Frá Þórshöfn

Hollvinasamtök Grunnskólans á Þórshöfn stóðu fyrir söfnun í septemberbyrjun til að fjármagna kaup á námstengdum spilum og öðru afþreyingarefni fyrir nemendur skólans. Í sumar þurfti að henda öllu slíku efni vegna myglusvepps sem upp kom í húsnæðinu. Samfélagið brást mjög vel við og söfnuðust 390 þúsund krónur frá fyrirtækjum og einstaklingum, ásamt nokkrum nytsamlegum gjöfum sem allt mun koma að góðum notum fyrir nemendur skólans. Hollvinasamtökin þakka fyrir góðar kveðjur og framlög frá einstaklingum. Einnig fá eftirtalin fyrirtæki sérstakar þakkir fyrir veittan stuðning: Dawid smidur ehf, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Bílaleiga Akureyrar, Gistiheimilið Lyngholt, Geir ÞH 150, Landsbankinn hf, Samkaup Strax, Þekkingarnet Þingeyinga, Vanda ehf, Berg Íslensk hönnun og Snyrtistofa Valgerðar. Börnin í yngstu bekkjunum tóku á móti fulltrúum Hollvina, þau voru heldur fín og segja TAKK KÆRLEGA FYRIR OKKUR.

022 027

Nýr stofnanasamningur í burðarliðnum

Stéttarfélögin á Norðurlandi hafa undanfarnar vikur unnið að því að samræma gildandi stofnanasamninga við heilbrigðisstofnanir á svæðinu, það er frá Húsavík að Blönduósi. Ástæðan er að búið er að sameina þessar stofnanir undir Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Viðræður hafa gengið vel og vonandi tekst að ganga frá nýjum sameiginlegum stofnanasamningi á næstu vikum. Fyrir hönd Framsýnar og starfsmanna hjá HSN á Húsavík hefur formaður félagsins, Aðalsteinn Árni og trúnaðarmaður starfsmanna, Unnur Kjartansdóttir tekið þátt í samningaviðræðunum.

Fundað með öryggisvörðum

Framsýn, stéttarfélag boðar hér með til fundar með starfsmönnum Öryggismiðstöðvar Íslands mánudaginn 26. september kl. 15:00 í starfsmannaaðstöðu starfsmanna á Bakka. Tilgangur fundarins er að fara yfir kjaramál er tengjast þeirra störfum.

Fjórða þing ÁSÍ-UNG

Föstudaginn 23. september verður haldið fjórða þing ASÍ-UNG en þingið sækja þeir sem eru 35 ára og yngri og eru í aðildarfélögum ASÍ. Þingið verður haldið í Rafiðnaðarskólanum, Stórhöfða 27.

Á þinginu verður farið yfir stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði sem og samtvinningu vinnu og fjölskyldulífs. Einnig ætlar hópurinn að rýna í stöðu ungs fólks innan hreyfingarinnar og hvernig virkja má hóp 35 ára og yngri betur.

Aðalbjörn Jóhannsson verður fulltrúi Framsýnar á þinginu.

Góðar kveðjur frá Póllandi

Í apríl slasaðist pólskur starfsmaður á Þeistareykjum illa. Hann hefur verið frá vinnu síðan þá þangað til fyrir skömmu síðan þegar hann snéri aftur til Þeistareykja.

Starfsmenn stéttarfélaganna hafa aðstoðað hann á meðan veikindunum stóð, meðal annars við að sækja þær bætur og réttindi sem honum ber að hafa samkvæmt lögum og kjarasamning.

Það voru fagnaðarfundir þegar formaður Framsýnar hitti hann á vinnustaðafundi á dögunum. Hann þakkaði fyrir góða þjónustu og var greinilega hinn kátasti með þá þjónustu sem hann fékk af hendi stéttarfélagsins síns.

Auk þess vildi hann koma áleiðis kærum þökkum til starfsfólks Heilbrigðisstofnunnar Norðurlands á Húsavík. Hann sagðist hafa fengið framúrskarandi faglega og góða þjónustu.

Þetta er dæmi um hversu mikilvægt það er að vera vel á verði þegar eitthvað kemur upp á í aðstæðum sem þessum.

Yabimo starfsmenn fengu Tertu

Föstudaginn 16. september fóru starfsmenn stéttarfélaganna á Þeistareyki og hittu þar fyrir starfsmenn Yabimo á stuttum en ánægjulegum fundi. Starfsmönnunum var færð terta og kunnu þeir það mjög vel að meta.

Eftir að starfsmennirnir fengu tertuna svöruðu fulltrúar Framsýnar fyrirspurnum frá stafsmönnum.

