Fjölmenni á fundi um kosningarétt kvenna

Framsýn, stéttarfélag stóð fyrir opnum fundi í morgun í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna í samstarfi við Jafnréttisstofu. Fundurinn heppnaðist afar vel en um 80 konur og karlar mættu til fundarins. Ræðumenn dagsins voru, Kristín Ástgeirsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Dagbjört Jónsdóttir og Ósk Helgadóttir. Boðið var upp á mögnuð tónlistaratriði í bland við fróðlegar og skemmtilegar ræður. Formaður og varaformaður Framasýnar tendruðu fram og mettuðu fjölmarga gesti með bragðgóðri súpu. Sjá myndir frá samkomunni og dagskrá fundarins:

Dagskrá:

11:00 Tónlistaratriði

• Hólmfríður Benediktsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir og María Sigurðardóttir

11:15 Kristín Ásgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu

• Kosningaréttur kvenna í 100 ár

11:30 Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar

• Konur og kjarabarátta á árum áður

11:45 Tónlistaratriði

• Ruth Ragnarsdóttir og Friðrik Marinó Ragnarsson

12:00 Hádegisverður

• Boðið verður upp á súpu og meðlæti á staðnum

12:15 Valgerður Sverrisdóttir fv. ráðherra og ferðaþjónustubóndi

• Margs að minnast

12:30 Tónlistaratriði

• Edda Björg Sverrisdóttir og félagar

12:45 Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar

• Konan í dag

13:00 Lok fundar

„Vér heilsum glaðar framtíðinni, þar sem karlar og konur vinna í bróðerni saman að öllum landsmálum, bæði á heimilunum og á alþingi.“ Bríet Bjarnhéðinsdóttir í hátíðarræðu á Austurvelli, 7. júlí 1915.

Um 80 konur og karlar tóku þátt í glæsilegum hátíðarfundi í dag.

Kristín Ástgeirsdóttir hefur lengi barist fyrir jafnrétti kynjana.  Hún var með góða og fræðandi ræðu í dag um jafnréttisbaráttu kvenna í gegnum tíðina.

Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar flutti kjarnyrta ræðu um jafnréttisbaráttu kvenna og upphafsár verkalýðsfélaganna.

Valgerður Sverrisdóttir fór yfir minnistæðan feril sem þingmaður og ráðherra og viðbrögð sem mættu henni á upphafsárum hennar sem stjórnmálamaður.

Líkt og Valgerður fór Dagbjört Jónsdóttir yfir feril sinn sem sveitarstjóri þar sem konur þurfa oft að búa við mikið karlaveldi í nefndum og ráðum.

Boðið var upp á glæsileg tónlistaratriði í dag. Hér eru systkinin Friðrik og Ruth að taka lagið fyrir gesti fundarins.

Hólmfríður Benediktsdóttir tók lagið með góðri aðstoð frá söngnema og Aðalheiði Þorsteinsdóttur. Topp atriði.

Heilsutríóið kilkkar aldrei. Edda Sverris og félagar  fóru á kostum.

Formaður Framsýnar þakkaði fundarmönnum í lokin fyrir frábæran fund og færði frummælendum smá gjafir frá félaginu.

Huld Aðalbjarnardóttir stjórnaði fundinum í morgun af miklum myndarskap.

Formaður og varaformaður Framsýnar mettuðu fjölmarga fundargesti í morgun með góðri súpu frá Fosshótel Húsavík.

Auður Jónasdóttir kynnti dagatal sem Soroptistar hafa gert til að minnast 100 ára kosningaréttar kvenna. Dagatölin verða til sölu á næstu dögum. Formaður Framsýnar sagði framtakið merkilegt og sagði að  félagið myndi  styrkja verkefnið.

Hér fylgja með nokkrar myndir frá fundinum um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

Það voru ekki margir karlar á fundinum en þeir sáust samt innan um konurnar. Hér er Reinhard á tali við Rikku meðan beðið er eftir súpunni.

Deila á