 01.07.2016
19.08.2016 – 26.08.2016

Olofshús á Eiðum
10.06.2016 – 17.06.2016
17.06.2016 – 24.06.2016
19.08.2016 – 26.08.2016

Sumarhús á Einarsstöðum
10.06.2016 – 17.06.2016
17.06.2016 – 24.06.2016
24.06.2016 – 01.07.2016
12.08.2016 – 19.08.2016
19.08.2016 – 26.08.2016

Orlofshús á Ölfusborgum
10.06.2016 – 17.06.2016
19.08.2016 – 26.08.2016

Orlofshús í Flókalundi
24.06.2016 – 01.07.2016
15.07.2016 – 22.07.2016
22.07.2016 – 29.07.2016

Bjarkasel á Flúðum
10.06.2016 – 17.06.2016
01.07.2016 – 08.07.2016
05.08.2016 – 12.08.2016

 

Félagar; Munið aðalfund Framsýnar miðvikudaginn 8. júní kl. 20:00. Fundargestir fá veglegar gjafir

Aðalfundur Framsýnar, stéttarfélags verður haldinn miðvikudaginn 8. júní kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26, Húsavík.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf
a) Félagaskrá
b) Skýrsla stjórnar
c) Ársreikningar
d) Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga
e) Kjör í stjórnir, nefndir og ráð
f) Kosning löggilts endurskoðanda/endurskoðunarskrifstofu
g) Lagabreytingar
h) Ákvörðun árgjalda
i) Laun aðalstjórnar, trúnaðarmannaráðs, nefnda og stjórna innan félagsins

2. Atvinnu- og húsnæðismál
Framsögumaður: Aðalsteinn Árni Baldursson

3. Önnur mál

Tillögur til aðalfundarins:
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar hefur ákveðið að leggja til breytingar á lögum félagsins er varðar trúnaðarmannaráð auk tillagna um að greitt verði fyrir setu í stjórnum og ráðum innan félagsins. Þá verði ákveðnar greiðslur úr sjúkrasjóði hækkaðar til félagsmanna. Tillögurnar liggja fyrir á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Athygli er vakin á 32. grein laga félagsins – Ráðstöfun úr sjóðum félagsins:
Tillögur stjórnar, trúnaðarmannaráðs og félagsmanna um meiriháttar ráðstöfun úr sjóðum félagsins sem bornar eru upp á aðal- eða félagsfundi til samþykktar, skal lýst í fundarboði. Berist slík tillaga eftir fundarboð, er hún tæk fyrir fundinn hafi hún borist stjórn félagsins með skriflegum hætti eigi síðar en 10 dögum fyrir boðaðan fund. Skal þá stjórn félagsins fjalla um tillöguna og láta hana liggja frammi á skrifstofu félagsins til kynningar fyrir félagsmenn í a.m.k. 5 virka daga.

Félagsmenn, látið ykkur ekki vanta á aðalfundinn. Boðið verður upp á hefðbundnar veitingar og þá fá allir fundarmenn veglega gjöf frá félaginu.

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar

Fundur ungs fólks innan SGS, haldinn 1. og 2. júní 2016

Starfsgreinasambandið boðaði til fundar ungs fólks í tengslum við útvíkkaðan formannafund sambandsins í Grindavík í júní. Aðildarfélögum bauðst að senda tvo fulltrúa undir þrítugu og voru félögin hvött til þess að hafa fulltrúana af sitt hvoru kyni. Framsýn tók að sjálfsögðu þátt í fundinum og sendi fulltrúa suður.

Fundurinn var vel skipulagður af starfsmönnum SGS en tilgangur hans var annarsvegar uppfræðsla og þjálfun ungs fólks innan sambandsins og svo hinsvegar að útbúa vettvang fyrir ungt fólk að koma saman og bera saman bækur sínar þegar kemur að þeirra áherslum í kjaramálum.