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru við þetta tilefni.

7 6 5 4 2 1

Rafræn atkvæðagreiðsla um ótímabundið verkfall sjómanna

Boðið er upp á rafræna kosningu um ótímabundið verkfall sjómanna. Kosningin er sett upp á þann hátt að hver kjósandi getur kosið jafn oft og hann vill, en síðasta atkvæðið mun gilda. Tryggt er að alger kosningaleynd er fyrir hendi. Til að kjósa skal smella hér.

Einnig er hægt að smella á Kjósið hér, efst á síðunni. Sá tengill mun verða hér efst á síðunni á meðan kosningu stendur. Sjá myndina hér að neðan:kosning-sjomanna

SSÍ mun senda bréf til kjósenda sem inniheldur leyniorð sem notað verður til að taka þátt. Einnig er möguleiki fyrir kjósendur að notast við auðkenningarþjónustu Þjóðskrár Íslands, Innskraning.island.is (Íslykill og rafræn skilríki). Með þessu móti er hægt að kjósa strax á mánudag þegar opnað er fyrir kosningu, jafnvel þó bréfið sem inniheldur lykilorðið frá SSÍ hafi þá ekki borist.

 

Framsýn fagnar samþykkt Landsvirkjunar um keðjuábyrgð

Framsýn, stéttarfélag hefur samþykkt að senda frá sér svohljóðandi ályktun um ákvörðun Landsvirkjunar um að setja sér reglur um keðjuábyrgð sem ber að fagna sérstaklega.

Ályktun

Um samþykkt stjórnar Landsvirkjunar um keðjuábyrgð verktaka

„Framsýn, stéttarfélag fagnar sérstaklega ákvörðun Landsvirkjunar um að setja sér reglur um keðjuábyrgð. Reglunum er ætlað að tryggja að allir sem vinna fyrir Landsvirkjun á óbeinan hátt, hjá verktökum, undirverktökum eða starfsmannaleigum, njóti réttinda og kjara í samræmi við lög og kjarasamninga.

Framsýn hefur lengi kallað eftir reglum sem þessum, það er að Alþingi setji lög um keðjuábyrgð verktaka, þar sem núverandi staða mála er gjörsamlega óþolandi og kallar auk þess á undirboð.

Það að Landsvirkjun skuli stiga fram og marka sér stefnu í þessu mikilvæga máli er gott fordæmi fyrir aðra verkkaupa, ekki síst ríkið og sveitarfélög.

Framsýn skorar hér með á verkkaupa að fylgja fordæmi Landsvirkjunar um leið og félagið krefst þess að Alþingi standi í lappirnar og taki á þessum málum með því að setja lög um keðjuábyrgð verktaka.“

 

Informacja dla pracownikow!

W poniedzialek, 19 wrzesnia przedstawiciele Zwiazkow Zawodowych Framsýn beda odpowiadac na Wasze pytania bedac do Waszej dyspozycji miedzy godzina 19:30 a godzina 21:00. Miejscem spotkania bedzie stolowka, serdecznie zapraszamy.

Zwiazki Zawodowe Framsýn

Kjarasamningar á prentformi

Allir helstu kjarasamningar Framsýnar eru nú tilbúnir á prentuðu formi. Þeir samningar sem eru komnir úr prentun eru heildarkjarasamningur Framsýnar og SA, samningur Framsýnar við Bændasamtök Íslands, samningur Framsýnar við Landssambands smábátaeigenda og nú síðast kom samningur Framsýnar við ríkið úr prentun. Nú vantar aðeins prentútgáfu af samningnum við Samband íslenskra sveitarfélaga, hann er væntanlegur fljótlega

Félagsmenn geta nálgast samningana á Skrifstofu stéttarfélaganna. Samningarnir eru einnig til á heimasíðu stéttarfélaganna á rafrænu formi.

Landsvirkjun tekur upp keðjuábyrgð

Landsvirkjun hefur tekið upp keðjuábyrð. Þessu reglum er ætlað að tryggja að allir starfsmenn sem starfa fyrir Landsvirkjun óbeint, hvort sem það eru undirverktaka, starfsmenn starfsmannaleiga eða aðrir, fái kjör og réttindi í samræmi við lög og kjarasamninga.

Þetta tilkynnti fyrirtækið í gær.

Starfsmenn Framsýnar áttu fund í gær með Einari Erlingssyni, staðarverkfræðing Landsvirkjunar á Þeistareykjum. Aðalsteinn Á. Baldursson notaði tækifærið og lýsti yfir mikilli ánægju með þessar nýju reglur og bað Einar fyrir góðar kveðjur í höfuðstöðvar Landsvirkjunar.

