Sjóða rækjuna um borð í bátnum

Nýstárlegar rækjuveiðar hefjast í Skjálfanda um næstu helgi, en fyrirtækið Eyrarhóll frá Húsavík hefur keypt sjötíu og fimm tonna bát og búið hann til veiðanna. Rækjan verður soðin um borð, kæld og svo verður henni pakkað þannig að hún kemur tilbúin til afhendingar í höfn. Árni Guðmundsson, einn aðstandenda Eyrarhóls, segir hana verða flutta út, aðallega til Svíþjóðar og Noregs. Read more „Sjóða rækjuna um borð í bátnum“

Misskipting og kjaraviðræður

Lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði fyrir starfsfólk sem unnið hefur fjóra mánuði eða lengur eru 204.000 krónur á mánuði og eftir skatta og önnur gjöld eru útborguð laun tæplega 168.000 krónur á mánuði. Þó flestir séu á hærri launum þá má fyrir þessa upphæð kaupa vinnuframlag í heilan mánuð og getur það varla talist hátt verð. Í haust verður gengið til samninga um meðal annars lágmarkslaun á vinnumarkaðnum. Read more „Misskipting og kjaraviðræður“

Nýr vefur BSRB

BSRB hefur tekið nýjan vef í notkun. Mest af því efni sem var á gamla vefnum er aðgengilegt á þeim nýja en á næstu vikum mun meira af efni verða sett inn á vefinn og frekari endurbætur gerðar á honum. Ef notendum reynist erfitt að nálgast einhverjar ákveðnar upplýsingar er hægt að hafa samband við skrifstofu BSRB í síma 525 8300 eða á netfangið bsrb@bsrb.is. Read more „Nýr vefur BSRB“

Sveinn er maðurinn

Fjölmargir tóku þátt í helgargetraun Heimasíðu stéttarfélaganna.  Getraunin fólst í því að finna út hver væri á myndinni. Flestir höfðu rétt fyrir sér en þó komu nokkrir með nöfn á öðrum mönnum. Maðurinn á myndinni er Sveinn Birgir Hreinsson og er myndin tekin á Mærudögum. Dregið hefur verið úr réttum svörum. Vinningshafi er Gunnar Sigurðsson á Kópaskeri. Gunnar fær konfekt í verðlaun. Takk fyrir þátttökuna.

Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar

Út er kominn staðallinn ÍST 85 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar. Staðallinn er ætlaður sem grundvöllur fyrir vottunarkerfi að því er varðar launajafnrétti kynja á vinnustöðum. Markmið hans er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum. Jafnframt gefst þeim sem uppfylla skilyrði staðalsins möguleiki á að fá vottun þar um. Read more „Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar“

Smá grín fyrir þá sem heima sitja um helgina!

Þessi mynd er tekin af góðum manni nokkuð löngum sem var á Mærudögum á Húsavík um síðustu helgi. Myndin er tekin við höfnina og býr maðurinn á Húsavík, það er í suðurbænum. Þeim landsmönnum sem ætla ekki í útilegu um helgina gefst tækifæri á að taka þátt í getraun á vegum heimasíðu stéttarfélaganna svo þeim leiðist ekki um helgina. Sem sagt, hver er maðurinn á myndinni? Beðið er um fullt nafn. Þeir sem telja sig hafa rétt svar eru beðnir um að senda það á netfangið kuti@framsyn.is. Að sjálfsögðu eru vegleg verðlaun í boði og dregið verður úr réttum svörum á þriðjudaginn. Góða skemmtun og ánægjulega helgi landsmenn góðir. (Sjá stærri mynd af manninum góða) Read more „Smá grín fyrir þá sem heima sitja um helgina!“

Húsnæðis- og kjaramál til umræðu

Stjórn Þingiðnar kemur saman til fundar miðvikudaginn 7. ágúst  kl. 18:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Mál sem verða til umræðu eru kjaramál, húsnæðismál stéttarfélaganna, Vaðlaheiðargöng, þing AN í haust og AN-kortið sem veitir félagsmönnum afslátt víða um land.

Framsýn ávalt á vaktinni – samningsbrot í ferðaþjónustu

Að venju hefur mikið verið að gera á Skrifstofu stéttarfélaganna í sumar við að sinna starfsfólki við ferðaþjónustu. Því miður hefur töluvert verið um samningsbrot í greininni sem Framsýn lítur alvarlegum augum. Unnið hefur verið að því með starfsfólki og yfirmönnum viðkomandi fyrirtækja að koma hlutunum í lag. Read more „Framsýn ávalt á vaktinni – samningsbrot í ferðaþjónustu“

Starfsfólk vantar í vegagerð

Nú standa yfir miklar framkvæmdir á veginum frá Húsavík upp að þeistareykjum þar sem verið er að byggja upp Reykjaheiðarveginn. Vöntun er á starfsmönnum með meirapróf til að vinna á vörubílum og öðrum tækjum.  Áhugsamir eru beðnir um að hafa samband við Hólmgeir í síma 8945348 sem veitir frekari upplýsingar.

Innistaða fyrir arðgreiðslum en ekki hærri launum

Sem betur fer hefur árað vel í íslenskum sjávarútvegi á undanförnum árum. Þess vegna lagði Framsýn til í síðustu kjarasamningum að fiskvinnslufólk fengi að njóta þess í hærri launum. Fyrir þá sem ekki vita eru byrjunarlaun starfsmanna í fiskvinnslu kr. 198.153 á mánuði. Því miður varð ekki samstaða innan verkalýðshreyfingarinnar um þessa tillögu. Read more „Innistaða fyrir arðgreiðslum en ekki hærri launum“

Guðni sigraði á Mærudögum

Hin árlega og vinsæla hrútasýning Fjáreigendafélags Húsavíkur fór fram um helgina. Að þessu sinni var keppnin afar spennandi. Keppt var í tveimur flokkum, það er flokki eldri og yngri hrúta.  Eftir að dómararnir, Sigurður Þórarinsson úr Skarðaborg og Guðmundur Jónsson úr Fagraneskoti höfðu endurmetið hrútana þar sem tveir voru jafnir og efstir dæmdu þeir kynbótahrútinn Guðna Ágústsson í fyrsta sæti. Read more „Guðni sigraði á Mærudögum“