Fræðsluhluti fundarins var, svo vitnað sé í þátttakendur, “snilld”. Mikill metnaður var innan SGS að fá hæfa og virta fyrirlesara innan síns sviðs og stóðu þeir svo sannarlega fyrir sínu. Ungliðarnir, sem voru á aldrinum 21-30 ára og allir virkir félagar í sínum stéttafélögum, fengu á fundinum þjálfun og fræðslu í samningatækni og menningarvitund, fjölmiðlafærni og almannatengslum, fundarsköpum og fundarsiðfræði og síðast en ekki síst mættu stjórnarmeðlimir ASÍ-ung til þess að vekja athygli á tækifærum og áhrifum ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar.

Ungliðarnir létu ekki á sér standa þegar kom að umræðu um kjaramál og stöðu ungs fólks innan hreyfingarinnar. Mátti greina mikla ólgu og reiði yfir þeim mistökum sem gerð voru við samþykkt síðustu kjarasamninga þegar jafnt vinnuframlag ungs fólks var gjaldfellt og kjör yngstu meðlima hreyfingarinnar versnuðu í samanburði við þá sem eldri eru. Samhljómur var um að sú þróun væri með öllu óskiljanleg og algjörlega taktlaust að hreyfing sem berst fyrir bættum kjörum sinna félagsmanna skyldi samþykkja að fórna réttindum og virðingu sinna yngstu skjólstæðinga fyrir flottar fyrirsagnir og slagorð um “þrjúhundruðþúsundkallinn” sem þannig var byggður á brotnum grunni. Það þótti til marks um stöðu ungs fólks innan hreyfingarinnar hvernig vinnuframlag ungmenna var lítils metið og allir sammála um gríðarlegt mikilvægi þess að efla og styrkja starf og þátttöku ungs fólks í hreyfingunni.

Ungt fólk er þó framsýnt og þegar kom að því í lok dagskrár að kynna starf og umræður fundarins fyrir formönnum og varaformönnum aðildarfélaga þá var lítið um upphrópanir heldur var fundargestum gert ljóst að ungt fólk sætti sig ekki við slíka þróun heldur treysti forystu hreyfingarinnar til þess að setja það í forgang að leiðrétta þessi mistök í samvinnu við ungt félagsfólk. Forysta hreyfingarinnar var hvött til þess að innleiða ungt fólk frekar í starfið, breyta nýjum og öflugri aðferðum við að virkja og fræða ungt fólk auk þess að leggja meiri áherslu á félagsstörf og hópefli innan sinna félaga. Mikill en vannýttur mannauður ungs fólks leynist innan verkalýðshreyfingarinnar og geta einstök aðildarfélög verið óhrædd við að virkja hann.
Öllu fylgdi þessu síðan heljarinnar hópefli, góður félagsskapur og einstök gestrisni verkalýðsfélags Grindavíkur. Mikil ánægja var með fundinn og allir sammála um mikilvægi þess að halda árlega fundi ungs fólks innan SGS til þess að efla þátttöku og vægi ungs fólks, hreyfingunni til heilla.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Framsýn átti frábæra fulltrúa á fundinum, hér eru þau Sigurbjörg Arna Stefánsdóttir og Aðalbjörn Jóhannsson fyrir utan fundarstaðinn í Grindavík.

Tekið til í Dranghólaskógi

Stjórnarmennirnir, Jóna Matt og Ósk Helgadóttir tóku sig til og löguðu til í garðinum við orlofshús Framsýnar í Dranghólaskógi í Öxarfirði sem fór í útleigu síðasta föstudag. Þegar þær komu frá Raufarhöfn á föstudaginn eftir velheppnað sumarkaffi á vegum Framsýnar á staðnum gáfu þær sér tíma til að líta á bústaðinn og laga til í umhvefinu. Sjá skemmtilegar myndir:

rauf0616 106rauf0616 114rauf0616 115

Fjölmenni í sjómannadagskaffi: Jónas og Hermann heiðraðir í dag

Mikið líf og fjör hefur verið á Húsavík um helgina enda hátíðarhöld í gangi vegna Sjómannadagsins. Tveir sjómenn voru heiðraðir á Húsavík í dag. Heiðrunin fór fram í Húsavíkurkirkju. Að þessu sinni voru Jónas Jónsson og Hermann Ragnarsson heiðraðir. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar sagði nokkur orð og rakti sjómannsferil þeirra félaga sem lengi störfuðu til sjós.

