Hækkun til starfsmanna HÞ

Framsýn hefur gengið frá nýjum stofnanasamningi við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sem byggir á ákvörðun fyrrverandi ríkistjórnar að laga kjör kvenna á heilbrigðisstofnunum. Framlagið sem er til skiptana er 4,8% og kemur til viðbótar umsömdum launahækkunum og hefur því ekki áhrif á almennar launahækkanir til starfsmanna á tímabilinu. 

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður milli talsmanna Framsýnar og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga um hvernig best sé að deila þessu framlagi meðal starfsmanna. Að hálfu Framsýnar hefur formaður félagsins ásamt trúnaðarmönnum tekið þátt í viðræðunum. Trúnaðarmenn starfsmanna eru, Kristrún Sigtryggsdóttir og Guðrún St. Steingrímsdóttir. 

Niðurstaðan er þessi: 

a)  Allir starfsmenn fá tvo launaflokka til viðbótar núverandi launaflokkum.
b)  Starfsmenn sem sinna næturvöktum fá einn launaflokk til viðbótar á meðan næturvaktir eru inn í þeirra vaktaplani.
c)  Starfsmenn með 18 ára starfsaldur fá einn launaflokk til viðbótar. 

Samkvæmt þessu fyrirkomulagi geta starfsmenn fengið frá tveimur upp í fjóra launaflokka eftir starfsaldri og hvort þeir gegna næturvöktum. 

Nýr stofnanasamningur gildir frá 1. mars 2013. Við næstu útborgun launa fá allir starfsmenn leiðréttingu launa frá 1. mars.  Mikilvægt er að starfsmenn skoði næsta launaseðil mjög vel vegna leiðréttinganna. 

Rétt að hvetja starfsmenn til að kynna sér vel gildandi stofnanasamning Framsýnar og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Menn þurfa að hafa í huga hvort þeir eru á réttum launum eða ekki samkvæmt stofnanasamningnum. Endilega hafið samband við trúnaðarmenn eða Skrifstofu stéttarfélaganna vanti ykkur frekari upplýsingar. 

PS. Til viðbótar má geta þess að 1. janúar 2014 eiga félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá HÞ rétt á sérstakri eingreiðslu frá stofnunni kr. 38.000,-m.v. fullt starf til viðbótar almennum launahækkunum. Starfsmenn í hlutastarfi fá hlutafallslega greiðslu. Upphæðin er kjarasamningsbundin og kemur stofnanasamningnum ekkert við.

Framsýn hefur gengið frá Stofnanasamningi við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Hér eru trúnaðarmennirnir, Guðný og Kristrún ásamt Áslaugu og Jóni Helga frá HÞ að ganga frá samningnum. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á Baldursson, tók einnig þátt í viðræðunum. Rétt er að þakka Ólafi Darra hagfræðingi ASÍ fyrir aðkomuna en hann aðstoðaði samningamenn við frágang samningsins.

Deila á