Ragnar Þorsteinsson bóndi í Sýrnesi í Aðaldal kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna með dagatal sem hann hefur hannað og prýðir myndir sem hann tók af íslenskum lömbum, það er mynd af lambi fyrir hvern mánuð. Dagatalið er allt hið glæsilegasta og er til sölu hjá honum á kr. 2000 sem er gjafverð fyrir fallegt dagatal. Hægt er að senda honum beiðni um kaup á dagatali á netfangið syrnes@gmail.com. Einnig er hægt að hafa samband við hann í síma 8476325.