Framsýn ályktar um Dettifossveg

Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar í kvöld var samþykkt að álykta um mikilvægi Dettifossvegar þar sem frekari töfum á uppbyggingu vegarins er mótmælt.

Ályktun um Dettifossveg
„Framsýn, stéttarfélag skorar á innanríkisráðherra að hlutast til um að seinni áfangi Dettifossvegar frá Dettifossi að þjóðvegi í Kelduhverfi verði boðinn út án frekari tafa í samræmi við samgönguáætlun. Uppbygging Dettifossvegar er mikilvægur þáttur í að efla atvinnulífið á svæðinu, ekki síst ferðaþjónustuna og þau framleiðslufyrirtæki sem treysta á útflutning frá höfnum á Austurlandi s.s. með Norrænu.“

Deila á