Stjórnir Þingiðnar og Framsýnar samþykku samhljóða á fundum sínum í gær að fjárfesta í fjórum nýjum íbúðum í Kópavogi fyrir félagsmenn. Mun hagstæðara er að kaupa nýjar íbúðir í Kópavogi en í Reykjavík. Framsýn kaupir þrjár íbúðir og Þingiðn eina. Fyrir eiga félögin fjórar íbúðir sem verða seldar. Nýju íbúðirnar sem eru í byggingu í Þorrasölum 1 til 3 í Kópavogi verða klárar í sumar. Read more „Samþykkt að kaupa íbúðir í Kópavogi“
Fólk vantar til starfa á Raufarhöfn
Lífeyrissjóðsmál- boðað verði til fundar þegar í stað
Miklar umræður urðu á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar um skýrslu þriggja manna nefndar sem gerði úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvörðunum og lagalegu umhverfi lífeyrissjóða í aðdraganda efnahagshrunsins á Íslandi í október 2008.
Read more „Lífeyrissjóðsmál- boðað verði til fundar þegar í stað“
Fagna flugi til Húsavíkur
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti á fundi sínum í kvöld að senda frá sér ályktun varðandi flugsamgöngur við Húsavík en Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Húsavíkur í vor. Ályktunin er svohljóðandi: Read more „Fagna flugi til Húsavíkur“
Mörg stórmál á dagskrá í kvöld
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til fundar í kvöld. Nokkur stórmál voru til umræðu s.s. skýrsla nefndar um starfsemi lífeyrissjóða, íbúðakaup í Kópavogi, kjarasamningsbundnar launahækkanir, hækkun fasteignagjalda, Vaðlaheiðagöng, mikilvægi Reykjavíkurflugvallar og flugsamgöngur við Húsavík. Tillaga kjörnefndar um menn í trúnaðarstöður fyrir félagið starfsárin 2012-2014 var samþykkt samhljóða. Read more „Mörg stórmál á dagskrá í kvöld“
Úttektarskýrslan komin út
Landssamtök lífeyrissjóða samþykkti í júní 2010 að fela Magnúsi Péturssyni ríkissáttasemjara að skipa þriggja manna nefnda óháðra sérfræðinga til að fjalla um fjárfestingastefnu, ákvarðanir og lagaumhverfi lífeyrissjóða fyrir bankahrunið. Úttektarnefndin hefur nú skilað 4 binda skýrslu. Í skýrslunni er að finna yfirlit um starfsemi og tap lífeyrissjóðanna á árunum 2006-2009 (fyrir og eftir bankahrunið). Read more „Úttektarskýrslan komin út“
Laun hækkuðu almennt 1. febrúar
Þann 1. febrúar hækkuðu launataxtar Verkalýðsfélags Þórshafnar og Framsýnar almennt um kr.11.000. Þá hækkuðu laun þeirra sem ekki fá laun samkvæmt útgefnum launatöxtum um 3,5% að lágmarki. Read more „Laun hækkuðu almennt 1. febrúar“
Starfsmenn sveitarfélaga – eingreiðsla upp á 25.000 kr.
Félagsmenn Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar sem vinna hjá sveitarfélögum og stofnunum þeirra s.s. Hvammi, heimili aldraðra í Þingeyjarsýslum áttu að fá greidda sérstaka eingreiðslu 1. febrúar 2012 upp á 25.000 kr. fyrir fullt starf. Starfsmenn í hlutastarfi fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall 1. febrúar 2012. Read more „Starfsmenn sveitarfélaga – eingreiðsla upp á 25.000 kr.“
Farið yfir málin
Jóna Matthíasdóttir formaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var í heimsókn í morgun. Hún fundaði með formanni félagsins Aðalsteini Árna og Jónínu sem er stjórnarmaður í deildinni. Stjórn deildarinnar hefur verið boðuð til fyrsta fundar eftir aðalfund næsta fimmtudag. Á fundinum mun stjórnin skipta með sér verkum og fara yfir starfið næstu mánuði.
