Átak til atvinnusköpunar

Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun iðnaðarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja.  Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins.

Markmið verkefnisins er að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta og að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla og sprotafyrirtækjum.

Read more „Átak til atvinnusköpunar“

Kótelettufélagið lýsir yfir fullum stuðningi við sauðfjárbændur

Á fundi í Kótelettufélagi Íslands haldin 18.júlí 2011 sendir félagið frá sér svohljóðandi álykt!

Félagsmönnum rennur til rifja sá nánasarháttur er kemur fram í viðtali við forseta ASÍ Gylfa Arnbjörnsson, vegna hækkunar á viðmiðunar verði til  sauðfjárbænda fyrir dilkakjöt. Þessi vanhugsuðu ummæli hryggja félagsmenn mjög. Forsetinn virðist gleyma því algjörlega, að um innlenda framleiðslu er að ræða og íslenskt vinnuafl. Read more „Kótelettufélagið lýsir yfir fullum stuðningi við sauðfjárbændur“

Snæbjörn tekur við nýju starfi hjá Norðurþingi

Snæbjörn Sigurðarson sem starfað hefur í nokkur ár hjá Skrifstofu stéttarfélaganna hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu Norðurþingi í tengslum við uppbyggingu á orkufrekum iðnaði í héraði. Hann mun því láta af störfum hjá stéttarfélögunum í haust.

Spurningar til formanns SGS frá félagsmönnum

Heimasíðu stéttarfélaganna hefur borist erindi frá nokkrum félagsmönnum Einingar-iðju, Eflingar, Drífanda, Bárunnar, Framsýnar og Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Beðið er um að eftirfarandi bréf til formanns Starfsgreinasambands Íslands er varðar spurningar um vinnubrögð og afgreiðslu á starfslokasamningi sem gerður var við framkvæmdastjóra sambandsins verði birt. Read more „Spurningar til formanns SGS frá félagsmönnum“

Hvert stefnir SGS?

Á stjórnar og trúnaðarmannaráðsfundinum í gær hjá Framsýn voru málefni Starfsgreinasambands Íslands m.a. til umræðu. Tekið var fyrir erindi frá  Starfsháttanefnd Starfsgreinasambandsins. Þar eru aðildarfélög sambandsins beðin um að gera grein fyrir hugmyndum þeirra um framtíð og skipulag SGS. Read more „Hvert stefnir SGS?“

Framsýn og VÞ semja við sveitarfélögin

Rétt í þessu var skrifað undir nýjan kjarasamning á milli Framsýnar- stéttarfélags og Verkalýðsfélag Þórshafnar og samninganefndar sveitarfélaga en viðræður hafa staðið yfir síðustu mánuðina.  Samningurinn felur í sér sambærilegar launahækkanir og samið var um á almennum markaði auk þess sem félagsmenn Framsýnar halda umsömdum sérkjörum.  Félagsmenn Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar sem starfa hjá sveitarfélögum og stofnunum þeirra, sbr. dvalarheimilin Hvamm og Naust, eru hvattir til að kynna sér samninginn en atkvæðagreiðsla um hann mun hefjast í næstu viku. Read more „Framsýn og VÞ semja við sveitarfélögin“

Eftirlitsferð á Húsavík

Í morgun heimsótti fulltrúar frá stéttarfélögunum á Húsavík og Vinnumálastofnun nokkur fyrirtæki á Húsavík til að kanna notkun vinnustaðaskírteina, en atvinnurekendur og starfsmenn þeirra sem vinna við byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, rekstur gististaða eða veitingarekstur skulu bera slík skírteini.  Nokkuð misjafnt  var á milli fyrirtækja hvort starfsmenn væru allir komnir með skírteini en flestir voru með þessi mál í góðum farvegi.   Veitingahúsið Salka var til fyrirmyndar og gátu allir starfsmenn Sölku framvísað löggildu vinnustaðaskírteini þegar eftir því var leitað. Read more „Eftirlitsferð á Húsavík“