„Veðurfræðingar“ spá góðu veðri

Veðurfræðingar Heimasíðu stéttarfélaganna hafa gefið út langtímaspá eftir hundleiðinlegan vetur. Spáin tekur mið af hegðun og atferli fólks á Húsavík. Í gær mátti sjá garðyrkjustjóra bæjarins á  ferð ásamt aðstoðarfólki við að snyrta tré og runna sem loksins eru komnir upp úr snjónum, það er sumstaðar. Þá mátti sjá brottflutta Húsvíkinga spóka sig á Húsavík í gær, þannig að fyrstu vorboðarnir eru komnir sem er vísbending um betra veður og gott sumar. Read more „„Veðurfræðingar“ spá góðu veðri“

Vinsamlegar viðræður um stofnanasamning

Fulltrúar Framsýnar og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga funduðu í gær um breytingar á stofnanasamningi aðila sem tyggir starfsmönnum ákveðna framgöngu í starfi og launahækkun. Fjármálaráðuneytið spilaði nýlega út auka fjármagni í stofnanasamninga á heilbrigðisstofnunum. Vilji er til þess hjá forsvarsmönnum HÞ og Framsýnar að klára viðræðurnar á næstu dögum.

Ávarp dagsins 1. maí

Aðalsteinn Á. Baldursson flutti ávarp á hátíðarhöldunum 1. maí.  Aðalsteinn kom víða við í ávarpinu. Hann talaði m.a. um mikilvægi samstöðu og blómlegt atvinnulíf í Þingeyjarsýslum. Hér má sjá myndband sem Rafnar Orri Gunnarsson tók af Aðalsteini þegar hann flutti ávarpið. Í upphafi hátíðarinnar spilaði Steingrímur Hallgrímsson á trompet alþýðusöng verkalýðsins. https://www.youtube.com/watch?v=scF5rzL-dGg

Tækifæri og samstaða

Rétt í þessu hófust hátíðarhöld stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Mikið fjölmenni er samankomið í  Íþróttahöllinni á Húsavík. Hátíðin hófst með ávarpi formanns Framsýnar, Aðalsteins Árna Baldurssonar. Í ávarpinu kom Aðalsteinn inn á atvinnulífið í Þingeyjarsýslum og þau sóknartækifæri sem þar leynast verði rétt haldið á málum. Read more „Tækifæri og samstaða“

Mikil undirbúningur í gangi

Hátíðarhöld stéttarfélaganna hefjast á morgun kl. 14:00 í Íþróttahöllinni á Húsavík. Mikil undirbúningur er í gangi svo allt gangi upp. Reiknað er með fjölmenni í höllina enda dagskráin með veglegasta móti. Að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir í höllina.

Niðurstöður úr launa- og viðhorfskönnun verslunar og skrifstofufólks

Launakönnun Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var framkvæmd á tímabilinu janúar til febrúar 2013. Samtals fengu 135 félagsmenn könnun. Samtals tóku 30 félagsmenn þátt. Þátttaka var því 22%.  Af 30 svarendum voru 16 í 100% starfshlutfalli og 14 svarendur í lægra starfshlutfalli.  Read more „Niðurstöður úr launa- og viðhorfskönnun verslunar og skrifstofufólks“