Húsavík þjónustuhöfn Drekasvæðisins

Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum hafa olíufélög sem undirbúa leit á Drekasvæðinu óskað eftir því að Húsavík verði þjónustuhöfn fyrir borpalla. Umsókn um lóð hefur verið send til bæjarráðs Norðurþings. Fyrstu tvö sérleyfin voru afhent í byrjun janúar og merki sjást nú um að félögin séu byrjuð að undirbúa leitina. Fulltrúar annars leyfishafans, Íslensks kolvetnis, Faroe Petroleum og Petoro, hafa nú sótt um lóð við Húsavíkurhöfn undir aðstöðu til að þjónusta leitarborpalla.

Read more „Húsavík þjónustuhöfn Drekasvæðisins“

728 félagsmenn fengu greiðslur frá stéttarfélögunum

Á árinu 2012 fengu 728 félagsmenn styrki úr sjóðum stéttarfélaganna sem aðild eiga að Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.  Búið er að senda út launamiða til félagsmanna þar sem þessar upplýsingar koma fram. Í heildina eru þessar greiðslur nálægt 38 milljónum.  Þar af fengu félagsmenn Framsýnar um 33 milljónir.

Helstu mál tekin fyrir á starfsmannafundi

Formaður Framsýnar fundaði í vikunni með starfsmönnum Stórutjarnarskóla en hann var þar á ferð á þriðjudaginn. Umræður urðu um starfsemi Framsýnar, réttindi starfsmanna og væntanlega kjarasamningsgerð en kjarasamningar eru almennt lausir síðar á þessu ári.  Framsýn hefur verið á yfirreið um félagssvæðið og var heimsóknin í Stórutjarnir liður í þeirri áætlun. Read more „Helstu mál tekin fyrir á starfsmannafundi“

LÍÚ samþykkir hækkun á kauptryggingu sjómanna

Þrátt fyrir að kjarasamningar Sjómannasambands Íslands og LÍÚ séu lausir hefur  LÍÚ ákveðið að hækka kauptrygginguna og aðra launaliði hjá sjómönnum um 3,25% frá og með 1. febrúar 2013. Sjómenn geta nálgast nýju kaupskrána  inn á heimasíðu stéttarfélaganna á næstu klukkutímum en unnið er að því að setja hana inn á síðuna. Read more „LÍÚ samþykkir hækkun á kauptryggingu sjómanna“

Hver er munurinn á dagvinnu og yfirvinnu?

Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna leggja mikið upp úr því að uppfræða börn á grunnskólaaldri um atvinnulífið og starfsemi stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum. Í því sambandi hafa skólarnir átt mjög gott samstarf við skólana á svæðinu. Í gær voru fulltrúarnir á ferðinni í Stórutjarnaskóla með kynningu fyrir elstu nemendur skólans. Read more „Hver er munurinn á dagvinnu og yfirvinnu?“

Bjartsýni á aðalfundi DVSF

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var haldinn í fundarsal stéttarfélaganna síðasta miðvikudagskvöld. Formaður deildarinnar,  Jóna Matthíasdóttir flutti skýrslu stjórnar fyrir nýliðið starfsár. Ný stjórn og varastjórn var kjörin, Jóna Matthíasdóttir, Jónína Hermannsdóttir og Birgitta Bjarney Svavarsdóttir í aðalstjórn og Katarzyna Osipowska og Kári Kristjánsson í varastjórn. Read more „Bjartsýni á aðalfundi DVSF“

STH styrkir bókakaup

Starfsmannafélag Húsavíkur hefur líkt og Framsýn og Þingiðn orðið við beiðni skólasafns Borgarhólsskóla og fært safninu að gjöf kr. 50.000,- til kaupa á nýjum bókum fyrir safnið.  Stéttarfélögin hafa því komið myndarlega að bókakaupum fyrir Borgarhólsskóla

Takk kærlega fyrir okkur!

Formaður og varaformaður Þingiðnar afhendu í morgun Framhaldsskólanum á Húsavík fjórar örtölvur að gjöf til að nota í frumkvöðlafræði sem kennt er við skólann. Forsvarsmenn Þingiðnar sögðust ekki efast um mikilvægi framhaldsskólans á Húsavík. Þess vegna ekki síst væri mikilvægt að fyrirtæki, stofnanir, félagssamtök og íbúar svæðisins stæðu vörð um skólann. Read more „Takk kærlega fyrir okkur!“

ASÍ stefnir SA og LÍÚ fyrir Félagsdóm

Fjöldi skipa sigildi til Reykjavíkur 7. júní í fyrra til að mótmæla sjávarútvegsfrumvörpunum og samstöðufundur var haldinn á Austurvelli. ASÍ hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd LÍÚ, þar sem þess er krafist að sú aðgerð LÍÚ að beina því til félagsmanna sinna að halda skipum sínum ekki til veiða eftir sjómannadaginn 2. júní sl. og beina þeim þess í stað til Reykjavíkurhafnar 7. júní, í mótmælaskyni gegn sjávarútvegsfrumvörpum ríkisstjórnarinnar, verði dæmd brot á vinnulöggjöfinni. Read more „ASÍ stefnir SA og LÍÚ fyrir Félagsdóm“