Uppgangur hjá Rein

Starfsmaður stéttarfélaganna var á ferðinni á Húsavík á dögunum og heimsótti Trésmiðjuna Rein, en eins og flestir vita er það eitt rótgrónasta fyrirtæki svæðisins.
Mikið er um að vera hjá fyrirtækinu um þessar mundir. Fljótlega verður tekin í gagnið skemma sem byggð var á seinni hluta ársins 2016. Þar verður áhersla lögð á einingaframleiðslu en framleiðsla á þeim er í fullum gangi nú þegar. 25 starfsmenn eru að störfum hjá fyrirtækinu og útlit fyrir að þeim fjölgi á næstu dögum.
Verkefnin eru af margvíslegum toga en um þessar mundir eru nýsmíðaverkefni fyrir ferðaþjónustuaðila áberandi. Um er að ræða hús sem notuð verða sumarið 2017. Það er mikill akkur fyrir fyrirtækið að geta forunnið verkefni sem þessi innandyra, nú á þeim tíma árs þegar hefð er fyrir verkefnaskorti meðal iðnaðarmanna vegna veðurs og myrkurs.
Hér að neðan eru nokkrar myndir frá þessari ánægjulegu heimsókn.

88Meðlimir Þingiðnar voru margir á svæðinu í gær.
77Hér er í smiðum hús sem notað verður í ferðaþjónustu á komandi sumri.
66Líkast til ekki fyrsta skipti sem þessi sagar DOKA bita.
55Hápunktur heimsóknarinnar var að sjá þennan glæsilega hlaupakött sem er í nýju skemmunni. Þetta er klárlega með glæsilegri vélbúnaði á svæðinu um þessar mundir.
44330011Höfundur ásamt Ragnari Hermannssyni hjá Trésmiðjunni Rein.

Deila á