VÞ styrkir tækjakaup
Á dögunum færði Verkalýðsfélag Þórshafnar heilbrigðisstofnuninni á Þórshöfn myndarlega gjöf frá sjúkrasjóði félagsins. Um var að ræða gjafabréf kr. 500.000,- sem ætlað er til tækjakaupa en stofnunin festi nýlega kaup á röntgenmyndatæki og búnaði. Read more „VÞ styrkir tækjakaup“
Heimasíðan vinsæl – menn vilja gerast áskrifendur
Heimasíða stéttarfélaganna er mikilvægur þáttur í starfi stéttarfélaganna enda ætlað að miðla upplýsingum og fréttum úr starfi félaganna til félagsmanna og annarra sem vilja fylgjast með öflugu starfi stéttarfélaganna. Töluvert er um að menn hafi óskað eftir að gerast áskrifendur af síðunni en fram að þessu hefur það ekki verið hægt. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að verða við þessum tilmælum og því verður vonandi fljótlega hægt að verða við þessum óskum. Gangi þetta eftir munu fréttir á heimasíðu stéttarfélaganna birtast um leið á heimasíðum áskrifenda en fjöldi fólks fer daglega inn á síðuna.
Nýr formaður til starfa
Aðalfundur Deildar skrifstofu- og verslunarfólks innan Framsýnar fór fram á þriðjudaginn. Fundurinn fór vel fram og flutti formaður deildarinnar Snæbjörn Sigurðarson skýrslu stjórnar. Þá gerði formaður félagsins Aðalsteinn Árni grein fyrir hugmyndum félagsins um að kaupa nýjar sjúkra- og orlofsíbúðir í Kópavogi fyrir félagsmenn. Almenn ánægja kom fram á fundinum með starfsemi deildarinnar og fyrirhuguð kaup félagsins á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Read more „Nýr formaður til starfa“
Framsýn fundar á mánudaginn
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar mun koma saman til fundar mánudaginn 6. febrúar kl. 17:15 í fundarsal félagsins. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Read more „Framsýn fundar á mánudaginn“
Söguskoðun – tekist á í kosningum formanns
Meðfylgjandi frétt er úr Morgunblaðinu frá 26. október 1996 en þá fór þing Verkamannasambands Íslands fram í Reykjavík. Á þinginu var tekist á um formann í Fiskvinnsludeild sambandsins en skorað var á Aðalstein formann Verkalýðsfélags Húsavíkur á þeim tíma að fara á móti tillögu stjórnar sem hann og gerði. Read more „Söguskoðun – tekist á í kosningum formanns“
Þingiðn samþykkir að kaupa íbúð
Rétt í þessu var að ljúka félagsfundi hjá Þingiðn. Umræðuefni fundarins voru hugsanleg íbúðakaup í Reykjavík. Félagið á fyrir 25% eignarhlut í orlofsíbúð á Freyjugötunni á móti Framsýn- stéttarfélagi. Nokkrar íbúðir eru til skoðunar á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn samþykkti samhljóða eftirfarandi tillögu sem heimilar stjórn Þingiðnar að selja núverandi eignahlut í íbúð á Freyjugötu 10. Í staðinn verði fest kaup á einni íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Read more „Þingiðn samþykkir að kaupa íbúð“
Gengið frá Stofnanasamningi
Í gær gengu fulltrúar Framsýnar og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga frá nýjum stofnanasamningi fyrir félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá HÞ. Samningurinn byggir á heimild í núverandi kjarasamningi fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins og Framsýnar- stéttarfélags (SGS). Þar er kveðið á um að heimilt sé að gera sérstaka stofnanasamninga fyrir starfsmenn á stofnunum sem reknar eru á vegum ríkisins samkvæmt ákveðnum reglum. Starfsmenn HÞ geta nálgast samninginn á skrifstofu félagsins. Read more „Gengið frá Stofnanasamningi“
Starfsmenn og gestir blóta Þorra
Starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík blótuðu Þorra í gær ásamt góðum gestum frá VÍS og þá voru formenn Starfsmannafélags Húsavíkur og Þingiðnar á staðnum. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru við það tækifæri. Read more „Starfsmenn og gestir blóta Þorra“
Gengið frá samkomulagi fyrir sjómenn
LÍÚ og Samtök atvinnulífsins annars vegar og sjómannastökin hins vegar hafa gengið frá samkomulagi um hækkun á kauptryggingu og kaupliðum kjarasamninga frá 1. febrúar 2012 um 3,5%. Read more „Gengið frá samkomulagi fyrir sjómenn“
Tilboð gert í fjórar íbúðir
Framsýn hefur ákveðið að gera tilboð í fjórar íbúðir í Þorrasölum í Kópavogi sem er rétt við Smáralindina. Þingiðn mun ákveða á félagsfundi næsta laugardag hvort þeir taka þátt í kaupunum eða ekki en sterkur vilji er innan stjórnar félagsins að fjárfesta í einni íbúð. Read more „Tilboð gert í fjórar íbúðir“