Göngur og réttir

Frístundabændur á Húsavík fóru í aðrar göngur á þessu hausti um helgina og réttuðu síðan í Húsavíkurrétt á laugardaginn. Töluvert fjölmenni var á réttinni og sumir voru á því að mannfólkið hefði verið fjölmennara en sauðfé bænda. Sjá myndir  

Vel gekk að smala á laugardaginn. Talið er að um 5-600 fjár hafi verið á réttunum á Húsavík. Það er frá Tjörnesi, Kelduhverfi, Aðaldal, Reykjahverfi og Húsavík.

Falleg ær með tvö lömb á heimleið.

Jónas er hraustur maður, hér er hann með einn hrút sem þurfti hjálp til að komast til byggða.

Endaspretturinn, hér er verið að reka inn í Bakkarétt.

Matarhlé hjá bændum áður en byrjað er að draga.

Stórir og smáir voru að draga, hér er Sæþór Orri með eina sem hann á og ber nafnið Nunna.

Þeir eru allir miklir áhugamenn um sauðfé, Viðar, Þórarinn og Helgi Héðins. Þeir voru meðal fjölmargra sem lögðu leið sína á Húsavíkurrétt.

Jón Ágúst sem er virtur fjárræktandi á Húsavík er hér ásamt barnabarni. Hún ber nafnið Apríl Emma.

Það var mikið líf í réttunum og mikið af fólki.

Deila á