Væntingar standa til að fleiri stórir verkkaupar muni fylgja fordæmi Landsvirkjunar í kjölfarið. Nánar má lesa um þessar nýju reglur Landsvirkjunar hér.

Samstarfssamningur undirritaður

Framsýn, stéttarfélag og Verkalýðsfélag Þórshafnar hafa endurnýjað samstarfssamning félaganna. Samningurinn er ólíkur þeim fyrri. Sá samningur fól í sér að Verkalýðsfélag Þórshafnar greiddi ákveðna upphæð á mánuði til Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík gegn ákveðinni þjónustu við félagið og félagsmenn. Nú færist sú þjónusta til Verkalýðsfélags Þórshafnar og falla því niður fastar greiðslur til skrifstofunnar á Húsavík. Komi til þess að Verkalýðsfélag Þórshafnar þurfi á þjónustu að halda mun félagið greiða sérstakt gjald fyrir þá þjónustu til Skrifstofu stéttarfélaganna. Við það er miðað að félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar leiti fyrst til skrifstofu félagsins á Þórshöfn sem síðan ákveður hvort þörf sé á aðkomu Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík að málinu.
Samkvæmt samkomulaginu ætla félögin einnig að vinna sameiginlega að málefnum félagsmanna, atvinnulífs og byggðarlagsins í heild sinni með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. Þá ætla félögin að vinna sameiginlega að orlofsmálum félagsmanna, vinnustaðaeftirliti og upplýsingamálum í gegnum fréttabréf og heimasíðu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.

Verðlag á landsbyggðinni

Regulega berast vísbendingar um að íbúar landsbyggðarinnar sitji ekki við sama borð og þeir sem á höfuðborgarsvæðinu búa þegar kemur að verðlagi hjá ýmsum verslunum og verslunarkeðjum sem starfa á landsvísu. Til dæmis var auglýst vara á 177.000 krónur af einni af stærri verslunarkeðjum landsins á dögunum sem reyndist eiga að kosta 195.000 krónur í verslun keðjunnar á Húsavík.

Jafnvel veru vísbendingar um að mismunandi verð sé að finna innan sömu sýslu. Til dæmis tók glöggur neitandi eftir því á dögunum að bensín og díselolía voru á mismunandi verðum á Húsavík og Reykjahlíð.

20160907_203834

Vöfflukaffi á fyrsta fundi stjórnar og trúnaðarráðs

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kom saman til fundar í gær til að undirbúa vetrarstarfið. Boðið var upp á vöfflur og kaffi á fundinum sem fór vel fram að venju enda mikil samstaða innan félagsins. Umræður urðu m.a. um framkvæmdirnar á svæðinu, vetrarstarfið, vinnustaðaeftirlit, húsnæðisskort á Húsavík, hugsanlegar verkfallsaðgerðir sjómanna og fund stjórnar með forseta ASÍ síðar í þessum mánuði. Gengið var frá kjöri á fulltrúum á þing ASÍ sem haldið verður í Reykjavík í lok október og á fund Alþýðusambands Norðurlands sem haldinn verður á Illugastöðum í byrjun október.

img_0645

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessir tveir menn eru ekki skoðanalausir menn enda annar ættaður úr Bárðardal og hinn úr Fnjóskadal. Þetta eru gæða piltarnir, Torfi Aðalsteins og Valgeir Páll Guðmundsson.

img_0647

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Trúnaðarráð Framsýnar er vel skipað hörku fólki sem kemur víða að. Hér má sjá Guðnýju úr Reykjadal, Ragnhildi úr Kelduhverfi og Þórdísi sem kemur úr þeim fagra dal, Aðaldal.

img_0644

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðalsteinn J. Halldórsson starfsmaður stéttarfélaganna var gestur fundarins og fór yfir vinnustaðaeftirlitið á félagsvæðinu sem almennt hefur gengið mjög vel. Um 30 félagsmenn sitja í trúnaðarráði Framsýnar.

Nýr verktaki væntanlegur á Bakka

Nýr verktaki er væntanlegur á Bakka á næstu dögum. Hann heitir Beck & Pollitzer og er í grunninn breskt fyrirtæki. Mörg útibú eru þó starfandi á heimsvísu og mun það nýjasta opna hér á Íslandi innan fárra daga. Starfsmennirnir sem hér verða munu flestir koma frá Póllandi ásamt nokkrum öðrum frá öðrum ríkjum í Austur-Evrópu.

