Heimsókn í Kröflu

Í gær fóru starfsmenn stéttarfélaganna í heimsókn í Kröflu. Þar er verktakafyrirtækið Ístak að byggja tengivirki. Um 25 starfsmenn hafa verið í Kröflu upp á síðkastið en framkvæmdir hófust í ágúst.

Heimsóknin var hin ánægjulegasta. Ístak lagði fram ósk sína um að eiga gott stamstarf við stéttarfélögin og þeirra einlæga vilja til að hafa hlutina í góðu lagi.

Hér á eftir eru nokkrar myndir frá heimsókninni. Á forsíðumyndinni eru frá vinstri, Helgi Valur staðarstjóri í Kröflu, Karl framkvæmdarstjóri Ístaks og Bjarki mannauðsstjóri. Hjá þeim stendur svo Aðalsteinn Á. Baldursson.img_0999img_0994 img_1009 img_1011 img_1013 img_1022

Jakob áfram í vara sambandsstjórn SSÍ

Þing Sjómannasambands Íslands fór fram fyrir helgina. Þingið fór vel fram og voru kjaramál og önnur mál til umræðu auk þess sem kosið var í trúnaðarstöður fyrir sambandið. Jakob Gunnar Hjaltalín formaður Sjómannadeildar Framsýnar hlaut kjör í vara sambandsstjórn. Hér má lesa ályktanir þingsins.

Ályktanir 30. þings Sjómannasambands Íslands 24. og 25. nóvember 2016.

30. þing Sjómannasambands Íslands krefst þess að skattfríðindi íslenskra sjómanna verði lögfest að nýju þannig að þeir njóti sambærilegra skattfríðinda og sjómenn annarra fiskveiðiþjóða.

30. þing Sjómannasambands Íslands beinir því til Alþingis að sjá til þess að viðskipti með fisk milli útgerðar og fiskvinnslu verði gagnsæ og uppfylli skilyrði um heilbrigða samkeppni og góða viðskiptahætti. Einnig krefst þingið þess að fyrirtækjum í sjávarútvegi verði gert skylt að skila öllum upplýsingum um framleiddar afurðir og söluverð þeirra til Hagstofu Íslands. Með því móti er hægt að treysta því að mælingar á breytingum á afurðaverði séu réttar á hverjum tíma.

30. þing Sjómannasambands Íslands fagnar fyrirhugaðri könnun á hvíldar- og vinnutíma íslenskra sjómanna. Þingið telur að aðkoma sjómannasamtakanna að könnuninni sé algert lykilatriði og að hún verði unnin í nánu samstarfi við sjómennina sjálfa eins og fyrirhugað er. Að mati þingsins þarf að gera slíkar athuganir reglulega þannig að fyllsta öryggis sé ávallt gætt um borð í skipum. Í framhaldi af þeim athugunum verði settar reglur um lágmarks mönnum fiskiskipa við veiðar eftir stærð, gerð og veiðiaðferðum þeirra.

30. þing Sjómannasambands Íslands hvetur útgerðir til að gera átak í starfsmenntun sjómanna í samstarfi við Sjómennt og stéttarfélög sjómanna. Einnig hvetur þingið útgerðir til að styðja við menntun sjómanna með því að greiða gjald í starfsmenntunarsjóð eins og aðrir atvinnurekendur gera.

30. þing Sjómannasambands Íslands krefst þess að við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða verði veiðiskylda aukin verulega.

30. þing Sjómannasambands Íslands krefst þess að vigtunarreglur verði endurskoðaðar. Afli verði full vigtaður á löggiltri hafnarvog þar sem ísprósenta er ákveðin og endurvigtunarleyfi verði afnumin.

30. þing Sjómannasambands Íslands hvetur áhafnir skipa og stjórnendur útgerða til að sjá til þess að björgunaræfingar séu haldnar reglulega um borð eins og lög og reglur mæla fyrir um. Þingið telur nauðsynlegt að öll áhöfnin staðfesti með undirskrift að æfing hafi verið haldin um borð. Þannig er komið í veg fyrir málamyndaæfingar. Einnig skorar þingið á yfirmenn fiskiskipa að sjá til þess að nýliðar fái lögbundna fræðslu um öryggibúnað og hættur um borð.

