Mærudagar – Botnsvatnshlaup

Hin árlega bæjarhátið Húsvíkinga – Mærudagar er að hefjast og stendur fram á sunnudag. Að venju er í boði fjölbreytt dagskrá, við allra hæfi. Á heimasíðu Húsavíkurstofu (www.visithusavik.is) er hægt að nálgast dagskrá Mærudaganna.

Eitt af því sem boðið verður upp á er Botnsvatnshlaup Landsbankans, en það verður haldið á laugardaginn kl. 12:00.

Hlaupið hefst við Botnsvatn kl. 12:00 á laugardaginn og lýkur í Skrúðgarðinum í miðbæ Húsavíkur. Í boði eru 2,6 km. og 7,6 km.. Þátttakendur ákveða sjálfir hvort þeir ganga, jogga eða hlaupa. Hlaupið fer fram við Botnsvatn og síðan er farið niður Búðárárstíginn. Margir telja þetta fallegustu hlaupaleið landsins. Í marki bíður hressing frá MS. Ekkert þátttökugjald er í hlaupinu. Skráning á staðnum frá kl. 11:30. Útdráttarverðlaun og verðlaun fyrir 1. sæti karla og kvenna í 7,6 km. hlaupinu.

Deila á