Vinnumálastofnun svarar erindi Framsýnar

Vinnumálastofnun hefur svarað erindi Framsýnar þar sem óskað er eftir upplýsingum um það hvernig staðið var að uppgjöri við Vísi hf. í kjölfar niðurstöðu Félagsdóms í máli nr. 10/2014 sem Starfsgreinasamband Íslands fh. Framsýnar höfðaði gegn Vísi hf. Málið er að Vinnumálastofnun greiddi atvinnuleysisbætur til hluta af starfsmönnum Vísis á meðan rekstrarstöðvun varði og flutningur á starfsemi fyrirtækisins átti sér stað frá Húsavík til Greindavíkur á síðasta ári. Í bréfinu til Framsýnar kemur fram að Vinnumálastofnun vinnur að því með Vísi að koma málum í lag. Það er að fyrirtækið greiði laun til þeirra starfsmanna sem eiga í hlut og tóku ákvörðun um að flytjast með fyrirtækinu til Grindavíkur. Bindur stofnunin vonir við að farsæl niðurstaða náist í málinu og að fyrirtækið bregðist rétt við niðurstöðu Félagsdóms. Vinnumálastofnun mun ekki endurkrefja starfsmenn Vísis hf. um ofgreiddar atvinnuleysisbætur fyrr en staðfesting á launagreiðslum til starfsmanna frá fyrirtækinu hefur borist stofnuninni.

Loksins, loksins eru lýkur á því að takist að leiðrétta launakjör starfsmanna Vísis hf. sem störfuðu í starfsstöð fyrirtækisins á Húsavík og fluttust með fyrirtækinu til Grindavíkur. Samkvæmt ákvörðun Félagsdóms áttu starfsmenn rétt á því að vera á launum hjá Vísi. Þess í stað vísaði fyrirtækið þeim á atvinnuleysisbætur sem Félagsdómur dæmdi ólöglegt.

Deila á