Ýmsar greiðslur til félagsmanna hækkaðar

Í ljósi góðrar stöðu Framsýnar var samþykkt að stórhækka greiðslur til félagsmanna sem sækja um styrki úr sjúkra- eða starfsmenntasjóði félagsins. Hækkanirnar taka gildi frá 1. júní 2013. Rétt er að taka fram að hækkanirnar taka mið af greiðslum félagsmanna til félagsins og reglugerðum sjóðanna. Hér koma dæmi um hækkanir: 

Félagsmenn sem fullnýta sér þann rétt sem þeir eiga í almennum starfsmenntasjóðum sem Framsýn á aðild að fá til viðbótar frá félaginu allt að kr. 60.000,- þurfi þeir á því að halda.

Fæðingarstyrkur til félagsmanna hækkar úr kr. 60.000,- í kr. 100.000,-.

Ættleiðingastyrkur hækkar úr kr. 60.000,- í kr. 100.000,-.

Heilsueflingarstyrkur hækkar úr kr. 12.000,- í kr. 15.000,-.

Útfararstyrkur hækkar úr kr. 300.000,- í kr. 330.000,-.

Glasafrjóvgun/tæknifrjóvgun hækkar úr kr. 25.000,- í kr. 100.000,-.

Áhættumat hjá hjartavernd hækkar úr kr. 8.000,- í kr. 17.000,-.

Styrkur vegna kaupa á heyrnatækjum hækkar úr kr. 60.000,- í kr. 100.000,-.

Styrkur vegna laseraðgerða á augum hækkar úr kr. 60.000,- í kr. 100.000,-.

Styrkur vegna kaupa á gleraugum hækkar úr kr. 30.000 í kr. 40.000,-.

Styrkur vegna sálfræðiaðstoðar hækkar úr kr. 3.000,- í kr. 6.000,- per tíma.

Styrkur vegna félags- eða fjölskylduráðgjafar hækkar úr 0,- í kr. 6.000,- per tíma.

Reglubundin krabbameinsleit hjá konum verður að fullu greidd.

Krabbameinsleit í ristli/blöðruháls er greidd allt að kr. 15.000,-.

Deila á