Semja bræðslumenn í dag

Góður gangur hefur verið í viðræðum Verkalýðsfélags Þórshafnar og Samtaka atvinnulífsins vegna sérkjarasamnings starfsmanna í bræðslunni á Þórshöfn. Loðnubræðslan á Þórshöfn er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. Að sögn samninganefndar starfsmanna er ekki ólíklegt að skrifað verði undir nýjan sérkjarasamning síðar í dag eða kvöld. Heimasíðan mun fylgjast með gangi viðræðna í dag. Read more „Semja bræðslumenn í dag“

Bankastjóri = 12 fiskvinnslukonur

Framsýn hefur staðið fyrir tveimur kynningarfundum í dag um sáttatillögu ríkissáttasemjara. Fyrri fundurinn var kl. 17:00 og sá síðari kl. 20:00. Ljóst er að félagsmenn eru ánægðir með baráttu félagsins sem skilaði því að kjarasamningurinn frá 21. desember 2013 var felldur víða um land. Afraksturinn er sáttatillaga ríkissáttasemjara sem nú er til kynningar og atkvæðagreiðslu. Read more „Bankastjóri = 12 fiskvinnslukonur“

Félagsfundir í dag

Félagar í Framsýn, munið félagsfundina í dag um sáttatillögu ríkissáttasemjara. Klukkan 17:00 er fundur með erlendum félagsmönnum og síðan kl. 20:00 er almennur félagsfundur um sáttatillöguna. Hægt verður að greiða atkvæði um tillöguna á fundinum.

Uwaga !

Zwiazki zawodowe Framsýn zapraszaja Polakow na zebranie, ktore odbedzie sie 3 marca o godz.17:00 w sali zebran ( Gardarsbraut 26 ) .Tematem zebrania bedzie nowa umowa dotyczaca podwyzek.Wszyscy mile widziani.      Zwiazki Zawodowe Framsýn

Gengið frá viðræðuáætlun

Framsýn gekk í dag frá viðræðuáætlun við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna starfsmanna sveitarfélaga á félagssvæðinu. Kjarasamningur félagsins við sambandið rennur út í lok apríl n.k. Ekki var áhugi fyrir því meðal stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar að afhenda Starfsgreinasambandi Íslands umboð til samningagerðar fyrir félagið eftir framkomu formanns SGS í garð félagsins og Verkalýðsfélags Akraness á dögunum. Read more „Gengið frá viðræðuáætlun“

Styðja við bakið á skagamönnum

Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundi Framsýnar í gær; Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar sendir Verkalýðsfélagi Akraness baráttukveðjur vegna kjaradeilna félagsins við stóriðjufyrirtækin í Hvalfirði er viðkoma sérkjarasamningum félagsins og fyrirtækjanna.