Skráning á aðalfund STH

Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur verður haldinn miðvikudaginn 8. maí á Sölku. Fundur hefst kl. 19:00. Félagsmenn sem stefna á að mæta á fund eru beðnir að skrá sig á skrifstofu stéttarfélaganna í dag eða á morgun eða í síma 464-6600.

Vertu á verði! – átakið hafið

Stöndum saman og rjúfum vítahring verðbólgunnar
Framsýn stéttarfélag, Þingiðn félag iðnaðarmanna og önnur stéttarfélög innan ASÍ hefja í dag átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Almenningur og atvinnulífið eru hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar.  Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja neytendur til aukinnar vitundar. Read more „Vertu á verði! – átakið hafið“