Kjörbúð opnar á Þórshöfn

Kjörbúðin opnaði á Þórshöfn síðastliðinn föstudag en það er ný verslunarkeðja sem tekur við af Samkaup Strax búðunum víða um land. Ómar Valdimarsson forstjóri Samkaupa sagði að stefnan væri að bjóða verð sem væri í það minnsta samkeppnishæft við lágvöruverðsverslanir en þessar breytingar eru gerðar eftir víðtæka könnun hjá viðskiptavinum Samkaup Strax um allt land. Þá er einnig lengdur opnunartími sem er mikil þjónustu aukning. Það er gömul saga og ný að fólk geri stórinnkaup í lágvöruverðsverslunum í stærri byggðarlögum þegar leiðin liggur þangað en með þessum breytingum og lægra vöruverði eflist vonandi verslun í heimabyggð. Elías Pétursson sveitarstjóri Langanesbyggðar afhenti Sóleyju Indriðadóttur verslunarstjóra Kjörbúðarinnar blómakörfu fyrir hönd sveitarfélagsins og lýsti yfir ánægju með þessar breytingar, sem bæta kjör íbúa. Starfsfólk hefur staðið í ströngu undanfarna daga, ásamt her manns úr röðum Samkaupa, við ýmsar lagfæringar og breytingar. Viðskiptavinum var boðið uppá kaffi og köku, auk þess sem ýmis opnuartilboð eru í gangi næstu daga. /GBJ

kjorbud 1 kjorbud 2

Reykfiskur hættir starfsemi – áföll í atvinnumálum fylgja 1. maí

Forsvarsmenn Reykfisks sem er í eigu Samherja tilkynntu  starfsmönnum fyrirtækisins og forsvarsmönnum Framsýnar, stéttarfélags í morgun að þeir ætluðu að leggja af starfsemina á Húsavík frá og með 1. maí nk. Þetta er annað áfallið í atvinnumálum sem ber upp á 1. maí. Eins og kunnugt er lokaði Vísir hf.  starfsemi fyrirtækisins á Húsavík þann 1. maí 2014. Við það misstu um 60 starfsmenn vinnuna í fiskvinnslu á Húsavík.

Hjá Reykfiski starfa um þessar mundir 20 starfsmenn í 18 stöðugildum. Þegar mest hefur verið hafa hátt í 30 starfsmenn starfað hjá fyrirtækinu sem hefur verið í eigu Samherja frá árinu 2009. Þar áður hafði fyrirtækið verið starfandi frá árinu 2005 undir nafninu Fjörfiskur. Reykfiskur hefur sérhæft sig í vinnslu á reyktum ýsuflökum á erlenda markaði. Framleiðslan á síðasta ári var um 700 tonn af reyktum flökum.

Á fundinum í morgun kom fram að reksturinn hefur gengið frekar illa tvö síðustu ár ekki síst vegna gengi krónunnar, markaðsmála og tollamála. Þess vegna væri ráðist í þessar aðgerðir. Á fundinum hvöttu forsvarsmenn Framsýnar fyrirtækið til að endurskoða ákvörðunina ekki síst í ljósi þess að vinnustaðurinn væri mikilvægur í samfélaginu og hefði á að skipa frábæru starfsfólki.

Fiskvinnsla er á undanhaldi á Húsavík, fækkað hefur um 100 störf í fiskvinnslu á allra síðustu árum með lokun Vísis hf. og nú Reykfisks hf. Að sögn formanns Framsýnar, Aðalsteins Árna Baldurssonar er þetta sláandi þróun, ekki síst fyrir stað eins og Húsavík. Stjórn Framsýnar hefur verið kölluð saman til fundar eftir helgina til að ræða þessi ömurlegu tíðindi.

aðaldís0309 125

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Félagarnir Jónas og Siggi Hákonar störfuðu um árabil hjá Reykfiski en hafa nú snúið sér að öðrum verkefnum. Þeirra gamla vinnustað verður lokað eftir nokkra mánuði.

 

Aðalfundur sjómannadeildar Verkalýðsfélags Þórshafnar

Aðalfundur sjómannadeildar Verkalýðsfélags Þórshafnar var haldinn þann 27.janúar 2017. Góðar umræður voru á fundinum og voru samningar sjómanna helsta umræðuefnið enda mál málanna meðal sjómanna í dag.

Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur sjómannadeildar Verkalýðsfélags Þórshafnar skorar á SFS að sýna þá ábyrgð að ganga að kröfum sjómanna og semja nú þegar“

Þá var einnig kosið í stjórn félagsins en hana skipa Einar Örn Einarsson formaður, Árni Bragi Njálsson varaformaður og Jóhann Ægir Halldórsson ritari. Varamenn eru Óli Ægir Steinsson og Jón Arnar Beck.

„Óttumst ekki lagasetningu“

Formaður Sjó­manna­sam­bands­ins seg­ir fyr­ir­svars­menn sjó­manna hafa fengið skýr skila­boð um að standa fast­ir fyr­ir á kröf­um sín­um og hvika ekki frá þeim. Hann ótt­ast ekki laga­setn­ingu  enda hafi tveir ráðherr­ar lýst því yfir að sú leið verði ekki far­in.

„Við erum bara ró­leg­ir í verk­fall­inu,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands.

Hann seg­ir stöðuna grafal­var­lega á meðan menn tal­ist ekki við, og slíkt sé upp á ten­ingn­um nú. „Það er nátt­úr­lega verið að reyna að búa til þrýst­ing úr báðum átt­um, en við erum ró­leg­ir ennþá. Þetta eru aðgerðir til að bæta kjör manna, og slíkt tek­ur stund­um tíma,“ seg­ir hann.

Lækk­un ol­íu­kostnaðar og bæt­ur vegna sjó­manna­afslátt­ar

Að sögn Val­mund­ar eru ýtr­ustu kröf­ur sjó­manna varðandi ol­íu­kostnað þær að gólfið verði hækkað um 3%, eða verði 27% óskipt­ur frá­drátt­ur afla­verðmæt­is til út­gerðar í stað 30% eins og verið hef­ur hingað til. Hann seg­ir að sú breyt­ing myndi þýða 4,3% hækk­un á skipta­hlut til sjó­manna.

„Ef miðað er við árið 2015 telst okk­ur til að út­gerðir inn­an Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) hafi verið að greiða í kring­um 45 millj­arða í laun og launa­tengd gjöld til sjó­manna. Sú hækk­un sem við erum að fara fram á að þessu leyti myndi þýða hækk­un upp á um það bil 1,8 millj­arða. Sá er nú kostnaður­inn við þenn­an lið,“ seg­ir Val­mund­ur.

Tals­menn sjó­manns­stétt­ar­inn­ar hafa jafn­framt sett fram þá kröfu á út­gerðina að greidd­ar verði bæt­ur til sjó­manna vegna af­náms sjó­manna­afslátt­ar­ins.

„Ítrasta krafa okk­ar þar er að sjó­mönn­um verði greidd­ar 2.000 krón­ur á dag. Við vit­um fyr­ir víst að það er um það bil ein millj­ón lög­skrán­ing­ar­daga sjó­manna á Íslandi ár­lega. Með sund­ur­grein­ingu reikn­ast okk­ur til að fé­lög inn­an vé­banda SFS eigi 600.000 af þeim. Krafa okk­ar um þenn­an tvöþúsund­kall þýðir þá 1,2 millj­arðar fyr­ir þá,“ seg­ir Val­mund­ur.

„Auðvitað finnst mönn­um þetta vera stór­ar upp­hæðir en fé­lags­menn SFS eru 140 tals­ins, svo okk­ar ýtr­ustu kröf­ur kosta þá hvern út­gerðarmann um það bil 22 millj­ón­ir á ári. Ég geri mér grein fyr­ir að út­gerðir eru mis­stór­ar og kostnaður­inn dreif­ist eft­ir því, en þetta eru meðal­töl­urn­ar sem við erum að vinna með,“ bæt­ir hann við.

Mik­il samstaða og skýr skila­boð

Val­mund­ur seg­ir al­ger­an ein­hug ríkja meðal sjó­manna um að hvika ekki frá þess­ari kröfu­gerð.

