Formaður Framsýnar var í viðtali í Síðdegisútvarpi Útvarps Sögu í gær. Þar kallar hann eftir afsögn þeirra einstaklinga sem sitja í kjararáði vegna þeirrar umdeildu ákvörðunar ráðsins að hækka laun embættismanna umtalsvert. Aðalsteinn sem var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir að hann geri þá kröfur að viðkomandi einstaklingar axli ábyrgð á ákvörðun sinni og víki án tafar.
Hlusta má á viðtalið með því að smella hér. Um er að ræða fyrri hluta Síðdegisútvarpsins.