Á síðustu vikum og mánuðum hefur Alþýðusambandinu og aðildarsamtökum þess borist upplýsingar um vaxandi fjölda erlendra fyrirtækja sem eru með tímabundna starfsemi hér á landi einkum í tengslum við mannvirkjagerð, en einnig aðra atvinnustarfsemi. Read more „ASÍ undrast fullyrðingar sviðsstjóra hjá RSK“
Staðan tekin með PCC
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum sem koma að framkvæmdunum á svæðinu vegna verksmiðjunar á Bakka leggja mikið upp úr góðu samstarfi við verktakana og alla þá sem koma að uppbyggingunni. Fyrir helgina funduðu félögin með stafsmanni PCC á Húsavík, Bergi Elíasi Ágústssyni. Read more „Staðan tekin með PCC“

Fundað með Leonhard Nilsen AS frá Noregi
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum átti Norska fyrirtækið Leonhard Nilsen & Sønner AS lægsta tilboðið í Bökkugarð og Bakkaveg frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarsvæðinu á Bakka. Tilboðið hljóðaði upp á 2.841 milljón króna sem nam 101,3 prósentum af áætluðum verktakakostnaði. Read more „Fundað með Leonhard Nilsen AS frá Noregi“

Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?
Starfsmönnum er heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi stéttarfélag trúnaðarmennina. Verði kosningu eigi við komið skulu trúnaðarmenn tilnefndir af viðkomandi stéttarfélagi. Kjör trúnaðarmanna gildir í tvö ár. Read more „Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?“

Allt þarf að skoða í ljósi reynslunnar
„Niðurstaða stórrar rannsóknar á viðhorfum ungmenna til búsetu í Norðurþingi og nágrenni sýnir að ungt fólk hefur ekki áhuga á að starfa í stóriðju líkt og þeirri sem fyrirhuguð er á Bakka. Í stað heimamanna eru það erlendir ríkisborgarar sem koma til með að fylla þeirra skarð.“ Read more „Allt þarf að skoða í ljósi reynslunnar“

RSK tekur ekki undir með Framsýn
Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag er haft eftir starfsmanni ríkisskattstjóra að ekkert bendi til þess að íslensk fyrirtæki útvisti verkefnum til erlendra fyrirtækja til að komast undan því að greiða skatta og skyldur á Íslandi eins og Framsýn haldi fram. Read more „RSK tekur ekki undir með Framsýn“

Framsýn í stað FH
Sunddeild Völsungs og Sundráð HSÞ hafa unnið saman að því undarfarin ár að skapa frábært sundfólk á öllum aldri. Í gær var komið að uppskeruhátíð sundfólks. Fjöldi fólks var saman komið í sal Borgarhólsskóla á Húsavík þar sem verðlaunaafhending fór fram fyrir góðan árangur á árinu. Read more „Framsýn í stað FH“
Gengið frá samkomulagi við G&M
Stéttarfélögin Framsýn og Þingiðn hafa gengið frá samkomulagi við pólska verktakafyrirtækið G&M Sp. Zo.o um kaup og kjör starfsmanna sem starfa hjá fyrirtækinu á Þeistareykjum. Samningaviðræður hafa staðið yfir síðustu vikurnar sem enduðu með undirskrift samnings milli aðila í gær. Read more „Gengið frá samkomulagi við G&M“

Til hamingju Flugfélagið Ernir!!
Flugfélagið Ernir fær til landssins í dag, föstudag, nýja flugvél. Um er að ræða Jetstream 32, 19 farþega skrúfuþotu, en fyrir á félagið þrjár slíkar vélar ásamt minni flugvélum. Nýja flugvélin er keypt frá Red Star í Tyrklandi og mun áhöfn frá Flugfélaginu Erni fljúga vélinni til Reykjavíkur. Read more „Til hamingju Flugfélagið Ernir!!“

Áskel Örn sigraði Framsýnarmótið
Áskell Örn Kárason vann öruggan sigur á Framsýnarmótinu í skák sem fram fór á dögunum. Áskell vann allar sínar skákir sex að tölu. Haraldur Haraldsson varð í öðru sæti með 5 vinninga og Elsa María Kristínardóttir varð í þriðja sæti með 3,5 vinninga eins og Hermann Aðalsteinsson, en Elsa María varð ofar á stigum. Read more „Áskel Örn sigraði Framsýnarmótið“

Stjórn Framsýnar boðuð til fundar á morgun
Stjórn Framsýnar hefur verið boðuð til fundar á morgun þar sem afgreiða þarf nokkur mál með hraði. Fundurinn hefst kl. 17:00. Read more „Stjórn Framsýnar boðuð til fundar á morgun“