„Það mættu tæp 60% þeirra sjó­manna sem eru í verk­falli á fundi for­ystu­mann­anna í síðustu viku. Þetta voru yfir 25 fund­ir sem haldn­ir voru vítt og breitt um landið, og við erum með skila­boð frá hverj­um ein­asta þeirra um að halda fast við þess­ar kröf­ur og standa á þeim. Við höf­um fengið á okk­ur gagn­rýni fyr­ir að taka ekki aðrar kröf­ur, svo sem ný­smíðaálagið, með okk­ur í þenn­an pakka en samn­inga­nefnd­irn­ar urðu sam­mála um þess­ar kröf­ur. Á þeim segja menn okk­ur að standa og við ger­um það,“ seg­ir hann.

Val­mund­ur seg­ir að þegar þess­ar kröf­ur sjó­manna hafi verið sett­ar fram á samn­inga­fundi með SFS hafi þeir ein­fald­lega sagst ekki geta komið til móts við þær og því hafi slitnað upp úr viðræðunum.

„Sjá­um hvað ger­ist þegar líður á störu­keppn­ina“

En ótt­ast þeir ekki að lög verði sett á verk­fall sjó­manna?

„Nei, það ger­um við ekki. Það eru tveir ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar bún­ir að lýsa því yfir í okk­ar áheyrn að ekki verði sett lög á okk­ur svo við erum ekki hrædd­ir við það. Auðvitað ber okk­ur samn­ingsaðilum þessa máls að finna lausn á því og leysa þessa deilu, en svona er staðan núna. Við skul­um sjá til hvað ger­ist þegar líður á störu­keppn­ina,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands.

(þessi frétt er tekin af mbl.is)

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar fundar á mánudaginn

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kemur saman til fundar næsta mánudag, 30. janúar kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Fulltrúum úr stjórn Framsýnar-UNG er boðið að sitja fundinn.

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar
2. Inntaka nýrra félaga
3. Verkfall sjómanna- verkfallsbætur
4. Bankaviðskipti félagsins
5. Formannafundur LÍV
6. Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar
7. Staðan í samskiptum við verktaka á svæðinu
8. Kynnisferð til Póllands
9. Heimsókn SGS til Norðurlandana
10. Olís: Trúnaðarmaður
11. LNS-Saga: Trúnaðarmaður
12. Framkvæmdir G-26
13. Orlofsbyggðin Illugastöðum-ljósleiðari
14. Önnur mál

Árangursrík ferð til Norðurlandana

Fulltrúar aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins voru á ferð um Noreg og Danmörku til að kynna sér kjarasamningsgerð og uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar þar í löndum. SGS hittu Fällesforbundet i Noregi, sem eru systursamtök SGS og stærstu landssamtök innan norska ASÍ (LO). Þá var haldin kynning á framkvæmd verkfalls starfsfólks í hótel- og veitingagreinum í fyrrasumar sem SGS studdi með ráðum og dáð, auk þess sem farið var yfir verklag  við kjarasamningagerð. Í Danmörku hitti sendinefndin félaga okkar í 3F sem er stærsta stéttarfélag Danmörku. Þar þáðu Íslendingarnir fræðslu um kjarasamningagerð, vinnulag, laun og önnur réttindi starfsfólks á danska vinnumarkaðinu. Þá var farið sérstaklega yfir muninn á Norðurlöndunum varðandi kaup og kjör. Ljóst er að ferðin hefur verið árangursrík og fulltrúar aðildarfélaga SGS koma betur undirbúin heim undir umræður um framtíðarskipan kjarasamningsmála á Íslandi.

Tveir fulltrúar fóru í þessa ferð á vegum Framsýnar sem tókst í alla staði mjög vel en mikið var fundað með fulltrúum frá systursamtökum Starfsgreinasambandsins í Noregi og Danmörku. Ferðir sem þessar eru afar mikilvægar í norrænu samstarfi. Sjá myndir sem teknar voru í heimsókninni.20170119_10005620170119_10013420170118_19573220170117_21010120170118_13260020170117_131450_001

