Gleðileg jól!

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýlsum og starfsmenn félaganna óska félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Þingiðn
Framsýn- stéttarfélag
 Starfsmannafélag Húsavíkur

Stéttarfélögin gleðja fyrir jólin

Starfsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum gerðu sér ferð á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og færðu heimilismönnum í Skógarbrekku sem áður bar nafnið Öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga tertu í tilefni jólanna. Líkt og á Hvammi, sem einnig fékk tertu frá stéttarfélögunum, voru allir ánægðir með jólaglaðninginn frá félögunum. Read more „Stéttarfélögin gleðja fyrir jólin“

Fundað stíft um kjaramál – jólafríið bíður

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur í dag setið á fundum í Reykjavík og yfirfarið tilboð Samtaka atvinnulífsins og útspil ríkistjórnarinnar í skattamálum. Samninganefndin fundaði reyndar í gær líka. Að sögn Aðalsteins formanns Framsýnar, sem verið hefur í sambandi við félaga sína í samninganefndinni í gegnum Skype, er hann mjög óánægður með tilboð SA og tillögur stjórnvalda í skattamálum. Read more „Fundað stíft um kjaramál – jólafríið bíður“

Færðu HÞ augnþrýstimæli að gjöf

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, Framsýn, Starfsmannafélag Húsavíkur og Þingiðn í samstarfi við útibú Íslandsbanka á Húsavík færðu Heilbrigðisstofnun Þingeyinga í dag veglega gjöf. Um er að ræða Icare augnþrýstimæli. Nýja tækið kemur í staðinn fyrir gamalt og úrelt tæki sem er orðið yfir 20 ára gamalt. Tækið kostar tæpar 800 þúsund krónur.  Read more „Færðu HÞ augnþrýstimæli að gjöf“

Hvað gerist í dag?

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur verið boðuð til fundar í dag til að ræða stöðuna í kjaramálum. Áður var búið að gefa út að ekki yrði fundað aftur fyrr en eftir áramótin. Spurningin er, gerist eitthvað í dag? Formaður Framsýnar er í samninganefnd Starfsgreinasambandsins ásamt öðrum formönnum aðildarfélaga sambandsins.

Orð eru dýr

Nokkur fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisbótum hefur haft samband, bæði við Alþýðusambandið og aðildarfélög þess, vegna ótta um að hætt verði að greiða atvinnuleysisbætur þar sem Atvinnuleysistryggingasjóður sé tómur og fjármagn ekki til staðar. Read more „Orð eru dýr“

Innlegg ASÍ og BSRB skipti sköpum varðandi desemberuppbótina

Hugmyndir forystu ASÍ og BSRB um tilflutning á fjármunum frá Virk Starfsendurhæfingarsjóði yfir til Atvinnuleysistryggingasjóðs á þessu ári til að fjármagna desemberuppbót gegn því að fjármunum yrði varið til að tryggja ráðgjöf og vinnumiðlun við atvinnuleitendur á næsta ári var ráðandi þáttur í þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót, eins og tíðkast hefur. Read more „Innlegg ASÍ og BSRB skipti sköpum varðandi desemberuppbótina“