Síðasta föstudag var undirritaður nýr stofnanasamninugur milli stéttarfélaganna á Norðurlandi og Heilbirgðisstofnunar Norðurlands. Eins og kunnugt er voru nokkar heilbrigðisstofnanir sameinaðar undir HSN. Þess vegna þurfi að ráðast í samningagerð milli hlutaðeigandi aðila þar sem hvert og eitt stéttarfélag var áður með samning við stofnun í sínu heimahéraði. Stéttarfélögin Samstaða, Eining-iðja, Aldan og Framsýn komu að gerð samningsins við HSN. Á meðfylgjandi mynd eru fulltrúar stéttarfélaganna og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, (HSN) eftir undirskrift samningsins.