Allir á völlinn!!!!

Á laugardaginn ræðst hvort karlalið Völsungs í knattspyrnu  kemst upp um deild. Sigri Völsungur eða geri jafntefli er liðið komið upp í 1. deild. Því er afar mikilvægt að bæjarbúar, nærsveitarmenn og allir stuðningsmenn liðsins um land allt styðji strákana til sigurs með því að leggja leið sína á völlinn.  Áfram Völsungur!!!

Vonandi verður ástæða fyrir Völsunga að fagna á Húsavíkurvelli á laugardaginn.

Í gegnum tíðina hefur Völsungur haldið úti öflugu íþróttastarfi og unnið marga góða sigra.

Deila á