Þjóðarsátt um hagsmuni ungs fólks

Á félagsfundi hjá Framsýn – stéttarfélagi þann 27. júní var umræða til undirbúnings næstu kjarasamninga. Kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum eru lausir 30. nóvember 2013. Nokkru síðar eru kjarasamningar við ríki og sveitarfélög lausir. Á fundinum komu fram ábendingar um mikilvægi þess að launþegar fái tryggingu fyrir meiri stöðugleika í framtíðinni. Read more „Þjóðarsátt um hagsmuni ungs fólks“

Umboðið til SGS og LÍV

Framsýn, stéttarfélag boðaði til félagsfundar í dag um kjaramál. Í upphafi fundar fór formaður félagsins hefur stöðu mála og hvenær kjarasamningar félagsins verða lausir. Þeir kjarasamningar sem Framsýn á aðild að eru almennt lausir í haust og fljótlega eftir næstu áramót. Á fundinum í dag var kallað eftir kröfum félagsmanna en til stendur að móta kröfugerðina í sumar og leggja hana fram í haust. Read more „Umboðið til SGS og LÍV“

Samningur um hvalaskoðun til umræðu

Fulltrúar Framsýnar ásamt lögmanni félagsins funduðu með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í gær undir stjórn Ríkissáttasemjara vegna kröfu Framsýnar um að gerður verði samningur um kaup og kjör starfsmanna við hvalaskoðun. Reiknað er með að viðræðum verði fram haldið á morgun, fimmtudag en fulltrúar Samtaka atvinnulífsins ætluðu að svara kröfum Framsýnar í hádeginu í dag.

Félagsfundur um kjaramál

Félagar í Framsýn, munið fund um kjaramál og mótun kröfugerðar á morgun fimmtudag 27. júní kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Mikilvægt er að félagsmenn mæti á fundinn og komi sínum skoðunum á framfæri.

Stjórn Framsýnar

Hálendisvegur til umræðu

Framsýn hefur tekið þátt í umræðu um hugsanlegan hálendisveg norðan Vatnajökuls. Fundað var um málið fyrir nokkrum dögum Í Mývatnssveit. Áhugafólk, Framsýn, atvinnuþróunarfélög og sveitarfélög á Norður- og Austurlandi sóttu fundinn. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í gær. Hálendisvegurinn á að ná frá Nýjadal á Þjórsársvæðinu að sunnanverðu að Kárahnjúkum að austanverðu. Read more „Hálendisvegur til umræðu“

Siðareglur staðfestar

Á aðalfundi Framsýnar voru staðfestar siðareglur fyrir félagið. Þær höfðu áður verið samþykktar í stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins og verið auk þess til kynnigar á heimasíðu stéttarfélaganna.  Hægt er að nálgast þær á heimasíðunni undir Framsýn, lög og reglugerðir. Á fundinum var skipuð Siðanefnd og hana skipa: Read more „Siðareglur staðfestar“

Félagsgjald og laun stjórnar

Aðalfundur Framsýnar samþykkti að félagsgjaldið verði óbreytt milli ára, það er 1% af launum félagsmanna. Þá var jafnframt samþykkt að laun stjórnar verði einnig óbreytt milli ára, það er að greiddir verði 3 tímar í yfirvinnu á taxta fiskvinnslufólks.

Kristbjörg hættir eftir eitt ár

Varaformaður Framsýnar, Kristbjörg Sigurðardóttir, gat þess í ræðu sem hún flutti á aðalfundi Framsýnar fyrir helgina að hún ætlaði að hætta sem varaformaður Framsýnar á næsta aðalfundi félagsins sem væntanlega verður haldinn í mars 2014. Kristbjörg hefur verið í trúnaðarstörfum fyrir félagið í 25 ár. Fram kom hjá Kristbjörgu að nú væri kominn tími til að stiga til hliðar eftir skemmtilegan og jafnframt gefandi tíma. Read more „Kristbjörg hættir eftir eitt ár“

Átakið Vertu á verði! gengur vel

Í lok febrúar hófu aðildarfélög ASÍ átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði! Almenningur og atvinnulífið eru þar hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja neytendur til aukinnar vitundar og liður í því er að senda ábendingar um verðhækkanir á vefsíðuna vertuaverdi.is

 
Henný Hinz hagfræðingur er verkefnisstjóri átaksins og hún segir það ganga vel, tæplega fjögur hundruð ábendingar hafi borist og um 10 þúsund manns heimsæki síðuna á mánuði. Viðtal við Henný má sjá í netsjónvarpi ASÍ

Ýmsar greiðslur til félagsmanna hækkaðar

Í ljósi góðrar stöðu Framsýnar var samþykkt að stórhækka greiðslur til félagsmanna sem sækja um styrki úr sjúkra- eða starfsmenntasjóði félagsins. Hækkanirnar taka gildi frá 1. júní 2013. Rétt er að taka fram að hækkanirnar taka mið af greiðslum félagsmanna til félagsins og reglugerðum sjóðanna. Hér koma dæmi um hækkanir: Read more „Ýmsar greiðslur til félagsmanna hækkaðar“

Sterk staða tryggir félagsmönnum góð réttindi – klappað fyrir góðum árangri

Aðalfundur Framsýnar, stéttarfélags Þingeyinga fór fram í gærkvöldi. Fundurinn fór vel fram og voru fundarmenn mjög ánægðir með rekstur og starfsemi félagsins á umliðnu starfsári. Fundarmenn töldu ástæðu til að klappa fyrir starfsemi og rekstri félagsins. Hér koma nokkrir fréttamolar frá fundinum: Read more „Sterk staða tryggir félagsmönnum góð réttindi – klappað fyrir góðum árangri“

Staðið verði við fyrirheit um hækkun til þeirra lægst launuðu!

Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands (SGS) krefst þess að staðið verðið við þau fyrirheit að hækka laun kvennastétta innan heilbrigðisstofnana eins og gefin voru fyrirheit um í upphafi árs. Jafnlaunaátakið gerir ráð fyrir 4,8% hækkun til þeirra stétta sem skilgreindar eru sem kvennastéttir innan heilbrigðisstofnana og hafa nú þegar verið undirritaðir nýjir stofnanasamningar við einhverjar stofnanir sem tryggja slíka hækkun frá 1. mars. Read more „Staðið verði við fyrirheit um hækkun til þeirra lægst launuðu!“