Ágætu tilheyrendur!
Ég vil í upphafi óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra um land allt til hamingju með daginn.

Reyndar okkur öllum enda hefur sjávarútvegur í gegnum tíðina verið einn okkar mikilvægasti atvinnuvegur og fært okkur gjaldeyri og tekjur til að byggja upp grunnstoðir þjóðfélagsins eins og mennta- og heilbrigðiskerfið.

Þrátt fyrir að útgerð á svæðinu hafi dregist töluvert saman á undanförum áratugum skipar dagurinn sem áður ákveðinn sess í lífi okkar Þingeyinga enda tengjumst við sjómennskunni á einn eða annan hátt.

Sjórinn gefur en hann hefur líka tekið sinn toll, því miður.

Þeirri merkilegu hefð er viðhaldið víða um land að heiðra sjómenn á Sjómannadaginn, sjómenn sem þótt hafa skarað fram úr og skilað góðu og fengsælu starfi, fjölskyldum þeirra og þjóðinni allri til heilla.

Fyrir nokkrum árum var leitað til Sjómannadeildar Framsýnar um að taka að sér heiðrunina á Sjómannadaginn og þótti sjálfsagt að verða við því.

Í dag ætlum við að heiðra tvo sjómenn sem báðir eru miklir heiðursmenn og þóttu góðir samherjar til sjós svo vitnað sé í ummæli sjómanna sem voru með þeim um borð í fiskiskipum á sínum tíma.

Þetta eru þeir Hermann Ragnarsson frá Húsavík og Jónas Jónsson úr Aðaldal.

Jónas Jónsson:
Jónas Jónsson er fæddur á Knútsstöðum 29. desember 1944. Hann er sonur Jóns Einarssonar og Guðfinnu Karlsdóttur.

Jónas ólst upp á Knútsstöðum með móðir sinni, afa og ömmu þar sem stundaður var hefðbundinn búskapur. Jónas er því ekki kominn úr hefðbundinni sjómannafjölskyldu við Skjálfanda heldur er hann komin af bændum úr Aðaldal.

Jónas var giftur Guðnýju Káradóttur og eignuðust þau þrjú börn, fyrir átti Guðný tvö börn en hún lést árið 2014, blessuð sé minning hennar.

Þrátt fyrir að alast upp á bökkum einnar fegurstu laxveiðiár landsins, Laxár í Aðaldal, leitaði hugur Jónasar frekar út á sjó með troll en að bökkum Laxár með veiðistöng.
Enda fór það svo að hann réð sig sem háseta á bát frá Grindavík árið 1963, þá 19 ára gamall. Báturinn bar nafnið Gullfari GK sem var um 30 tonna eikarbátur.

Jónas fylgdi straumnum, ungir menn úr Þingeyjarsýslum leituðu suður á vertíð á þessum tíma. Jónas stóð ekki hjá, heldur reimaði á sig skóna, pakkaði niður og hélt suður með sjó á vit nýrra ævintýra.

Eftir vertíðina skilaði Jónas sér aftur heim í Knútsstaði, enda stóð hann fyrir búskap á bænum með sínu fólki. Nokkrum árum síðar, það er árið 1974, ákveða Jónas og Guðný að bregða búi.

Í kjölfarið ræður hann sig á Hörpu GK sem gerð var út á net og loðnutroll auk þess að starfa við það sem féll til í landi hér norðan heiða. Á þessum árum kynntist hann einnig handfæra- og grásleppuveiðum á smábátum frá Húsavík.

Árið 1978 ákvæður Jónas að gera sjómennskuna að aðalstarfi og ræður sig á togarann Júlíus Havsteen ÞH frá Húsavík.

