Stéttarfélögin bjóða til fjármálanámskeiðs með Ingólfi H.

Miðvikudaginn 18. apríl næstkomandi kl. 18:15 munu stéttarfélögin ásamti Sparnaði ehf og Ingólfi H. Ingólfssyni bjóða upp á fjármálanámskeið í sal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. Ingólfur mun fara yfir fjármál heimila og gera grein fyrir þeirri hugmyndafræði í fjármálum sem hann hefur boðað síðustu misserin. Námskeiðið er frítt og allir velkomnir. Read more „Stéttarfélögin bjóða til fjármálanámskeiðs með Ingólfi H.“

Fréttabréf stéttarfélaganna nú flettanleg á heimasíðunni

Nú geta félagsmenn sem og aðrir lesið fréttabréf stéttarfélaganna á heimasíðunni okkar í flettanlegu vefformi! Áður hafa fréttabréfin verið aðgengileg á pdf formi en með þessu móti er aðgengið að fréttum stéttarfélaganna bætt. Hvetjum fólk til að líta á nýjasta fréttabréf stéttarfélaganna hér: 
fréttabréf mars 2012 Read more „Fréttabréf stéttarfélaganna nú flettanleg á heimasíðunni“

Vinnufundur um kjarasamninga LÍV og SA

Á dögunum sóttu Jónína og Orri Freyr vinnufund LÍV og VR um kjarasamninga LÍV/VR og SA sem voru undirritaðir í maí síðastliðnum. Vinnufundurinn var haldinn á Hallormsstað 8.-9. september.  Elías Magnússon forstöðumaður kjarasviðs VR fór yfir samningana í heild og Ólafur Darri Andrason deildastjóri hagdeildar ASÍ kafaði ofan í helstu forsendur og endurskoðunarákvæði samninganna. Read more „Vinnufundur um kjarasamninga LÍV og SA“

Leggur þú þitt af mörkum?

Fulltrúar frá embætti Ríkisskattstjóra og eftirlitsmenn með vinnustaðaskilríkjum hafa undanfarna daga heimsótt vinnustaði í Þingeyjarsýslum til að kanna aðstæður, veita ráðgjöf og fræðslu um viðeigandi reglur og lagaramma og hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að gera nauðsynlegar úrbætur ef þurfa þykir.  Einn þeirra var Snæbjörn Sigurðarson, skrifstofustjóri stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum, sem jafnframt er eftirlitsfulltrúi með notkun vinnustaðaskírteina í Þingeyjarsýslum. Read more „Leggur þú þitt af mörkum?“

Ályktun vegna kjaradeilu leikskólakennara

Framsýn, stéttarfélag hvetur samninganefnd sveitarfélaga til að ganga nú þegar frá kjarasamningi við leikskólakennara og afstýra þannig yfirvofandi verkfalli.  Stétt leikskólakennara, sem og aðrar umönnunarstéttir eru almennt illa launaðar þrátt fyrir að vera treyst fyrir öryggi og velsæld okkar mikilvægustu einstaklinga.

Framsýn vill sjá að launkjör umönnunarstétta séu bætt og leiðrétt, hver sem þar á í hlut, ekki síst þar sem um er að ræða stéttir sem eru að stórum hluta skipaðar konum.