Um 50 börn og starfsmenn leikskólans á Grænuvöllum á Húsavík gerðu sér ferð í morgun til að skoða lömb, hænur og dúfur hjá fjáreigendum á Skógargerðismelnum á Húsavík. Það er óhætt að segja að melurinn hafi iðað af lífi í morgunsárið. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru í morgun af börnunum og starfsmönnum sem ljómuðu af gleði. Read more „Vorboðarnir ljúfu í heimsókn“
Fundað í dag um orlofsmál á Illugastöðum
Aðalfundur Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum sem er í eigu stéttarfélaga víða um land fór fram í dag á Illugastöðum í fallegu veðri enda alltaf gott veður í dalnum góða að sögn heimamanna. Fram kom að reksturinn á síðasta reikningsári gekk vel. Framkvæmdum var haldið í lágmarki á svæðinu samkvæmt ákvörðun eigenda. Read more „Fundað í dag um orlofsmál á Illugastöðum“
Orri Freyr í stjórn Stapa, lífeyrissjóðs
Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs var haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum 8. maí. Mæting á fundinn var góð og umræður líflegar. Á dagskrá voru hefðbundin ársfundarstörf. Fjárfestingartekjur ársins námu ríflega 6 milljörðum króna. Ávöxtun Tryggingardeildar sjóðsins á árinu nam 5,2%. Ávöxtun á söfnum Séreignardeildar var á Safni I 9,9%, á Safni II 5,0% og á Safni III 8,3%. Hrein eign til greiðslu lífeyris var í árslok 117,1 milljarður króna og hækkaði um 7,4% á milli ára. Read more „Orri Freyr í stjórn Stapa, lífeyrissjóðs“
Góðu þingi lokið – Aðalsteinn í framkvæmdastjórn
Vel heppnuðu framhaldsþingi Starfsgreinasambandsins lauk í gær. Á þinginu voru samþykkt ný lög sambandsins þar sem umtalsverðar breytingar eru gerðar á stjórnskipulagi, hlutverki og starfsemi sambandsins. Að auki voru samþykktar fjórar nýjar reglugerðir sem er ætlað að styrkja starfsemina, efla upplýsingamiðlun SGS og skilgreina verkaskiptingu milli aðildarfélaganna og sambandsins. Read more „Góðu þingi lokið – Aðalsteinn í framkvæmdastjórn“
Skemmtilegir nemendur
Það er mikil metnaður í skólastarfinu í Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit og mikið lagt upp úr því að undirbúa nemendur vel út í lífið. Starfsmönnum Skrifstofu stéttarfélaganna var boðið að koma í morgun með kynningu á starfsemi stéttarfélaga og helstu réttindum launafólks, sérstaklega þeirra sem eru að stiga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Unglingarnir voru áhugasamir og voru duglegir að leggja fram spurningar fyrir fulltrúa stéttarfélaganna. Frábær hópur, sjá myndir. Read more „Skemmtilegir nemendur“
Viltu horfa á hátíðarhöldin 1. maí?
Hinn magnaði fréttavefur 640.is gerir hátíðarhöldum stéttarfélaganna góð skil í eftirfarandi frétt http://www.640.is/is/frettir/myndband-1.-mai-i-hollinni. Með því að fara inn á þessa slóð er hægt að horfa á nokkur atriði úr dagskrá hátíðarhaldanna sem fóru vel fram og voru öllum til mikils sóma. Væntanlega þau glæsilegustu á landsvísu.
Nubo, EU og verkalýðsmál til umræðu
Formaður Framsýnar fékk óvænta heimsókn í gær þegar tveir blaðamenn frá Jyllands-Posten í Danmörku komu við á skrifstofu félagsins til að taka við hann viðtal í blaðið. Aðalsteinn segist hafa fengið fjöldann allan af spurningum m.a. um verkalýðsmál, atvinnuleysi á Íslandi, efnahagsástandið eftir hrun, viðhorf Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið og hugmynda Hunag Nubo um stórfellda atvinnuuppbyggingu á Grímsstöðum. Blaðamennirnir hefðu verið ágætlega inn í málefnum Íslendinga.
Fólkið á bak við tjöldin
Það er mikið verk að skipuleggja hátíðarhöld stéttarfélaganna 1. maí á hverju ári. Sérstök nefnd sem skipuð er fulltrúum aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna kemur að því að ganga frá dagskránni. Síðan sér stjórn og trúnaðarráð stéttarfélaganna um að gera salinn í Íþróttahöllinni kláran fyrir samkomuna auk þess að ganga frá öllu eftir hátíðarhöldin sem er töluvert verk. Hér koma nokkrar myndir af þessum hetjum sem eru stéttarfélögunum til mikils sóma. Read more „Fólkið á bak við tjöldin“
Samkoma á Raufarhöfn
Framsýn stefnir að því að bjóða íbúum á Raufarhöfn í kaffi og tertu föstudaginn 1. júní, það er föstudaginn fyrir sjómannadagshelgina. Formaður félagsins, Aðalsteinn Á. Baldursson, verður á staðnum og spjallar við gesti og gangandi ásamt fulltrúum úr stjórn félagsins. Framsýn hefur staðið fyrir svona samkomum síðustu ár á Raufarhöfn og hafa heimamenn kunnað vel að meta framtak félagsins.