Eftir góð ár á Júlíusi fór Jónas yfir á togarann Kolbeinsey ÞH þar sem hann var í nokkur ár til viðbótar hjá útgerðinni Höfða hf. Frá þeim tíma hefur Jónas komið víða við sem háseti, kokkur, vélavörður, netamaður og bátsmaður.

Hann var á bátum og togurum sem gerðir voru út frá Húsavík eins og Aroni ÞH, Geira Péturs ÞH og Þórunni Havsteen ÞH.

Líkt og er með góða og eftirsótta sjómenn eins og Jónas átti hann auðvelt með að fá góð pláss á bátum og togurum frá helstu verstöðum landsins.

Hann var á Helgu RE, Hafnarröstinni ÁR, Gnúp GK, Heiðrúnu GK, Eyborginni EA og Mánatind GK. Á þessum skipum kynntist Jónas flestum veiðum og veiðafærum.

Jónas var með góðum skipstjórum í gegnum sinn farsæla sjómannsferil eins og hann segir sjálfur. Hann nefnir sérstaklega Benóný Antonsson, Jóhann Gunnarsson, Hermann Ragnarsson, Bjarni Eyjólfsson, Hinrik Þórarinsson, Jónas Sigmarsson og Eirík Sigurðsson.

Jónas hætti til sjós árið 2004 og hefur síðan starfað í landi við ýmislegt s.s. vélavinnu, vörubíla- og rútubílaakstur.

Þegar stjórn Sjómannadeildar Framsýnar fundaði á dögunum til að velja tvo sjómenn sem skyldu heiðraðir á sjómannadaginn, kom nafn Jónasar strax upp.

Þá varð einum stjórnarmanni að orði sem starfaði lengi með Jónasi til sjós; „Hann hefur alltaf verið mikill snillingur Knútsstaðabóndinn, hann er vel að því kominn að vera heiðraður fyrir sín störf“.

Já svona lýsa samherjar Jónasi fyrir hans störf og samveru um borð í fiskiskipum þar sem miklu máli skiptir að góður andi ríki enda starfa menn oft við krefjandi og erfiðar aðstæður sem kallar á samheldni áhafnarinnar.

Jónas Jónsson hafðu kærar þakkir fyrir framlag þitt til samfélagsins í gegnum tíðina.

Hermann Ragnarsson:
Hermann Ragnarsson er fæddur á Húsavík 6. september 1940. Hann er sonur Ragnars Jakobssonar og Jónínu Hermannsdóttur.

Hermann var giftur Svanlaugu Björnsdóttur. Þau eignuðust þrjú börn. Svanlaug lést árið 1996, blessuð sé minning hennar.

Þegar saga sjómennsku á Húsavík er skoðuð er aðdragandinn oftast sá sami. Fjaran togar unga drengi niður að sjávarsíðunni, þar var allt að gerast, þar var lífæð þorpsins. Samfélagið við Skjálfanda stóð og féll með því sem sjórinn gaf.

Hermann var ekki gamall eða hár í loftinu þegar hann fór að þvælast með félögum sínum niður í fjöru, það er niður fyrir bakkann á Húsavík. Þar fylgdust þeir með sér eldri mönnum að störfum, við beitningu og uppstokkun á línu og fylgdust með bátunum koma fulllestaða að landi eftir fengsælar veiðiferðir. Þetta heillaði unga drengi sem þá gerðu sér ekki grein fyrir því að sjómennskan ætti eftir að verða þeirra ævistarf.

Einn af þeim sem stóð í sjósókn á þessum tíma var Ásgeir Kristjánsson, eða Blöndi, eins og hann var kallaður. Hann tók að kenna Hermanni að beita þegar hann var innan við fermingaraldur. Það hjálpaði honum síðar til að fá vinnu við beitningu hjá Jóhanni frænda sínum Hermannssyni sem gerði út trilluna Brand ÞH. Hermann beitti hjá frænda sínum í tvö sumur með skóla, þá 13 til 14 ára gamall.

Við 18 ára aldur útvegaði Kristján Ásgeirsson á Húsavík Hermanni plássi á Stefáni Árnasyni SU sem var 60 tonna eikarbátur frá Fáskrúðsfirði. Báturinn var gerður út frá Keflavík, þar var Hermann um veturinn og beitti í landi.

