Nemendur FSH í kynningu

Nokkrir nemendur úr Framhaldsskólanum á Húsavík komu í heimsókn í gær á Skrifstofu stéttarfélaganna til að fræðast um starfsemi félaganna og almennt um atvinnulífið. Gestirnir fengu kynningu auk þess sem þeir voru duglegir að bera fram spurningar um atvinnulífið enda voru þau að vinna verkefni tengdu heimsókninni. Sjá myndir: Read more „Nemendur FSH í kynningu“

Fundað á Þeistareykjum

Framsýn boðaði til fundar með starfsmönnum G&M á Þeistareykjum í vikunni. Pólska fyrirtækið hefur síðustu mánuði unnið að því að byggja upp stöðvarhúsið á Þeistareykjum. Hlé verður gert á uppbyggingunni um áramótin en síðan verður verkinu haldið áfram á nýju ári. Tæplega 80 pólskir starfsmenn hafa komið að verkinu fram að þessu. Á fundinum í gær var gengið frá kjöri á trúnaðarmanni, kosningu hlaut Lukas Lenarczyk. Read more „Fundað á Þeistareykjum“

Löglegt en pirrandi

Nærri 100 útlendingar eru um þessar mundir að störfum hjá ýmsum aðilum í Þingeyjarsýslum, sem launþegar hjá fyrirtækjum sem eru undirverktakar til dæmis við mannvirkjagerð á svæðinu. Mikið er umleikis nyrðra um þessar mundir, svo sem við virkjun á Þeistareykjum og þá eru framkvæmdir við byggingu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík komnar vel af stað. Read more „Löglegt en pirrandi“

Skrifað undir við sveitarfélögin

Samkvæmt heimildum Heimasíðu stéttarfélaganna skrifuðu Starfsgreinasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga undir kjarasamning í kvöld. Ekki hefur náðst í formann Framsýnar sem tók þátt í viðræðunum til að fá þessa frétt staðfesta. Nánar verður fjallað um málið hér á síðunni á morgun. Kjarasamningurinn fer síðan í atkvæðagreiðslu eftir helgina. Read more „Skrifað undir við sveitarfélögin“

Aukið samstarf ASÍ og Vinnueftirlitsins

Vinnueftirlitið boðaði til fundar í dag með fulltrúum frá aðildarsamböndum Alþýðusambands Íslands. Tilefnið var að kynna fyrir sambandinu eftirlit, samstarf og upplýsingamiðlun milli ASÍ og VER með starfsaðstæðum erlends starfsfólks. Fundurinn var málefnalegur og fram kom sameiginlegur vilji aðila til að vinna saman að þessum mikilvægu málum. Read more „Aukið samstarf ASÍ og Vinnueftirlitsins“