30. þing Sjómannasambands Íslands krefst þess að stjórnvöld tryggi Landhelgisgæslu Íslands nægt rekstrarfé á hverjum tíma. Sérstaklega á þetta við um rekstur þyrlusveitarinnar. Lífsspursmál er fyrir íslensku þjóðina að þyrlur séu til staðar þegar slys eða veikindi ber að höndum eins og dæmin sanna. Til að öryggi sé sem best tryggt þarf að mati þingsins að staðsetja þyrlur víðar um landið en nú er gert.
30. þing Sjómannasambands Íslands hvetur stjórnvöld til að auka verulega framlög til hafrannsókna. Fyrirsjáanlegar eru miklar breytingar á umhverfi hafsins á norðurslóðum á næstu árum og áratugum. Vegna mikilvægis sjávarútvegsins fyrir efnahag Íslendinga er að mati þingsins nauðsynlegt að efla haf- og fiskirannsóknir umhverfis landið til að hægt sé að meta áhrif umhverfisbreytinganna á fiskistofna við Ísland

30. þing Sjómannasambands Íslans hvetur til þess að fjarskiptamál sjófarenda verði skoðuð með það að markmiði að lækka kostnað sjómanna vegna fjarskipa þannig að hann verði sambærilegur við fjarskiptakostnað annarra landsmanna.

30. þing Sjómannasambands Íslands hvetur útgerðir og skipstjórnarmenn til að virða lögbundinn rétt sjómanna til hvíldar og fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda um lagmarks hvíldartíma sjómanna.

30. þing Sjómannasambands Íslands hvetur Samgöngustofu til að fylgjast vel með öryggisbúnaði skipa og afnema allar undanþágur vegna ágalla í öryggisbúnaði. Einnig hvetur þingið til þess að allar reglur um öryggisbúnað verði samræmdar burtséð frá aldri skipa.

30. þing Sjómannasambands Íslands þakkar Slysavarnarskóla sjómanna fyrir frábært starf að slysavörnum og hvetur jafnframt til áframhaldandi árvekni í þessum málaflokki.
30. þing Sjómannasambands Íslands skorar á Íslenska útgerðarmenn að bæta samskipti sín við sjómenn. Vantraust hefur farið vaxandi milli sjómanna og útgerðarmanna undanfarin misseri. Í sumum tilfellum er um algeran trúnaðarbrest að ræða. Skapa þarf nýtt traust milli aðila þannig að sjómenn og útgerðarmenn þessa lands geti talað saman á mannlegum nótum með það að leiðarljósi að báðir komi með reisn frá þeim samkiptum.

Innsigluðu gott samstarf

Góðir gestir frá Flugfélaginu Erni gerðu sér ferð til Húsavíkur fyrir helgina til að heilsa upp á starfsmenn á Húsavíkurflugvelli auk starfsmanna á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Afar gott samstarf hefur verið milli stéttarfélaganna og flugfélagsins um að efla flugsamgöngur um Húsavíkurflugvöll. Það ánægjulega er að það hefur skilað góðum árangri en búast má við að yfir 20 þúsund farþegar fari um Húsavíkurflugvöll á þessu ári, þar af um 4 þúsund á stéttarfélagsfargjöldum. Í máli þeirra Ásgeirs og Ævars frá Flugfélaginu Erni kom fram að þeir eru mjög ánægðir með samstarf flugfélagsins við aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna. Þeir komu því vel á framfæri í heimsókninni fyrir helgina. Hér eru þeir ásamt starfsmönnum stéttarfélaganna. Mikil áhugi er meðal samstarfsaðila að viðhalda góðu samstarfi áfram á komandi árum, flugfélaginu og félagsmönnum stéttarfélaganna til góða.

 

Skútustaðahreppur samþykkir keðjurábyrgð

Skútustaðahreppur hefur samþykkt keðjuábyrgð. Það var gert á fundi sveitarstjórnar í gær, 23. nóvember.

Skútustaðahreppur er þar með annað sveitarfélagið á starfssvæði Framsýnar sem samþykkir keðjuábyrgð eftir áskorun Framsýnar um slíkt fyrr í mánuðinum. Hér er um mikið framfaraspor að ræða.

Fundargerðina má lesa með því að smella hér. Bókunin er mál númer 5 í fundargerðinni.