Hugurinn leitaði heim og réð Hermann sig á Smára ÞH á síldarnót sumarið 1958 en Smári var 65 tonna eikarbátur. Þegar síldarvertíðinni lauk um haustið beitti Hermann fyrir útgerð Smárans um veturinn, bæði á Húsavík og í Sandgerði, en algengt var á þessum tíma að bátar frá Húsavík færu suður og gerðu út frá Suðurnesjunum yfir vetrarvertíðina enda mikil fiskigengd á miðum við Suðurlandið og því von um góða afkomu.

Eftir veruna á Smára ÞH réð Hermann sig á Helgu ÞH sem var um 50 tonna eikarbátur. Líkt og var með Smára ÞH var Helga ÞH gerð út frá Húsavík hluta úr ári og svo hluta úr ári frá Sandgerði á vetrarvertíð.

Árið 1961 ræður Hermann sig á Héðinn ÞH sem var 150 tonna stálbátur og gerður var út á neta og línuveiðar. Héðinn ÞH þótti mikið aflaskip enda fór það svo að skipið var aflahæst það árið yfir landið á vetrarvertíðinni.

Hermann átti eftir að vera á fleiri bátum eins og Dagfara ÞH og Andvara ÞH áður en hann kaupir hlut í útgerð á Húsavík.

Hermann réði sig á Glað ÞH um áramótin 1969 sem var 36 tonna eikarbátur, ári síðar kaupir hann sig inn í útgerðina ásamt Jóhanni Kr. Jónssyni og verður skipstjóri um tíma. Á þessum tíma hafði Hermann orðið sér út um svokallað „pungapróf“ sem veitti honum leyfi til að stjórna bátum upp að ákveðinni stærð.

Ákvörðun var tekin um að selja Glað ÞH til Þórshafnar 1973 og kaupa þess í stað öflugri bát sem fékk nafnið Jón Sör ÞH en það var um 60 tonna eikarbátur. Báturinn kom til heimahafnar um áramótin 1973-74.

Að útgerðinni stóðu auk Hermanns, Pétur Olgeirsson og Jóhann Kr. Jónsson. Nokkrum árum síðar, það er árið 1977, skiptir útgerðin Jóni Sör ÞH út og kaupir þess í stað Arneyju KE öflugan trébát af Óskari Karlssyni útgerðamanni ættuðum frá Húsavík. Um ári síðar var ákveðið að hætta útgerðinni og var Arney KE seld árið 1978.

Við söluna á skipinu urðu tímamót í lífi Hermanns sem þá var fertugur að aldri en þá settist hann á skólabekk. Það er í Iðnskólann á Húsavík. Þaðan útskrifaðist hann sem vélvirki. Í kjölfarið hóf hann störf á Vélaverkstæðinu Foss síðar Vélaverkstæðinu Grím áður en hann settist í svokallaðan helgan stein árið 2008.

Þær eru ófáar ferðirnar sem Hermann hefur farið niður í vélarúm báta og skipa þau ár sem hann starfaði sem vélvirki á vélaverkstæðum á Húsavík, enda var Hermann á heimavelli þegar kom að því að gera við vélbúnað um borð og þótti auk þess afar vandvirkur. Ég leyfi mér hér að vitna í Pétur Olgeirsson skipstjóra en hann sagði um Hermann að hann hafi ætið haldið vélarrúminu gangandi af mikilli fagmennsku.

Þegar saga Hermanns er skoðuð kemur í ljós að hann var mjög fjölhæfur, hann var háseti, kokkur, vélavörður, stýrimaður og skipstjóri á sínum gæfusama sjómannsferli.
Hermann tók þátt í miklu björgunarafreki við Flatey á Skjálfanda þegar flutningaskipið Hvassafellið strandaði við eyjuna þann 7. mars árið 1975 í brjáluðu veðri. Hermann var í áhöfn Jóns Sör ÞH sem lagði sig í töluverða lífshættu við björgunina. Fyrir það verður seint þakkað.

