Að venju bjóða stéttarfélögin Þingeyingum og landsmönnum öllum upp á stórkostlega dagskrá 1. maí. Karlakórinn Hreimur, Lára Sóley, Hjalti, Lay Low og Raggi Bjarna verða á svæðinu. Dagskráin hefst kl. 14:00 og fer fram í Íþróttahöllinni á Húsavík. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Read more „Hátíðarhöldin 1. maí 2014“
Funduðu með Vísi í dag
Samið fyrir starfsfólk á Edduhótelum
Starfsgreinasambandið hefur fh. aðildarfélaga sambandsins gengið frá nýjum kjarasamningi fyrir starfsfólk á Edduhótelum. Samningurinn nær m.a. til starfsfólks innan Framsýnar sem starfar á Edduhótelinu á Stórutjörnum yfir sumarið. Starfsmenn sem koma til með að vinna á hótelinu í sumar er velkomið að líta við á Skrifstofu stéttarfélaganna og fá kynningu á samningnum.
Fundur með forsvarsmönnum Vísis hf.
Framsýn hefur loksins fengið fund með stjórnendum Vísis hf. á Húsavík um stöðu mála og hvort fyrirtækið ætli að standa við áform um að hætta starfsemi á Húsavík 1. maí. Framsýn ásamt Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga og Norðurþingi hafa mótmælt þessum áformum harðlega og þá er töluverð reiði í bænum með stöðu mála. Fundur Framsýnar og Vísismanna verður næsta mánudag. Read more „Fundur með forsvarsmönnum Vísis hf.“
Neysluviðmið – gagnlegt upplýsingatæki
Í vikunni hélt Framsýn – stéttarfélag opinn kynningar- og umræðufund um neysluviðmið. Framsögu hafði Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu. Í máli hennar kom fram að starf stjórnvalda við gerð neysluviðmiða hófst á árinu 2010 með stofnun stýrihóps. Árið 2011 var kynnt ítarleg skýrsla um málið og virkjuð aðgengileg reiknivél á vef ráðuneytisins. Read more „Neysluviðmið – gagnlegt upplýsingatæki“
Starfsmenn Landsvirkjunar athugið
Á næstu dögum hefjast viðræður milli Starfsgreinasambands Íslands og Landsvirkjunar um nýjan kjarasamning sem Framsýn á aðild að. Framsýn hvetur félagsmenn sem starfa hjá Landsvirkjun að koma sínum ábendingum á framfæri varðandi áherslur þeirra í komandi kjaraviðræðum við Landsvirkjun. Read more „Starfsmenn Landsvirkjunar athugið“
Framsýn samþykkir kjarasamning við ríkið
Talin hafa verið atkvæði vegna samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamningi milli fjármála og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn á aðild að og reyndar Verkalýðsfélag Þórshafnar líka. Read more „Framsýn samþykkir kjarasamning við ríkið“
Húsavík lifandi um páskana
Ekki er annað vitað en að páskahátíðin hafi farið vel fram á Húsavík og menn hafi notið útiverunnar í botn. Töluvert var um viðburði á s.s. leiksýningar á vegum Leikfélags Húsavíkur, gönguskíðamót, dansleikir og þá var listamaðurinn Kári Sigurðsson með málverkasýningu í Safnahúsinu sem reyndar stendur yfir fram eftir þessari viku. Read more „Húsavík lifandi um páskana“
Opinn áhugaverður fundur á morgun, miðvikudag
Eins og fram hefur komið á heimasíðunni þá stendur Framsýn fyrir opnum fundi um neysluviðmið á Íslandi. Fundurinn verður haldinn á morgun,miðvikudag 23. apríl í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. Fundurinn hefst kl. 20:00. Gestur fundarins verður Sigríður Jónsdóttir sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu. Read more „Opinn áhugaverður fundur á morgun, miðvikudag“
Mögnuð hátíð framundan 1. maí
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum standa fyrir veglegri hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí 2014 kl. 14:00. Að venju er reiknað með fullu húsi enda dagskráin við allra hæfi. Sjá dagskrána: Read more „Mögnuð hátíð framundan 1. maí“
Fulltrúar á ársfund Stapa – vilt þú vera fulltrúi?