Norðurþing samþykkir keðjuábyrgð

Á fundi sveitarstjórnar Norðurþings 22. nóvember síðastliðinn var samþykkt að sveitarfélagið samþykkti keðjuábyrgð. Fer sveitarfélagið að dæmi annarra sveitarfélaga sem hafa gert slíkt hið sama að undanförnu.

Mikil ánægja er hjá stéttarfélögunum með þessa ákvörðun. Skorum við jafnframt á önnur sveitarfélög á starfssvæðinu að fara að dæmi Norðurþings í þessum efnum.

Fundargerðina má lesa með því að smella hér. Bókunin er mál númer 20 í fundargerðinni.

Nýr kjarasamningur Sjómanna

Ný kjarasamningur á milli SFS og aðilarfélaga Sjómannasambands Íslands var undirritaður þann 14. nóvember. Hér fyrir neðan má nálgast nýja samninginn auk kynningarefnis.

Einnig er nýr samningur frá 18. nóvember milli Sjómannasambandsins og SFS frá 18. nóvember sem fellir út 12. greinina um slysa- og veikindabætur skipverja.

Hér er samningurinn á pdf formi.

Hér er samningurinn frá 18. nóvember.

Hér má nálgast kynningarefnið.

Kosning um kjarasamninginn er hafin. Hægt er að kjósa með því að smella á kjósa hér‟ á bleika borðanum hér efst á síðunni eða smella hér.

Nánar má lesa um málið á heimasíðu Sjómannasambandsins.

 

Jólagleði fyrir pólskumælandi fólk

Framsýn stendur fyrir jólagleði í samstarfi við pólverja á félagssvæðinu laugardaginn 3. desember 2016 í fundarsal stéttarfélaganna sem hefst kl. 15:00. Boðið verður upp á veislu, söng og þá kemur pólski jólasveinninn í heimsókn. Frekari upplýsingar gefur Paulina í síma 893-1375, hún sér einnig um skráningu þar sem allir sem ætla að vera með þurfa að skrá sig hjá henni. Verð á mann er kr. 500 og fyrir börn kr. 1000.

Dnia 3 grudnia 2016 r w sali zawiązków zawodowych FRamsyn odbędą się polskie Mikołajki. W programie przewidywane spotkanie ze świętym Mikołajem , upominki dla dzieci ,kawa i ciasto 🙂 wszystkich seredecznie zapraszamy . Wszystkich chętnych prosimy o kontakt z Paulina 893-1375.

Osoba dorosła 500 kr
Dziecko 1000 kr

Sameiginlegur fundur á Bakka

Vinnumálastofnun og Stéttarfélögin héldu sameiginlegan fund á Bakka í gærkvöldi.

Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunnar á Norðurlandi eystra sat fyrir svörum á fundinum sem rúmlega 30 starfsmenn á Bakka sóttu. Hún naut aðstoðar túlks en Agnieszka Szczodrowska sá um það af einstakri prýði.

dsc_0328 dsc_0326 dsc_0332

Vinna og vinnumarkaðurinn

Verkalýðsfélag Þórshafnar var með kennslu á hluta af námskeiði fyrir starfsmenn Loðnubræðslu Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn sem nú stendur yfir.

Sá hluti námskeiðsins sem Verkalýðsfélag Þórshafnar kenndi heitir Vinna og vinnumarkaður og þar er fjallað um atvinnulífið, starfsfólkið og launakerfin.

Þarna er lögð höfuðáhersla á að kynna hlutverk aðila vinnumarkaðsins og vinnulöggjöfina. Þá er námsmönnum kynnt réttindi og skyldur starfsfólks og farið ítarlega í framkvæmd kjarasamninga, sérstaklega varaðandi ráðningar, kauptryggingu, launamál, frítökurétt, veikinda- og orlofsrétt og lífeyrismál.

Námskeið sem þessi eru launafólki mikilvægt til að fara vandlega yfir þau réttindi og þær skyldur sem það ber á vinnumarkaði og miðar að því að gera viðkomandi betur í stakk búinn að afla sér upplýsinga um launakerfi og kjaramál.

Námskeið sem þessi eru því mikilvægur þáttur verkalýðsfélaganna til að styrkja fólk á vinnumarkaði.

Skrifað undir kjarasamning sjómanna

Klukkan 01:20 í nótt var skrifað undir nýjan kjarasamning milli Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) annars vegar og hins vegar Sjómannasambands Íslands (SSÍ). Lesa má kjarasamninginn hér.

