Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?

Starfsmönnum er heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi stéttarfélag trúnaðarmennina. Verði kosningu eigi við komið skulu trúnaðarmenn tilnefndir af viðkomandi stéttarfélagi. Kjör trúnaðarmanna gildir í tvö ár. Read more „Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?“

Mikið álag á Skrifstofu stéttarfélaganna

Ljóst er að framkvæmdirnar á stór Húsavíkursvæðinu kalla á aukna vinnu hjá starfsmönnum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Hlutverk stéttarfélaga er meðal annars að koma í veg fyrir undirboð á vinnumarkaðinum, verja hagsmunni starfsmanna og standa fyrir öflugu eftirliti á svæðinu auk þess að vera í samskiptum við fjölmarga verktaka sem koma að uppbyggingunni. Read more „Mikið álag á Skrifstofu stéttarfélaganna“

Framsýn hefur áhyggjur af þróun mála varðandi greiðslur erlendra verktaka til samfélagsins

Framsýn, stéttarfélag hefur ákveðið að deila ákveðnum áhyggjum með sveitarfélögunum Norðurþingi og Þingeyjarsveit nú þegar framundan eru miklar framkvæmdir á Húsavík og á Þeistareykjasvæðinu í tengslum við uppbygginguna á Bakka. Read more „Framsýn hefur áhyggjur af þróun mála varðandi greiðslur erlendra verktaka til samfélagsins“

Skora á Vísi hf. að gera þegar í stað upp við starfsmenn

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti á fundi sínum að senda frá sér yfirlýsingu vegna vangoldinna launa Vísis hf. til starfsmanna fyrirtækisins sem störfuðu í starfsstöð fyrirtækisins á Húsavík áður en henni var lokað 1. maí 2014. Þrátt fyrir niðurstöðu Félagsdóms um að fyrirtækinu bæri að greiða starfsmönnum laun í stað þess að vísa þeim á atvinnuleysisbætur hefur fyrirtækið ekki gert upp við starfsmenn. Sjá yfirlýsingu Stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar: Read more „Skora á Vísi hf. að gera þegar í stað upp við starfsmenn“

Framsýn kallar eftir skoðun á áhrifum þess að tollar af landbúnaðarvörum verði felldir niður

Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar, stéttarfélags í kvöld. Í ályktuninni kallar Framsýn eftir úttekt stjórnvalda á áhrifum þess fyrir landbúnaðarhéruðin og starfsmenn í matvælaiðnaði verði tollverndinni breytt samkvæmt tollasamningi Íslands og ESB. Félagið telur algjört ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að staðfesta breytingarnar frá Alþingi án þess að vita hvað þær þýða í raun fyrir samfélagið, starfsmenn matvælafyrirtækja og veikar byggðir landsins. Read more „Framsýn kallar eftir skoðun á áhrifum þess að tollar af landbúnaðarvörum verði felldir niður“