Raunfærnimat í skipstjórn

Ef þú ert orðinn 25 ára og  hefur starfað á sjó í 5 ár eða lengur og hefur áhuga á að ná þér í stýrimanns- og skipstjórnarréttindi þá gæti raunfærnimat hentað þér. Raunfærnimat í skipstjórn miðar að því að meta þá færni sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Metið er upp í nám í skipstjórn á B stigi (45.m. skip). Read more „Raunfærnimat í skipstjórn“

Fundað út og suður!

Um þessar mundir er mikil undirbúningur í gangi á vegum Starfsgreinasambands Íslands varðandi komandi kjaraviðræður við atvinnurekendur. Fulltrúar Framsýnar taka virkan þátt í þessari vinnu. Á morgun hefur t.d. verið boðað til fundar í Reykjavík um málefni starfsfólks í fiskeldi, fiskvinnslu og ferðaþjónustu.

Frá Botnsvatni til Berlínar

Um gildi hollrar hreyfingar þarf ekki að efast lengur. Hreyfing og þolþjálfun í ca. 30 mín. 4-6 sinnum í viku hefur geysilegt forvarnargildi gagnvart flestum líkamlegum kvillum og sjúkdómum. Hreyfing styður ónæmiskerfið þannig að við verðum ekki eins útsett fyrir pestum og innflúensum. Áhrif hreyfingar á stoðkerfið eru mjög jákvæðar, hún styrkir bein og vöðva, hjálpar við þyngdarstjórnun og dregur úr verkjum. Read more „Frá Botnsvatni til Berlínar“

Verulegur bati á vinnumarkaði

Nýjustu tölur af vinnumarkaði benda til þess að mun meiri gangur sé í honum um þessar mundir en raunin var í fyrra, og virðist staða hans ekki hafa verið betri síðan fyrir hrun. Stingur þetta talsvert í stúf við nýlegar tölur frá eftirspurnarhlið hagkerfisins. Á sama tíma og dregið hefur úr atvinnuleysi og starfandi fólki er að fjölga, sem ætti að öllu jöfnu að ýta undir vöxt í einkaneyslu, benda nýlegir hagvísar til þess að lítill vöxtur sé í einkaneyslu. Read more „Verulegur bati á vinnumarkaði“

Fundur á vegum SGS um kjaramál

Fulltrúar frá þeim 16 stéttarfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands sem samþykkt hafa að veita sambandinu samningsumboð munu funda á Hótel Heklu á Suðurlandi á fimmtudag og föstudag. Á fundinum verður unnið að kröfugerð sambandsins, skipað í undirnefndir, farið yfir verklag og gengið frá forgangskröfum. Tveir fulltrúar verða frá Framsýn á fundinum, formaður og varaformaður.

Fréttabréfið klárt

Rétt í þessu var Fréttabréf stéttarfélaganna að koma úr prentun. Að venju er þetta vinsæla blað fullt af fréttum og fróðleik úr starfi stéttarfélaganna. Það mun berast lesendum á föstudaginn eða strax eftir helgina.