Skráð atvinnuleysi á landinu öllu í nóvember 2015 var 2,7% en að meðaltali voru 4.407 atvinnulausir í mánuðinum og fjölgaði að meðaltali um 191 milli mánaða eða um 0,1 prósentustig. Á Norðurlandi eystra voru 451 atvinnulausir í nóvember, þar af voru 289 atvinnulausir hjá Akureyrarkaupstað. Á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum voru 77 einstaklingar án atvinnu í sama mánuði sem skiptast þannig milli sveitarfélaga:
Norðurþing 41
Langanesbyggð 19
Skútustaðahreppur 7
Þingeyjarsveit 6
Svalbarðshreppur 2
Tjörneshreppur 2