Fundað um kjör starfsfólks við hvalaskoðun

Forsvarsmenn Framsýnar funduðu með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins fyrir helgina um kjarasamning fyrir starfsmenn hvalaskoðunar fyrirtækjanna á Húsavík. Fundurinn var haldinn í Reykjavík. Áður höfðu fyrirtækin tekið ákvörðun um að vísa viðræðunum til SA. Nú þegar hafa verið haldnir tveir fundir milli aðila og er þriðji fundurinn fyrirhugaður í næstu dögum. Read more „Fundað um kjör starfsfólks við hvalaskoðun“

Gjaldskrá vegna krabbameinsleitar hækkar verulega!!

Það deilir engin um mikilvægi þess að konur og karlar fari í reglubundna krabbameinsleit enda hafa fjölmörg mannslíf bjargast eftir að krabbamein hefur uppgötvast á byrjunarstigi.  Hins vegar er full ástæða til að gera alvarlegar athugsemdir við nýja gjaldskrá fyrir krabbameinsleit hjá konum sem tók gildi um síðustu áramót. Read more „Gjaldskrá vegna krabbameinsleitar hækkar verulega!!“

Jöklaferð í boði stéttarfélaganna

Stéttarfélögin og ferðaþjónustufyrirtækið ICE hafa gert með sér samkomulag um að bjóða félagsmönnum upp á daglegar jöklaferðir í sumar upp á topp Langjökuls með Ice Explorer sem er 8 hjóla jöklatrukkur.   Tækið er sérhannað til jöklaferða og tekur 40 farþega. Ferðin tekur um tvær klukkustundir. Um er að ræða frábæra ferð fyrir alla fjölskylduna. Read more „Jöklaferð í boði stéttarfélaganna“

Eiríkur og félagar með góðan afla

Útgerðarfélag í Eistlandi, sem íslenskir aðilar tengjast, hefur keypt norska rækjutogarann Remöy Viking, að því er Hjálmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Reyktal þjónustu ehf. umboðsaðila skipsins, sagði í samtali við Fiskifréttir. Skipið kom til Hafnarfjarðar í vikunni úr sinni fyrstu veiðiferð í eigu nýrra aðila og landaði um 250 tonnum af rækju. Read more „Eiríkur og félagar með góðan afla“

Framsýn styrkir „Síldarstúlkuna“

Við Óskarsstöðina á Raufarhöfn  stendur fallegt listaverk til heiðurs síldarstúlkunum sem söltuðu niður síld á síldarárunum. Framsýn kom að því að styrkja gerð listaverksins um kr. 100.000,-.  Sköpun listaverksins  var samstarfsverkefni Ingibjargar Guðmundsdóttur listakonu frá Kópaskeri og  Björns Halldórssonar frá Valþjófsstöðum í Núpasveit við Öxarfjörð. Read more „Framsýn styrkir „Síldarstúlkuna““

Fréttabréfið fast á Víkurskarði

Til stóð að Fréttabréf stéttarfélaganna færi í póst í gær en það er fullt af upplýsingum um orlofskosti sumarið 2013 og því margir sem bíða eftir því. En veðrið kom í veg fyrir það þar sem Fréttabréfið er fast í flutningabíl á Víkurskarðinu. Samkvæmt upplýsingum heimasíðunnar er flutningabílinn enn fastur. Vonandi tekst að losa bílinn í dag svo blaðið komist í póst á morgun. Read more „Fréttabréfið fast á Víkurskarði“

Hvað gerist á Alþingi?

Á næstu dögum mun ráðast hvort tvö mikilvæg frumvörp sem snerta Húsavík fari í gegnum þingið. Um er að ræða frumvarp til laga um heimild til handa ráðherra, f.h. ríkissjóðs, til að fjármagna uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka í Norðurþingi. Síðara frumvarpið fjallar um heimild til samninga um kísilver í landi Bakka í Norðurþingi. Um er að ræða fjárfestingar upp á tæpa þrjá milljarða. Read more „Hvað gerist á Alþingi?“