Sjómannsferill Hermanns hefur alla tíð verið farsæll og honum hefur auðnast að vera með góðum skipstjórnum til sjós; Ég nefni Þórhall Karlsson, Sigurð Sigurðsson, Maríus Héðinsson, Björn Sörensson, Aðalstein Árna Baldursson, Birgi Erlendsson og Pétur Olgeirsson.

Hermann Ragnarsson hafðu líkt og Jónas kærar þakkir fyrir framlag þitt til samfélagsins í gegnum tíðina.

sjodagur0616 003

Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar flutti ávarp í Húsavíkurkirkju og fór yfir feril Hermanns og Jónasar til sjós.

sjodagur0616 006

Þessir heiðursmenn voru heiðraðir við hátíðlega athöfn, Jónas Jónsson og Hermann Ragnarsson.

sjodagur0616 010

Eftir guðþjónustuna, þar sem heiðrun sjómanna fór fram, var lagður blómsveigur að minnismerki látina sjómanna.

sjodagur0616 018

Athöfnin í dag var tilkomumikil.

sjodagur0616 026

Kirkjukórinn söng að venju fallega í góða veðrinu á Húsavík í dag.

 

sjodagur0616 037

Fjölmenni sá ástæðu til þess að koma í sjómannadagskaffi Slysavarnardeildar kvenna eftir athöfnina í kirkjunni.

sjodagur0616 040

Boðið var upp á skemmtiatriði í sjómannadagskaffinu. Lára Sóley og Halti tóku lagið og sungu fyrir gesti.

sjodagur0616 023

Bjarni Eyjólfsson var ásamt fleirum á svæðinu en hann var um árabil skipstjóri á togurum frá Húsavík. Með honum á myndinni er Kristján Þorvarðarson varaformaður Sjómannadeildar Framsýnar.

sjodagur0616 044

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pétur Helgi og Hörður komu í kaffi en þeir ásamt Bjarna Eyjólfs störfuðu lengi við sjómennsku hér á árum áður.

Stuð og gleði í sumarkaffi Framsýnar á Raufarhöfn

Framsýn stóð fyrir kaffiboði á Raufarhöfn á föstudaginn eftir hádegið. Félagið hefur gert þetta í nokkur ár, það er föstudaginn fyrir Sjómannadaginn. Um 130 manns komu og þáðu veitingar í frábæru veðri. Reyndar eru heimamenn farnir að tala um að Framsýn stjórni veðrinu enda alltaf gott veður þegar félagið heldur sitt árlega kaffiboð. Formaður og varaformaður Framsýnar voru á staðnum auk Svövu Árna og Jónu Matt sem báðar eru í stjórn félagsins. Þau ásamt aðstoðarfólki á Raufarhöfn sáu til þess að allt færi vel fram. Sjá myndir sem teknar voru úr boðinu:

rauf0616 006rauf0616 021rauf0616 015rauf0616 017rauf0616 011rauf0616 028rauf0616 035rauf0616 032rauf0616 045rauf0616 047rauf0616 058rauf0616 064rauf0616 100

Formaður og varaformaður á ferðinni: Grindavík – Raufarhöfn

Tveggja daga útvíkkaður formannafundur Starfsgreinasambandsins var haldinn í Grindavík fyrir helgina og lauk fundinum um hádegið á föstudaginn. Formaður og varaformaður Framsýnar tóku þátt í fundinum. Eftir að fundi lauk á föstudeginum flugu fulltrúar Framsýnar til Húsavíkur og tóku bíl til Raufarhafnar þar sem sumarkaffi félagsins hófst kl. 16:00. Allt gekk upp þrátt fyrir nauman tíma en allt er hægt ef viljinn er til staðar.

Hér má lesa þær ályktanir sem samþykktar voru á formannafundinum í Grindavík:

Fundurinn ályktaði um þrjú mál; um keðjuábyrgð og hrakvinnu, um ungt fólk innan SGS og um samningsrétt. Ályktanirnar í heild má lesa hér að neðan.

