Eins og fram hefur komið boðaði Vísir hf. rekstrarstöðvun á Húsavík vegna hráefnisskorts með mánaðar fyrirvara. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa jafnframt tjáð starfsfólkinu að fiskvinnslu á vegum fyrirtækisins á Húsavík sé hætt. Framsýn hefur gert alvarlegar athugsemdir við þennan gjörning og í dag hófu lögfræðingar félagsins undirbúning að því að stefna fyrirtækinu fyrir Félagsdóm vegna vanefnda á kjarasamningi.
Það er margt mjög sérstakt við þetta mál og þess má geta m.a. að samkvæmt upplýsingum sem fram koma á vef Fiskistofu á fyrirtækið 1.442.275 þorsígildistonn. Samkvæmt því eiga þeir nægt hráefni til að vinna. Þeir eiga sem sagt hráefni til að vinna en hafa ekki vinnslu lengur á Húsavík til að vinna hráefnið. Þetta kallar fyrirtækið rekstrarstöðvun vegna hráefnisskorts.
Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir á kvóta samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu til að vinna en bera við tilbúnum hráefnisskorti.