Einingum skipað í land

Skip halda áfram að koma til Húsavíkur með húseiningar vegna framkvæmdanna sem tengjast uppbyggingunni á Bakka. Eins og kunnugt er er risin byggð á Þeystareykjum, við Bakka og þá mun LNS reisa þriðju vinnubúðirnar við Húsavíkurhöfða sem tengjast framkvæmdum við jarðgöngin í gegnum Húsavíkurhöfða og hafnarframkvæmdum á Húsavík. Read more „Einingum skipað í land“

Þriðja fjölmennasta félagið

Um þessar mundir stendur yfir atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem Framsýn á aðild að. Samkvæmt fyrirliggjandi kjörskrá er Framsýn þriðja fjölmennasta félagið innan Starfsgreinasambandsins er varðar fjölda þeirra sem eru á kjörskrá þeirra 15 stéttarfélaga sem aðild eiga að samningnum. Read more „Þriðja fjölmennasta félagið“

Blendnar tilfinningar hjá starfsmönnum sveitarfélaga

Framsýn stóð fyrir kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga í gærkvöldi. Framsýn á aðild að samningnum. Þrátt fyrir slæmt veður gerðu menn sér ferð á fundinn enda mikilvægt að fólk sé vel inn í sínum málum er varðar kjör og réttindi á vinnumarkaði. Read more „Blendnar tilfinningar hjá starfsmönnum sveitarfélaga“

Nemendur FSH í kynningu

Nokkrir nemendur úr Framhaldsskólanum á Húsavík komu í heimsókn í gær á Skrifstofu stéttarfélaganna til að fræðast um starfsemi félaganna og almennt um atvinnulífið. Gestirnir fengu kynningu auk þess sem þeir voru duglegir að bera fram spurningar um atvinnulífið enda voru þau að vinna verkefni tengdu heimsókninni. Sjá myndir: Read more „Nemendur FSH í kynningu“

Fundað á Þeistareykjum

Framsýn boðaði til fundar með starfsmönnum G&M á Þeistareykjum í vikunni. Pólska fyrirtækið hefur síðustu mánuði unnið að því að byggja upp stöðvarhúsið á Þeistareykjum. Hlé verður gert á uppbyggingunni um áramótin en síðan verður verkinu haldið áfram á nýju ári. Tæplega 80 pólskir starfsmenn hafa komið að verkinu fram að þessu. Á fundinum í gær var gengið frá kjöri á trúnaðarmanni, kosningu hlaut Lukas Lenarczyk. Read more „Fundað á Þeistareykjum“

Löglegt en pirrandi

Nærri 100 útlendingar eru um þessar mundir að störfum hjá ýmsum aðilum í Þingeyjarsýslum, sem launþegar hjá fyrirtækjum sem eru undirverktakar til dæmis við mannvirkjagerð á svæðinu. Mikið er umleikis nyrðra um þessar mundir, svo sem við virkjun á Þeistareykjum og þá eru framkvæmdir við byggingu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík komnar vel af stað. Read more „Löglegt en pirrandi“