Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar í gær voru að venju teknar fyrir inngöngubeiðnir í félagið. Að þessu sinni voru þær óvenju margar en starfsemi félagins hefur töluvert verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið, ekki síst kjarabarátta félagsins. Margir vilja þakka Framsýn og þeim stéttarfélögum innan sambandsins sem börðust fyrir því að samningarnir yrðu felldir fyrir viðbótina sem fólk fær með sáttatillögu ríkissáttasemjara verði tillagan samþykkt. Greinilegt er að fólk víða um land kann vel að meta það sbr. áhugann fyrir því að ganga í félagið.