Þar með hefur verkfalli verið frestað frá 20:00 þann 15. nóvember til 20:00 þann 14. desember.

 

Góður gangur í Akurseli

Starfsmaður stéttarfélaganna tók hús á gulrótarframleiðandanum í Akurseli á dögunum. Þar á bæ bar fólk sig vel eftir ágætis uppskeru sumarsins. Allir upptöku var lokið en reiknað var með því að pökkun muni vara í fáeinar vikur í viðbót, en eftir það verður lítil starfsemi hjá fyrirtækinu þangað til undirbúningu sáningar hefst í vor.img_0984 img_0982 img_0985

Iðandi líf á árlegum jólamarkaði á Þórshöfn

Að venju varð iðandi líf á árlegum jólamarkaði á Þórshöfn í dag. Jólamarkaðurinn er orðinn árviss viðburður og ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum á svæðinu.
Fjöldi söluaðila leggja land undir fót og koma taka þátt í markaðinum en svo láta heimamenn heldur ekki sitt eftir liggja og eru virkir þátttakendur með ýmsan varning til sölu
Á jólamarkaðnum er sett upp myndarlegt kaffihús á vegum foreldrafélag Grunnskólans á Þórshöfn, þannig að þeir sem koma á markaðinn geta rölt um og síðan sest niður og gætt sér á dýrindis bakkelsi.
Í ár er tíðin góð og voru margir úr nágrannabyggðarlögum sem komu og nutu dagsins með staðarbúum sem er ánægjulegt
Þessi markaður er samvinna margra einstaklinga og félagasamtaka og eiga skipuleggjendur markaðsins heiður skilið fyrir að halda vel utan um skipulagningu og framkvæmd.

Tæknin nýtt

Mikil umferð er á verktökum hér á svæðinu um þessar mundir, innlendum sem erlendum. Starfsmenn Framsýnar hafa það fyrir reglu að reyna að hitta alla nýja verktaka á svæðinu, skömmu eftir að þeir hefja störf eða áður. Það er ekki alltaf sem sá kostur er fyrir hendi að hittast í eigin persónu, sérstaklega þegar um erlenda aðila er að ræða.

Sú var staðan í gær og brugðið var á það ráð að nýta sér fjarfundatækni til fundarins og átti fundurinn sér þá stað hér á Húsavík sem og í Póllandi. Þetta ferli gekk vel þó langt væri á milli fundarfólks.20161110_155115 20161110_154405

Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins krefjast jafnræðis gagnvart veiku fólki

Stéttarfélögum út um allt land, þar á meðal Framsýn, hefur borist beiðni frá Landspítalanum um að nýta orlofsíbúðir félaganna þegar þörf er á að kyrrsetja þungaðar konur/foreldra utan af landi í Reykjavík vegna veikinda. Stéttarfélög hafa byggt upp orlofsíbúðir af miklum metnaði síðustu áratugi fyrir félagsfólk sitt til að auka lífsgæði þeirra og gera fólki kleift að ferðast um landið. Eftir því sem heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni hrakar og fólk þarf í auknum mæli að leita sér lækninga til höfuðborgarsvæðisins hafa þessar íbúðir verið nýttar fyrir veikt fólk og þungaðar konur. Stéttarfélögin standa við bakið á sínum félagsmönnum en það er algerlega ófært að treyst sé á að stéttarfélögin bæti fyrir versnandi heilbrigðisþjónustu fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins. Það kemur til viðbótar því vinnutapi sem sífellt lengri vegalengdir og fjarvistir vegna læknisaðstoðar kalla á. Hið opinbera á að sinna skyldum við fólk alls staðar af landinu og ekki treysta á sjóði sem félagsmenn stéttarfélaga hafa byggt upp í áratugi. Það er skýr krafa aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins að hið opinbera tryggi jafnræði á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis og sinni skyldum sínum gagnvart veiku fólki og þunguðum konum sem ekki geta lengur sótt þjónustu í heimabyggð.

Sjómenn innan Framsýnar í verkfall

Í gærkvöldi kl. 21:20 slitnaði upp úr kjaraviðræðunum milli Sjómannasambands Íslands (SSÍ) og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Verkfall hjá sjómönnum hófst því kl. 23:00 í gærkvöldi.