Engin viðbrögð við auglýsingu um fulltrúa á ársfund Stapa
Töluverð umræða hefur verið um starfsemi lífeyrissjóða á Íslandi, sérstaklega eftir hrun. Stjórnmálamenn og aðrir þeir aðilar sem hafa sterkar skoðanir á lífeyrissjóðakerfinu hafa komið fram og haldið því fram m.a. að hinn almenni sjóðfélagi geti ekki haft áhrif á starfsemi sjóðanna eða stjórnarkjör. Þessar staðhæfingar eiga ekki rétt á sér, samanber þau vinnubrögð sem Framsýn viðhefur um kjör á ársfundi Stapa sem félagið á aðild að. Read more „Engin viðbrögð við auglýsingu um fulltrúa á ársfund Stapa“
Góður baráttuandi á Húsavík
Ein fjölmennustu hátíðarhöld verkafólks á Íslandi fóru fram á Húsavík í dag í góðu veðri. Um 800 manns lögðu leið sína í Íþróttahöllina þar sem hátíðarhöldin fóru fram. Boðið var upp á veglega skemmtidagskrá auk þess sem formaður BSRB, Elín Björg Jónsdóttir flutti magnaða hátíðarræðu sem er undir annarri frétt hér á heimasíðunni. Þá ávarpaði varaformaður Framsýnar, Kristbjörg Sigurðardóttir, samkomuna. Read more „Góður baráttuandi á Húsavík“
Mikið fjölmenni á hátíðarhöldunum á Húsavík
Nú kl. 14:00 hófst hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni á Húsavík á vegum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Mikið fjölmenni er samankomið og mikill baráttuandi er á samkomunni. Boðið er upp á fjölbreyta dagskrá. Ræðumaður dagsins er Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB. Hér má lesa ræðuna. Fleiri fréttir og myndir verða á heimasíðunni síðar í dag. Read more „Mikið fjölmenni á hátíðarhöldunum á Húsavík“
Brjálað stuð á Húsavík um helgina
Um helgina fer fram Húsavíkurmótið í handbolta en þetta er tuttugasta mótið sem Völsungur stendur fyrir á jafnmörgum árum. Mótið er fyrir stúlkur 6.fl eldra ár sem eru fæddar árið 2000. Um 230 keppendur koma ásamt þjálfurum og fararstjórum. Það verður því mikið um að vera í íþróttahöllinni á Húsavík þessa helgina. Read more „Brjálað stuð á Húsavík um helgina“
Verslunarmenn álykta um flug og opnun verslana
Á stjórnarfundi deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar haldinn í gær voru eftirfarandi ályktanir samþykktar eftir góðar umræður; Read more „Verslunarmenn álykta um flug og opnun verslana“
Stjórnarfundur í Þingiðn
Mótmæla opnun verslana 1. maí
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega fyrirætlunum verslanamiðstöðva og fleiri að hafa búðir opnar á 1 .maí baráttudegi verkalýðsins. Dagurinn er frídagur verslunarfólks eins og alls annars launafólks á Íslandi og hefur svo verið um áratugaskeið. Miðstjórnin harmar allar tilraunir til að breyta þessu og hvetur neytendur til að sniðganga verslanir sem hafa opið þennan dag. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum taka heilshugar undir ályktun miðstjórnar ASÍ.
Félagar í STH athugið – áríðandi könnun í gangi
Við minnum félagsmenn Starfsmannafélags Húsavíkur á að kjara- og viðhorfskönnunin sem Capacent Gallup er að framkvæma fyrir BSRB er enn opin. Nú eru allra síðustu forvöð að svara könnuninni og BSRB hvetur alla félagsmenn eindregið til að taka þátt í könnuninni enda skapar könnunin mikilvægan grunn til samanburðar og rannsókna á launaþróun meðal félagsmanna BSRB þar á meðal félagsmanna Starfsmannafélags Húsavíkur. Read more „Félagar í STH athugið – áríðandi könnun í gangi“
Mikil lífsgæði að hafa flug til Húsavíkur
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Flugfélagið Ernir hafið áætlunarflug frá Reykjavík til Húsavíkur. Flogið er fjóra daga í viku. Formaður Framsýnar var meðal farþega í gær en hann var á fundum í Reykjavík á mánudaginn. Að sögn Aðalsteins er það virkilega gleðilegt að hafið sé áætlunarflug á ný til Húsavíkur. Read more „Mikil lífsgæði að hafa flug til Húsavíkur“
Áríðandi fundur um kjaramál á hvalaskoðunarbátum
Kynningarfundur um Jarðvang – Geopark
Næstkomandi fimmtudag 26. apríl 2012 kl. 20:00 verður kynningarfundur um Jarðvang – Geopark í Skúlagarði, Kelduhverfi. Hugmyndafræði jarðvanga miðar að sjálfbærri nýtingu og uppbyggingu; félagslega, efnahagslega og umhverfislega. Fá ef nokkur svæði á landinu eru betur til þess fallin að mæta markmiðum um aukna dreifingu ferðamanna í tíma og rúmi en einmitt Norðausturland. Read more „Kynningarfundur um Jarðvang – Geopark“

