Fréttabréf í mótun

Ritstjóri, blaðamenn og ljósmyndarar Fréttabréfs stéttarfélaganna sem eru „fjölmargir“, enda málgagnið afar vandað og efnismikið eins og alþjóð veit, sitja nú við skriftir til að koma út Fréttabréfi í næstu viku. Í Fréttabréfinu verður fjallað um það helsta úr stafi stéttarfélaganna síðustu vikurnar. Ef það er einhver sem vill auglýsa eða koma á framfæri skemmtilegum myndum af vinnustöðum eða úr atvinnulífinu er þeim velkomið að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna. Fréttabréf stéttarfélaganna er málgagn vinnandi stétta í Þingeyjarsýslum.

Deila á