Aðalfundur sjómannadeildar Verkalýðsfélags Þórshafnar

Aðalfundur sjómannadeildar Verkalýðsfélags Þórshafnar var haldinn þann 27.janúar 2017. Góðar umræður voru á fundinum og voru samningar sjómanna helsta umræðuefnið enda mál málanna meðal sjómanna í dag.

Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur sjómannadeildar Verkalýðsfélags Þórshafnar skorar á SFS að sýna þá ábyrgð að ganga að kröfum sjómanna og semja nú þegar“

Þá var einnig kosið í stjórn félagsins en hana skipa Einar Örn Einarsson formaður, Árni Bragi Njálsson varaformaður og Jóhann Ægir Halldórsson ritari. Varamenn eru Óli Ægir Steinsson og Jón Arnar Beck.

Deila á