Félagsmenn Framsýnar sem hafa áhuga á að vera fulltrúar félagsins á ársfundi Lífeyrissjóðsins Stapa sem fram fer í Hofi á Akureyri 21. maí eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir 10. maí. Read more „Fulltrúar á ársfund Stapa – vilt þú vera fulltrúi?“
Byggðastofnun vill aukinn réttindi launafólks á dreifðum svæðum
Í nýlegu erindi forstjóra Byggðastofnunar til Starfsgreinasambands Íslands og annarra tengdra aðila er kynnt að stofnunin hafi komið að nokkrum byggðaþróunarverkefnum, m.a. á Raufarhöfn. Read more „Byggðastofnun vill aukinn réttindi launafólks á dreifðum svæðum“
Orð skulu standa Vísismenn!!
Málefni starfsmanna Vísis hf. á Húsavík voru til umræðu á stjórnarfundi Framsýnar í gærkvöldi. Samþykkt var að álykta um stöðu mála en flest bendir til þess að fyrirtækið loki starfsstöð fyrirtækisins á Húsavík um næstu mánaðamót með tilheyrandi afleiðingum fyrir starfsmenn og samfélagið við Skjálfanda. Sjá ályktun: Read more „Orð skulu standa Vísismenn!!“
Gjaldtöku hafnað á náttúruperlur
Starfsgreinasamband Íslands sendi nýlega frá sér tvær áhugaverðar ályktanir í kjölfar formannafundar sambandsins í lok mars. Fundurinn hafnar gjaldtöku við náttúruperlur og lýsir yfir miklum áhyggjum af þeim aðstöðumun sem fólk býr við sem á langt að sækja grunnþjónustu. Read more „Gjaldtöku hafnað á náttúruperlur“
Ársfundur Virk 2014 í Þingeyjarsýslum
Mánudaginn 7. apríl s.l. var haldinn á Húsavík, aðal- og kynningarfundur fyrir Virk – starfsendurhæfingarsjóð í Þingeyjarsýslu. Read more „Ársfundur Virk 2014 í Þingeyjarsýslum“
Landsmót UMFÍ 50+ haldið á Húsavík
Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af skemmtun og keppni. Fjölmargar keppnisgreinar eru í boði sem og önnur afþreying um mótshelgina og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, ýmist til að keppa, fylgjast með eða forvitnast! Read more „Landsmót UMFÍ 50+ haldið á Húsavík“
Vertíðin að hefjast
Það eru mörg verkin sem þarf að vinna áður en hvalaskoðunarvertíðin hefst að fullu í sumar. Tíminn hefur meðal annars verið notaður til að mála og laga hvalaskoðunarbátana. Hvalaskoðunarfyrirtækin eru bjartsýn á sumarið. Read more „Vertíðin að hefjast“
Færeyjaferð
Vegna forfalla eru örfá sæti laus í Færeyjaferð stéttarfélaganna í haust. Frekari upplýsingar er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna. Verðið er aðeins kr. 95.000,-. Read more „Færeyjaferð“
Framsýn krefst fundar með Vísi
Framsýn hefur þegar átt einn fund með forsvarsmönnum Vísis en fundurinn var haldinn af frumkvæði Vísis klukkutíma áður en starfsmönnum var tilkynnt um áform fyrirtækisins að hætta starfsemi á Húsavík 1. maí n.k. Formaður Framsýnar hefur síðustu daga verið í sambandi við forsvarsmenn fyrirtækisins og krafist fundar þar sem farið verði yfir stöðuna og ábyrgð fyrirtækisins gagnvart samfélaginu og starfsmönnum sem búa við mikla óvissu um þessar mundir. Read more „Framsýn krefst fundar með Vísi“
Jákvæðni á íbúafundi á Raufarhöfn
Íbúasamtök Raufarhafnar stóðu fyrir íbúafundi á Raufarhöfn á þriðjudaginn sem tengist tilraunaverkefni sem staðið hefur yfir á Raufarhöfn. Árið 2012 hófst tilraunaverkefni á Raufarhöfn að frumkvæði Byggðastofnunar. Verkefnið sem hlaut heitið „Brothættar byggðir“ nær nú að auki til Bíldudals, Breiðdalshrepps og Skaftárhrepps. Read more „Jákvæðni á íbúafundi á Raufarhöfn“
