Í vikunni fékk skrifstofa stéttarfélaganna góða gesti frá Borgarhólsskóla í heimsókn. Um var að ræða nemendur í 10. bekki. Þessa dagana standa yfir þemadagar hjá þeim, þar sem
„gömlu“ námsgreinarnar eru lagðar til hliðar, þess í stað takast þau á við praktísk viðfangsefni. Í heimsókn sinni á skrifstofu stéttarfélaganna fengu þau upplýsingar um starfsemi Framsýnar – stéttarfélags, réttindi og skyldur á vinnumarkaði, ráð í starfsleit, upplýsingar um ráðningu og tímaskrift. Önnur viðfangsefni þeirra þennan dag voru m.a. fjármálafræðsla og baráttusaga verkalýðshreyfingarinnar. Almennt virtust unglingarnir bjartsýn á störf n.k. sumar, flest eru að huga að starfi í sumar og nokkur þeirra eru nú þegar að starfa með skólanum. Eitt það mikilvægasta sem ungir þátttakendur þurfa að huga að þegar þeir fara á vinnumarkað er að skrá niður vinnutímann, í því augnarmiði að bera hann síðan samann við launaseðilinn. Gott verkfæri er nú til staðar til að nota við tímaskriftina, ASÍ hefur látið þróa App sem ætlað er til að halda utan um tímaskrift. Appið er aðgengilegt og auðvelt í notkun. Það hefur hlotið nafnið KLUKK og er aðgengilegt fyrir tölvur og allar tegundir síma í forritabönkunum App store og Play store.
Ágúst Óskarsson starfsmaður stéttarfélaganna tók á móti ungum nemendum úr Borgarhólsskóla og gerði þeim grein fyrir starfsemi stéttarfélaga. Nemendurnir komu í þremur hópum.