Viltu komast í orlofshús?

Nú þegar úthlutun til félagsmanna er lokið varðandi leigu á sumarhúsum geta þeir sem ekki sóttu um hús fyrir auglýstan tíma komið við á Skrifstofu stéttarfélaganna og sótt um þær vikur sem eru lausar. Leiguverð per. viku er kr. 24.000,-. Fljótlega munum við setja inn þær vikur sem eru í boði þannig að félagsmenn geti skoðað þær á netinu.

Nýr bátur til Raufarhafnar

Formaður Framsýnar var á Raufarhöfn í gær þar sem hann heilsaði upp á félagsmenn og aðra þá sem hann rakst á við höfnina og reyndar á götum bæjarins líka. Meðal annars spjallaði hann við trillukarla sem voru að koma frá því að vitja um grásleppunet. Enn aðrir voru að gera sig klára fyrir vertíðina. Menn voru nokkuð ánægðir með aflabrögð en kvörtuðu undan ótíð. Read more „Nýr bátur til Raufarhafnar“

Formaður á Raufarhöfn

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, verður á Raufarhöfn á þriðjudaginn. Þeir félagsmenn eða atvinnurekendur á Raufarhöfn sem vilja ná tali að Aðalsteini þegar hann verður á Raufarhöfn eru beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna.

Ert þú klár í sauðburð?

Skrifstofu stéttarfélaganna hafa borist fyrirspurnir frá bændum sem sárvantar fólk í sauðburð í maí.  Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við Aðalstein  Á. Baldursson í síma 86466604.

Ágætu félagar og viðskiptavinir!

Vegna náms- og kynnisferðar starfsmanna Skrifstofu stéttarfélaganna verður starfsemi skrifstofunnar í lágmarki næsta fimmtudag og föstudag. Aðeins einn starfsmaður verður á staðnum og mun gera sitt besta til að þjóna félagsmönnum og öðrum þeim sem þurfa á þjónustu að halda. Við biðjum viðskiptavini skrifstofunnar að hafa skilning á því.

Gestur á þingi NNN

Í síðustu viku lauk fimm daga þingi NNN sem haldið var í Osló. Verkalýðssamtökin NNN standa fyrir starfsfólk í matvælaframleiðslu í Noregi. Þingfulltrúar voru um tvö hundruð, auk gesta frá verkalýðssamtökum og stjórnmálaflokkum í Noregi og erlendum gestum frá verkalýðssamtökum víða um heim sem eru í samstarfi við NNN.  Meðal gesta á þinginu var Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar. Read more „Gestur á þingi NNN“

Bréf út eftir helgina vegna umsókna um orlofshús

Þá er úthlutun á orlofshúsum sumarið 2013 lokið að mestu. Orlofsnefnd stéttarfélaganna verður boðuð til fundar næsta þriðjudag til að ganga endanlega frá úthlutunni. Í kjölfarið fá umsækjendur bréf frá orlofsnefndinni um hvort þeir hafi fengið hús eða ekki. Þeim aðilum sem úthlutað verður húsum verður síðan gert að gera upp leigugjaldið fyrir ákveðin tíma.

Fréttabréf í vinnslu

Um helgina sitja starfsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum og skrifa Fréttabréf. Jafnframt því að ganga endanlega frá dagskrá hátíðarhaldanna í byrjun maí. Þá er fundur um lífeyrismál fyrirhugaður á mánudaginn sem þarf að skipuleggja. Síðan er reiknað með að Fréttabréfið fari í setningu og prentun á mánudaginn. Read more „Fréttabréf í vinnslu“

Orlofshúsum úthlutað á næstu dögum

Fjölmargar umsóknir bárust frá félagsmönnum um orlofshús í sumar. Nú er unnið að því að yfirfara þær og á næstu dögum verður haft samband við alla þá sem sóttu um hús í sumar. Það er hvort þeir fá hús eða ekki en stéttarfélögin hafa í gegnum tíðina leitast við að hafa mikið framboð af húsum fyrir félagsmenn en því miður tekst ekki alltaf að verða við óskum allra þar sem ásókn í sum hús og einstakar vikur er mjög mikil.

Gestur á þingi NNN

Í þessum töluðum orðum er þing NNN að hefjast í Noregi en þingið er haldið í Osló. NNN stendur fyrir starfsmenn í matvælaframleiðslu í Noregi. Þingfulltrúar sem skipta hundruðum koma frá flestum héruðum Noregs.  Meðal gesta á þinginu er Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar. Read more „Gestur á þingi NNN“

Félagsjakkarnir komnir

Fyrsta sendingin af félagsjökkum stéttarfélaganna frá 66°Norður er komin í hús. Þeir sem eiga pantaða jakka geta komið við og tekið þá. Hins vegar ber að geta þess að að þeir sem pöntuðu jakka í síðustu viku fá þá ekki fyrr en síðar í þessum mánuði. Svo má geta þess að þeir sem ekki hafa þegar pantað jakka en vilja eignast jakka geta pantað þá á Skrifstofu stéttarfélaganna. Verð til félagsmanna er  kr. 12.000,-.

Fiskvinnslunámskeiði lokið

Eins og við sögðum frá hér á heimasíðunni hefur staðið yfir námskeið fyrir fiskvinnslufólk á félagssvæði Framsýnar þessa viku. Námskeiðinu lauk í dag og fengu allir þátttakendur viðurkenningarskjal eftir viðveruna á námskeiðinu og góðan árangur. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru af fiskvinnslufólki á námskeiðinu en um 120 starfsmenn tóku þátt í námskeiðinu frá fjórum vinnustöðum á svæðinu. Kennt var á fjórum stöðum vegna fjöldans. Read more „Fiskvinnslunámskeiði lokið“