Fulltrúar Framsýnar áttu ágætan fund með þremur starfsmönnum fyrirtækisins í morgun. Eins og áður hefur komið fram á þessari síðu leggur Framsýn mikið upp úr góðu sambandi við verktaka á svæðinu, þar sem línurnar eru lagðar varðandi íslensk kjör og aðrar reglur sem gilda hér um vinnumarkaðinn.

Beck & Pollitzter munu verða áberandi hér á svæðinu næstu misserin en um 200 manns verða hér á þeirra vegum þegar mest verður.

Sjómenn innan Framsýnar athugið

Framsýn hefur ákveðið að viðhafa rafræna atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal sjómanna á fiskiskipum innan Sjómannadeildar Framsýnar, það er undirmanna og vélstjóra á bátum fyrir ofan 15 brútto tonn. Á næstu dögum munu kjörgengir sjómenn fá frekari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna í pósti. Þeir sem telja sig hafa rétt til að kjósa en fá ekki kjörgögn í hendur í næstu viku eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Rétt er að taka fram að samningurinn nær ekki til sjómanna á smábátum.

Húsavík 13. september 2016
Sjómannadeild Framsýnar

Athugasemdir gerðar við starfsemi nokkurra fyrirtækja sem gera út á hestaferðir

Í sumar hafa stéttarfélögin orðið að hafa afskipti af fyrirtækjum í ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum sem gera út á hestaferðir um landið. Því miður gengur sumum þessara aðila mjög illa að virða kjarasamninga og lög sem gilda um slíka starfsemi. Stéttarfélögin hafa unnið að þessum málum með opinberum stjórnvaldsstofnunum s.s. Ríkisskattstjóra, lögreglunni, Vinnueftirlitinu og Vinnumálastofnun.   Þess ber að geta að sum fyrirtæki sem gera út á hestaferðir eru með sína starfsemi í góðu lagi meðan önnur fyrirtæki velja að fara aðrar leiðir sem ekki eru boðlegar og kalla á aðgerðir af hálfu stéttarfélaga og opinberra stofnanna.

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Sláturtíð er hafin hjá Norðlenska

Þann 1. september hófst sláturtíð hjá Norðlenska á Húsavík. Um 190 manns koma að sláturtíðinni hér á Húsavík með einum eða öðrum hætti. Margir eru tímabundnu starfsmennirnir erlendir en alls má finna 15 þjóðerni á meðal starfandi fólks á staðnum.

Að sögn Sigmundar Hreiðarssonar fer sláturtíðin ágætlega af stað. Vel gekk að manna sláturtíðina en það getur verið töluvert púsluspil. Það kemur sér vel í því samhengi að nokkuð stór kjarni starfsmannanna koma á hverju ári og sú er raunin í ár.

Sigmundur segir að meðalvigt sé í rúmu meðallagi það sem af er, en minnir á að einungis fáir dagar séu búnir og erfitt að fullyrða neitt um framhaldið í þeim efnum.

a-netid-2Hér má sjá einn ástsælasta innleggjanda Norðlenska, Gunnar Rúnar Pétursson frá Vogum í Mývatnssveit ásamt Halldóri Sigurðssyni, réttarstjóra.a-netid-3Kristján Gíslason sér um viðhald í sláturhúsi Norðlenska og því mikið að gera hjá honum þessa dagana.

Hressandi fundur með Yabimo

Pólska verktakafyrirtækið Yabimo starfar á Þeistareykjum og við Húsavík um þessar mundir. Verkþáttur fyrirtækisins pípulögnin frá virkjunarsvæðinu og á iðnaðarlóðina. Starfsmenn Framsýnar ásamt túlk áttu ánægjulegan fund með starfsmönnum fyrirtækisins á Þeistareykjum á dögunum. Yabimo-menn sýndu sínum málum áhuga og virtust ánægðir með þetta framtak.

a-netid-7 a-netid-5 a-netid-4

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar fundar

Fundur verður í stjórn og trúnaðarráði Framsýnar mánudaginn 12. september kl. 20:00 í fundarsal félagsins að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Að venju eru mörg mál á dagskrá fundarins.

Dagskrá:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Inntaka nýrra félaga
3. Kynning á stjórnar- og trúnaðarráðsmönnum
4. Vetrarstarf félagsins
5. Framkvæmdir á svæðinu
a. Samskipti við verktaka
b. Samskipti við starfsmenn
6. Vinnustaðaeftirlit í ferðaþjónustu
7. Húsnæðismál
8. Fundur AN í haust
9. Fundur með forseta ASÍ
10. Kjör fulltrúa á ASÍ þingið
11. Samstafssamningur við VÞ
12. Ársreikningar félagsins 2015
13. Önnur mál