Ástæða viðræðuslitanna er fyrst og fremst deila um mönnunarmálin, en samkvæmt kjarasamningi eiga að vera 15 menn á uppsjávarveiðiskipunum og togurunum. Á uppsjávarflotanum hafa útgerðirnar fækkað úr 15 mönnum niður í 8 sem fulltrúar sjómanna telja að sé undirmönnun á þessum skipum. SFS hafnaði kröfu sjómanna um að setja mörk á fækkun skipverja á uppsjávarveiðiskipunum. Á sumum togurum er farið að fækka í 13 menn og höfnuðu útgerðarmenn einnig kröfu sjómanna um að manna togarana eðlilega.

Sátt hafði náðst um fiskverðsmálið og nýsmíðaálagið, sem voru stóru málin ásamt mönnunarmálinu og einnig nokkur önnur smærri mál. Þar sem slitnað hefur upp úr viðræðunum verður ekki boðað til sáttafundar fyrr en eftir um viku tíma. Ljóst er því að félögin þurfa að vera á verkfallsvaktinni næstu daga. Um 30 sjómenn innan Sjómannadeildar Framsýnar eru á leiðinni í verkfall. Rétt er að taka fram að verkfallið nær ekki til sjómanna á smábátum sem fara eftir kjarasamningi Sjómannasambandsins og Landssambands smábátaeigenda.


thorsofn0215-018

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjómenn innan Framsýnar á stærri bátum eru komnir í verkfall sem hófst í gærkvöldi.

Stefnir í verkfall hjá sjómönnum í kvöld

Úrslita­tilraun verður gerð eft­ir há­degið í dag til að ná samn­ing­um á milli sjó­manna og út­vegs­manna. Ef ekki tekst að semja í dag kem­ur til boðaðs verk­falls sjó­manna á fiski­skipa­flot­an­um klukk­an 23 í kvöld.

Samn­inga­nefnd­irn­ar hafa að und­an­förnu unnið að sam­komu­lagi um fisk­verðsákv­arðanir. Í gær voru komn­ar upp hug­mynd­ir sem ágæt­is sam­komu­lag virðist vera um.

Í gær var hálfs ann­ars klukku­tíma fund­ur samn­inga­nefnd­anna hjá Rík­is­sátta­semj­ara. Hon­um lauk án niður­stöðu. Samn­inga­nefnd­irn­ar funduðu áfram, í hvor í sínu lagi, fram eft­ir kvöldi. Nýr fund­ur hef­ur verið boðaður hjá Rík­is­sátta­semj­ara klukk­an 13.30 í dag.

ahofn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjómenn innan Framsýnar fara í verkfall í kvöld takist ekki að semja í dag. Verkfallið hefst kl. 23:00. (Þorgeir Baldursson tók myndirnar sem eru meðfylgjandi þessari frétt)

Kauptaxtar á ensku og pólsku

Búið er að þýða kauptaxta samnings Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins yfir á ensku og pólsku. Þetta er mjög gott framtak sem mun nýtast vel eins og staðan er á Íslandi í dag, ekki síst hér á Þingeyjarsýslusvæðinu. Skoða má kauptaxtana með því að velja Framsýn stikunni hér efst á síðunni og velja svo Kauptaxta. Einnig má smella hér.

Kynningarfundur fyrir starfsmenn HSN

Framsýn stendur fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn sem starfa hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík um nýgerðan stofnanasamning félagsins við HSN þriðjudaginn 15. nóvember kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Samningurinn tekur gildi 1. janúar 2017.
Framsýn, stéttarfélag

Starfsmenn G&M yfirgefa landið: „I was with you today, thank you for what you are doing. You’re gorgeous.“