Mikið álag á Skrifstofu stéttarfélaganna
Ljóst er að framkvæmdirnar á stór Húsavíkursvæðinu kalla á aukna vinnu hjá starfsmönnum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Hlutverk stéttarfélaga er meðal annars að koma í veg fyrir undirboð á vinnumarkaðinum, verja hagsmunni starfsmanna og standa fyrir öflugu eftirliti á svæðinu auk þess að vera í samskiptum við fjölmarga verktaka sem koma að uppbyggingunni. Read more „Mikið álag á Skrifstofu stéttarfélaganna“

Framsýn hefur áhyggjur af þróun mála varðandi greiðslur erlendra verktaka til samfélagsins
Framsýn, stéttarfélag hefur ákveðið að deila ákveðnum áhyggjum með sveitarfélögunum Norðurþingi og Þingeyjarsveit nú þegar framundan eru miklar framkvæmdir á Húsavík og á Þeistareykjasvæðinu í tengslum við uppbygginguna á Bakka. Read more „Framsýn hefur áhyggjur af þróun mála varðandi greiðslur erlendra verktaka til samfélagsins“

Skora á Vísi hf. að gera þegar í stað upp við starfsmenn
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti á fundi sínum að senda frá sér yfirlýsingu vegna vangoldinna launa Vísis hf. til starfsmanna fyrirtækisins sem störfuðu í starfsstöð fyrirtækisins á Húsavík áður en henni var lokað 1. maí 2014. Þrátt fyrir niðurstöðu Félagsdóms um að fyrirtækinu bæri að greiða starfsmönnum laun í stað þess að vísa þeim á atvinnuleysisbætur hefur fyrirtækið ekki gert upp við starfsmenn. Sjá yfirlýsingu Stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar: Read more „Skora á Vísi hf. að gera þegar í stað upp við starfsmenn“

Viðtalstími hjá formanni Framsýnar
Formaður stéttarfélagsins Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, verður til viðtals fimmtudaginn 29. október i aðstöðu félagsins á Þeistareykjum sem er í suðurendanum á skrifstofuhúsnæði Landsvirkjunar. Read more „Viðtalstími hjá formanni Framsýnar“

Vetrarlegt á Þeistareykjum
Fulltrúar Framsýnar fóru í vetfangsferð upp á Þeistareyki í dag. Þar var fjöldi fólks við störf á vegum verktakana sem sjá um uppbygginguna á svæðinu. Þrátt fyrir að snjór væri yfir svæðinu báru starfsmennirnir sig mjög vel enda harðduglegir menn. Sjá myndir: Read more „Vetrarlegt á Þeistareykjum“

Félagsleg undirboð –Aftur „2007“ eða verra?
Myndaður hefur verið starfshópur á vegum Alþýðusambands Íslands til að takast á við vaxandi vanda vegna félagslegra undirboða og svartar atvinnustarfsemi á íslenskum vinnumarkaði. Formaður Framsýnar situr í starfshópnum fh. Starfsgreinasambands Íslands. Read more „Félagsleg undirboð –Aftur „2007“ eða verra?“

Przewodniczacy Zwiazkow Zawodowych Framsýn przybedzie do Þeystareykjum w czwartek 29 pazdzirenika.
Przewodniczacy Zwiazkow Zawodowych Framsýn przybedzie do Þeystareykjum w czwartek 29 pazdzirenika. Biuro w ktorym bedzie obecny,znajduje sie w poludniowej czesci budynku biurowego Landsvirkjunar. Read more „Przewodniczacy Zwiazkow Zawodowych Framsýn przybedzie do Þeystareykjum w czwartek 29 pazdzirenika.“

Framsýn kallar eftir skoðun á áhrifum þess að tollar af landbúnaðarvörum verði felldir niður
Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar, stéttarfélags í kvöld. Í ályktuninni kallar Framsýn eftir úttekt stjórnvalda á áhrifum þess fyrir landbúnaðarhéruðin og starfsmenn í matvælaiðnaði verði tollverndinni breytt samkvæmt tollasamningi Íslands og ESB. Félagið telur algjört ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að staðfesta breytingarnar frá Alþingi án þess að vita hvað þær þýða í raun fyrir samfélagið, starfsmenn matvælafyrirtækja og veikar byggðir landsins. Read more „Framsýn kallar eftir skoðun á áhrifum þess að tollar af landbúnaðarvörum verði felldir niður“
Kynningarfundi lokið um ríkissamninginn
Framsýn stóð í kvöld fyrir félagsfundi um nýgerðan kjarasamning ríkisins og Starfsgreinasambands Íslands sem félagið á aðild að. Fundarmenn voru nokkuð ánægðir með samninginn en óánægja kom fram með að 300 þúsund lágmarkslaunum verði ekki náð fyrr en 1. júní 2018. Read more „Kynningarfundi lokið um ríkissamninginn“