Ályktun um keðjuábyrgð og hrakvinnu
Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands haldinn í Grindavík dagana 2. og 3. júní 2016 fagnar breytingum Reykjavíkurborgar á útboðsskilmálum og verksamningum borgarinnar þar sem keðjuábyrgð yfirverktaka gagnvart undirverktökum er staðfest. Fundurinn hvetur önnur sveitarfélög, opinber fyrirtæki og opinberar stofnanir til að fara að fordæmi Reykjavíkurborgar og eins löggjafann til að innleiða keðjuábyrgð í lög.

Vinnumarkaðurinn á Íslandi er í örum vexti og mikil hætta á að hrakvinna ýmis konar þrífist við slíkar aðstæður. Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands hafa stóreflt vinnustaðaeftirlit á sínum vegum og því ber einnig að fagna að aðrar eftirlitsstofnanir hafa gert slíkt hið sama: Ríkisskattstjóri, Vinnueftirlitið, Vinnumálastofnun og lögreglan. Samstarf á milli stofnana og verkalýðshreyfingarinnar hefur borið sýnilegan árangur. Betur má þó ef duga skal og kallar formannafundur eftir áhuga Samtaka atvinnulífsins og átaki stjórnvalda til að stemma stigu við hrakvinnu. Í því þarf að felast nægjanlegt fjármagn til viðeigandi eftirlitsstofnana, lagabreytingar varðandi keðjuábyrgð, skýr lög varðandi vistráðningar (AU-pair), uppræting ólöglegrar sjálfboðastarfsemi, stórefling úrræða vegna mansalsmála og bætt upplýsingamiðlun til erlends starfsfólks um réttindi sín og skyldur.

Ályktun um ungt fólk innan SGS
Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands haldinn í Grindavík dagana 2. og 3. júní 2016 fagnar þátttöku ungs fólks af öllu landinu í starfi hreyfingarinnar. Raddir þeirra fulltrúa sem sátu ungliðafund SGS í Grindavík í byrjun júní eru mikilvægar og nauðsynlegt að gera enn betur til að virkja ungt fólk til starfa til að tryggja endurnýjun og fræða ungt fólk um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Starfsgreinasambandið mun búa til vettvang árlega fyrir ungt fólk innan hreyfingarinnar til að hittast og vinna að því að bæta stöðu ungs fólks á vinnumarkaði.

Ályktun um samningsrétt
Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands haldinn í Grindavík dagana 2. og 3. júní vill taka það skýrt fram að SGS mun ekki verða aðili að nýju vinnumarkaðsmódeli sem nú er unnið að, ef það leiðir til þess að frjáls samningsréttur stéttarfélaganna verður skertur eða takmarkaður á nokkurn hátt.

Formannafundurinn vill einnig taka það sérstaklega fram að ef það kemur til þess að breyta þurfi lögum um stéttarfélög og vinnudeilur vegna nýs vinnumarkaðsmódels þá verði það tryggt að slíkar breytingar leiði alls ekki til skerðingar eða takmörkunar á frjálsum samningsrétti stéttarfélaganna.

Formannafundur SGS er sannfærður um að forræði hvers stéttarfélags til kjarasamningsgerðar og frjáls samningsréttur sé hornsteinn stéttarfélagsbaráttu á Íslandi og það frjálsræði og þann samningsrétt megi ekki skerða eða takmarka á nokkurn hátt.

 

Kynningarfundur – áfram félagsliðar

Þessa dagana eru stjórnarmenn í Félagi íslenskra félagsliða á fundaherferð um landið. Markmið kynningarfundanna er m.a.að kanna frekari vilja félagsliða til þess að stofna stéttarfélag auk þess að kynna félagið, bæði fyrir félagsmönnum og öðrum félagsliðum.
Fimmtudaginn 9. júní er röðin komin að Húsavík og blása félagsliðar til fundar kl. 12 í sal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. Mikilvægt er að sem flestir mæti. Sýnum samstöðu og látum okkur mikilvæg störf og hagsmuni félagsliða varða.