Funduðu með Vísi í dag

Forsvarsmenn Framsýnar funduðu í dag með fulltrúum Vísis hf. um áform fyrirtækisins að hætta starfsemi á Húsavík síðar í þessari viku og stöðu starfsmanna við ráðningarslitin. Forsvarsmenn fyrirtækisins munu síðan funda með starfsmönnum á morgun.

Samið fyrir starfsfólk á Edduhótelum

Starfsgreinasambandið hefur fh. aðildarfélaga sambandsins gengið frá nýjum kjarasamningi fyrir starfsfólk á Edduhótelum. Samningurinn nær m.a. til starfsfólks innan Framsýnar sem starfar á Edduhótelinu á Stórutjörnum yfir sumarið. Starfsmenn sem koma til með að vinna á hótelinu í sumar er velkomið að líta við á Skrifstofu stéttarfélaganna og fá kynningu á samningnum.

Fundur með forsvarsmönnum Vísis hf.

Framsýn hefur loksins fengið fund með stjórnendum Vísis hf.  á Húsavík um stöðu mála og hvort fyrirtækið ætli að standa við áform um að hætta starfsemi á Húsavík 1. maí. Framsýn ásamt Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga og Norðurþingi hafa mótmælt þessum áformum harðlega og þá er töluverð reiði í bænum með stöðu mála. Fundur Framsýnar og Vísismanna verður næsta mánudag. Read more „Fundur með forsvarsmönnum Vísis hf.“

Neysluviðmið – gagnlegt upplýsingatæki

Í vikunni hélt Framsýn – stéttarfélag opinn kynningar- og umræðufund um neysluviðmið. Framsögu hafði Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu.  Í máli hennar kom fram að starf stjórnvalda við gerð neysluviðmiða hófst á árinu 2010 með stofnun stýrihóps. Árið 2011 var kynnt ítarleg skýrsla um málið og virkjuð aðgengileg reiknivél á vef ráðuneytisins. Read more „Neysluviðmið – gagnlegt upplýsingatæki“

Framsýn krefst fundar með Vísi

Framsýn hefur þegar átt einn fund með forsvarsmönnum Vísis en fundurinn var haldinn af frumkvæði Vísis klukkutíma áður en starfsmönnum var tilkynnt um áform fyrirtækisins að hætta starfsemi á Húsavík 1. maí n.k. Formaður Framsýnar hefur síðustu daga verið í sambandi við forsvarsmenn fyrirtækisins og krafist fundar þar sem farið verði yfir stöðuna og ábyrgð fyrirtækisins gagnvart samfélaginu og starfsmönnum sem búa við mikla óvissu um þessar mundir. Read more „Framsýn krefst fundar með Vísi“

Jákvæðni á íbúafundi á Raufarhöfn

Íbúasamtök Raufarhafnar stóðu fyrir íbúafundi á Raufarhöfn á þriðjudaginn sem tengist tilraunaverkefni sem staðið hefur yfir á Raufarhöfn.  Árið 2012 hófst tilraunaverkefni á Raufarhöfn að frumkvæði Byggðastofnunar. Verkefnið sem hlaut heitið „Brothættar byggðir“ nær nú að auki til Bíldudals, Breiðdalshrepps og Skaftárhrepps.  Read more „Jákvæðni á íbúafundi á Raufarhöfn“