Reykjavík- Kópasker- Reykjavík

Það er óhætt að segja að það sé mikið álag á starfsmönnum Skrifstofu stéttarfélaganna að koma saman kjarasamningum fyrir félagsmenn. Í gær var fundað í Reykjavík vegna starfsmanna sveitarfélaga og starfsmanna við ákvæðisvinnu við línu og net. Í dag var síðan samningafundur á Kópaskeri með forsvarsmönnum Fjallalambs en áhugi er meðal fyrirtækisins og Framsýnar að ganga frá vinnustaðasamningi fyrir starfsmenn Fjallalambs. Á morgun fara svo fulltrúar Framsýnar til Reykjavikur þar sem þeir verða tvo næstu daga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins, Landssamband smábátaeigenda og Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga. Nú er að vona að viðræðurnar skili félagsmönnum betri kjörum og að starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna fari að komast í langþráð sumarfrí eins og annað launafólk.

Deila á