Undirverktakinn G&M sem verið hefur með verkefni á Þeistareykjum og við Laxárvikrjun á vegum verktakans LNS Saga hefur nú pakkað saman og yfirgefið landið með starfsmenn sína. Síðustu starfsmennirnir fóru frá landinu síðasta föstudag. Frá því að fyrirtækið hóf störf á Þeistareykjum vorið 2015 hafa verið allt að 60 starfsmenn við störf á vegum fyrirtækisins á félagssvæði Framsýnar.
Frá upphafi hefur Framsýn þurft að hafa afskipti af fyrirtækinu þar sem það hefur ekki séð ástæðu til að virða þær reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Það er þrátt fyrir að Framsýn hafi gengið frá samkomulagi við fyrirtækið haustið 2015 um vinnufyrirkomulag og kjör starfsmanna. Blekkið var varla þornað á samkomulaginu þegar fyrirtækið hófst handa við að brjóta samkomulagið. Það eru ófáir fundirnir sem forsvarsmenn Framsýnar hafa átt með starfsmönnum fyrirtækisins svo ekki sé talað um alla netpóstana sem farið hafa milli aðila vegna þessara samskipta. Í sumar krafðist Framsýn þess að fyrirtækið greiddi starfsmönnum vangoldin laun upp á um 14 milljónir. Um er að ræða leiðréttingu á launum. Jafnframt var þess óskað að aðalverktakinn LNS Saga greiddi launin beint inn á reikning starfsmanna, það er héldi eftir uppgjöri til undirverktakans G&M þannig að leiðréttingin skilaði sér örugglega til starfsmanna.
Á þetta var fallist og leiðréttingin greidd beint inn á reikninga starfsmanna. Eftir stendur krafa Framsýnar um að fyrirtækið greiði starfsmönnum 3 milljónir til viðbótar vegna vangoldinna launa sem tengjast starfsemi fyrirtækisins áður en þeir skráðu sig með útibú á Íslandi í maí 2016. Til viðbótar hefur fyrirtækið ekki staðið við að greiða kjarasamningsbundinn gjöld af starfsmönnum til Framsýnar. Sú upphæð liggur ekki fyrir en verið er að skoða hver hún er. Í því sambandi hefur verið kallað eftir upplýsingum frá G&M í dag.
Starfsmenn G&M voru í sambandi við Framsýn fyrir helgina áður en þeir yfirgáfu landið. Óvissa var um hvernig þeir kæmust suður til Keflavíkur í flug til Póllands. Það mál leystist farsællega og komust þeir suður í tæka tíð. Málinu er hins vegar engan veginn lokið þar sem stjórnendur G&M hafa hótað því að draga af starfsmönnum launaleiðréttinguna sem Framsýn náði fram með samkomulagi við fyrirtækið þar sem þeir kannast ekki við að hafa samþykkt leiðina sem var farinn í gegnum LNS Saga.
Væntanlega verður ekki auðvelt að eiga við fyrirtækið eftir að það hefur yfirgefið landið og hætt starfsemi á Íslandi. Hins vegar verður allt gert til að tryggja starfsmönnum rétt kjör. Framsýn hefur kallað eftir lögum um keðjuábyrgð fyrirtækja og mun berjast fyrir því að slík lög nái fram að ganga á Alþingi.
Eins og þessi frétt ber með sér hefur gífurlegur tími farið í þetta erfiða mál. Það hefur hjálpað mikið til að verkkaupinn Landsvirkjun og aðalverktakinn LNS Saga hafa lagt sitt að mörgum til að liðka fyrir lausn málsins og fyrir það ber að þakka. Framsýn hefur borist miklar og góðar þakkir frá starfsmönnum G&M fyrir baráttu félagsins að tryggja starfsmönnum launakjör samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Framganga Framsýnar hefur spurst út þar sem starfsmenn G&M á höfuðborgarsvæðinu og sem starfa við verkefni á vegum fyrirtækisins í Noregi hafa kallað eftir aðstoð frá félaginu.
Þegar framkvæmdir hófust á „Stór Húsavíkursvæðinu“ vegna uppbyggingu PCC á Bakka gaf Framsýn það út að allt yrði gert til að vinna gegn undirboðum og kjarasamningsbrotum. Við það hefur félagið staðið og mun gera áfram. Nú þegar hafa tvö fyrirtæki yfirgefið svæðið sem rekja má að hluta til afskipta félagsins að þeirra starfsemi þar sem þau hafa ekki virt kjarasamninga.

gm0816-011

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikið og gott samband hefur myndast milli erlendra starfsmanna sem tengjast uppbyggingunni á Bakka og forsvarsmanna Framsýnar/Þingiðnar. Hér má sjá póst frá starfsmanni G&M síðasta föstudag eftir að félögin komu að því að aðstoða starfsmenn fyrirtækisins að komast til Keflavíkur í veg fyrir flug til Póllands. „I was with you today, thank you for what you are doing. You’re gorgeous.“