Vísbendingar um betri tíð

Aðalfundur Þingiðnar, félags iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum  fór fram í gær. Miðað við þær upplýsingar sem lagðar voru fram á fundinum er greinilegt að atvinnulífið er á uppleið í Þingeyjarsýslum þar sem félagsgjöld og iðgjöld ársins námu kr. 5.588.982,- sem er 16,7% hækkun frá fyrra ári. Greidd félagsgjöld er góður mælikvarði á stöðu atvinnulífsins á svæðinu á hverjum tíma. Eins og sjá má hækkuðu félagsgjöldin og iðgjöldin um 16,7% milli ára sem er vísbending um að framundan sé betri tíð með blóm í haga. Read more „Vísbendingar um betri tíð“

Unglingar frá Akureyri skoða lömb

Það hefur mikið verið að gera hjá frístundabændum á Húsavík við að taka á móti börnum og unglingum. Tilgangurinn hefur verið að fá að skoða lömb og annan  bústofn sem bændurnir hafa sér til gamans. Það er ekki bara að börn hafi komið frá skólum á Húsavík heldur eru dæmi um að unglingar hafi komið í heimsókn frá Akureyri með sínum leiðbeinendum. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru fyrir helgina af unglingum frá Akureyri sem komu við á Skógargerðismelnum á Húsavík þar sem nokkrir frístundabændur eru með aðstöðu. Read more „Unglingar frá Akureyri skoða lömb“

Aldrei slakað á í starfi Framsýnar

Það er aldrei slakað á í starfi Framsýnar. Sérstakur vinnuhópur kom saman fyrir helgina og fór yfir drög að nýrri stefnu ASÍ í lífeyrismálum. Hópurinn gekk frá tillögum/athugsemdum félagsins við hugmyndir Alþýðusambandsins. Tillögunum  verður komið á framfæri við Starfsgreinasamband Íslands sem fór þess á leit við aðildarfélög sambandsins að þau kæmu á framfæri athugsemdum/tillögum, ef þau hefðu þær, við hugmyndir ASÍ. Read more „Aldrei slakað á í starfi Framsýnar“

Dregið hefur úr svartri atvinnustarfssemi

Ný skýrsla þar sem kannað er umfang svartrar atvinnustarfssemi sýnir að dregið hefur úr henni frá því í fyrra. Sl. sumar hófst átak á vegum ASÍ, SA og Ríkisskattstjóra til að sporna við svartri atvinnustarfssemi. Verkefninu var framhaldið í vetur með heimsóknum á vinnustaði og skýrsla eftir þennan annan hluta átaksins liggur nú fyrir og niðurstaðan er eins og áður segir ánægjuleg.  Read more „Dregið hefur úr svartri atvinnustarfssemi“

Kaffiboð Framsýnar á Raufarhöfn

Hið árlega kaffiboð Framsýnar verður á Raufarhöfn föstudaginn 1. júní í Kaffi Ljósfangi. Boðið verður upp á frábært kaffi og tertur eins og þær gerast bestar norðan Alpafjalla. Opið hús verður frá kl. 16:00 til 18:00. Raufarhafnarbúar og aðrir gestir eru velkomnir í Kaffi Ljósfang þar sem stuðið verður að sjálfsögðu í aðdraganda Sjómannadagsins. Fulltrúar Framsýnar verða á staðnum og þjóna gestum eftir bestu getu. Read more „Kaffiboð Framsýnar á Raufarhöfn“

73 án atvinnu í Norðurþingi

Vinnumálastofnun hefur gefið út skýrslu um atvinnuleysi á Íslandi í lok apríl 2012. Þar kemur fram að 73 voru á atvinnuleysisskrá í Norðurþingi í lok mánaðarins. Utan Norðurþings á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum voru 51 án atvinnu.  Á sama tíma voru 10.837 einstaklingar á atvinnuleysisskrá á landinu öllu.

Óánægðir með áhugaleysi hvalaskoðunarfyrirtækjanna

Á fundi stjórnar Sjómannadeildar Framsýnar síðasta miðvikudag kom fram megn óánægja með áhugaleysi hvalaskoðunarfyrirtækjanna á Húsavík með að ganga frá samningi við Framsýn um kaup og kjör starfsmanna við hvalaskoðun. Krafan er að þegar í stað verði gengið frá samkomulagi milli aðila sem gildi fyrir sumarið 2012 en starfsmenn hafa verið samningslausir undanfarin ár. Read more „Óánægðir með áhugaleysi hvalaskoðunarfyrirtækjanna“

Sjómannadagurinn framundan

Sjómannadeild Framsýnar kom saman til fundar á miðvikudaginn. Nokkur mál voru á dagskrá fundarins. Meðal málefna sem tekin voru fyrir var heiðrun sjómanna á Sjómannadaginn. Sjómannadeildinni var falið fyrir tveimur árum að taka að sér heiðranir á Sjómanndaginn. Deildin vinnur nú að því að velja tvo heiðursmenn til að heiðra á Sjómannadaginn sem í ár ber upp á sunnudaginn 3. júní.

Vopnað rán framið á Skrifstofu stéttarfélaganna

Vopnað rán var framið á Skrifstofu stéttarfélaganna í lok vinnudags síðasta föstudag. Ránið náðist á myndband:  http://www.youtube.com/watch?v=2Ld4Df2UBTw&feature=youtu.be Hópur manna ruddist þá inn á skrifstofuna á Húsavík og rændu öllum félagsgjöldum rúmlega tvöþúsund félagsmanna, það er innkomu stéttarfélaganna frá árinu 2003. Read more „Vopnað rán framið á Skrifstofu stéttarfélaganna“