IMG_185720170118_153242_00120170117_124735

Nýjir aðilar taka við hótelstjórn á Fosshótel Húsavík

Þann 1. febrúar næstkomandi verða hótelstjóraskipti hjá Fosshótel Húsavík. Jóna Árný Sigurðardóttir sem verið hefur hótelstjóri hefur ákveðið að fara í nám eftir farsæl störf fyrir hótelið. Í hennar stað hafa Einar Karl Guðmundsson verið ráðinn sem hótelstjóri og Brynja Jóhannesdóttir sem aðstoðarhótelstjóri en þau eru hjón. Einar Karl og Brynja hafa lengi starfað í ferðaþjónustu. Þau litu við á Skrifstofu stéttarfélaganna í gær til að kynna sig og fara yfir þau áform sem þau hafa varðandi eflingu á starfsemi hótelsins á svæðinu jafnframt því að óska eftir góðu samstarfi við Framsýn um málefni starfsmanna.

fosshotel0117 003

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einar Karl og Brynja eru hér ásamt Jónu sem hættir sem hótelstjóri um næstu mánaðamót. Þau áttu góða samverustund með forsvarsmönnum Framsýnar, þeim Aðalsteini Árna og Huld Aðalbjarnar skrifstofu- og fjármálastjóra stéttarfélaganna.

Formenn LÍV funduðu fyrir helgina

Formannafundur LÍV (Landssamband íslenskra verzlunarmanna) var haldinn í Reykjavík í síðustu viku. Fulltrúi Framsýnar, Jóna Matthíasdóttir formaður deildar verslunar- og skrifstofufólks, sat fundinn sem var vel sóttur af formönnum aðildarfélaganna.
Dagskráin var nokkuð viðamikil, Henný Hinz fór yfir stöðu efnahagsmála og hvaða tækifæri og áskoranir eru þar til staðar áður en Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ tók fyrir stöðu kjaramála. Hann ræddi m.a. helstu forsenduatriði samningsins sem þarf að taka sérstaklega til umræðu og endurskoðunar nú í febrúar mánuði samkvæmt bókun í kjarasamningi. Helstu forsenduatriði eru m.a. að aukinn kaupmáttur launa hafi gengið eftir, að stjórnvaldsákvarðanir og lagabreytingar í húsnæðismálum hafi og muni ganga eftir og að sú launastefna og launahækkanir sem í samningum felast hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnumarkaði.
Tómas Möller lögfræðingur Lífeyrissjóðs verslunarmanna fór vel yfir ýmis atriði sem snúa að réttindum og greiðslum í lífeyrissjóði og það gerði einnig Margrét Kristinsdóttir deildarstjóri lífeyrisdeildar VR.
M.a. bentu þau á mikilvægi þess að þekkja lífeyrisréttindi sín og minntu m.a.á að hægt er að nálgast upplýsingar á eigin síðum hjá viðkomandi lífeyrissjóði þar sem einnig er hægt að tengjast lífeyrisgátt og skoða réttindi, séu þau til staðar í fleirum en einum sjóði.
Fundinum lauk með yfirferð og upprifjun Elíasar Magnússonar á kjarasamningi VR/LÍV auk málefnalegra umræða fundarmanna.

Allt í hnút í kjaradeilu sjómanna

Upp úr viðræðum milli sjómanna og útvegsmanna slitnaði á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Viðræðuhlé var milli aðila frá þriðjudeginum 17. janúar síðastliðnum til dagsins í dag. Aðildarfélög Sjómannasambandsins notuðu hléið til að funda með sjómönnum og fara yfir stöðuna. Skilaboð sjómanna frá þeim fundum voru skýr um að samninganefndir sjómanna ættu ekki að hvika frá kröfunum um lagfæringu á olíuverðsviðmiðuninni og bætur vegna niðurfellingar sjómannaafsláttarins. Útvegsmenn töldu sig ekki geta komið til móts við sjómenn varðandi þessar kröfur og því sigldu viðræðurnar í strand. Óvissa er því um framhaldið.

 

 

Vegna umsókna úr vinnudeilusjóði

Sjómenn sem nú eru í verkfalli eiga rétt á greiðslum úr vinnudeilusjóði. Við viljum minna á hvernig hægt er að sækja um þessar greiðslur en um það má lesa hér.

Umsóknarblaðið má nálgast með því að smella á hnappinn á bleika borðanum á toppi heimasíðunnar.

Baráttuhugur meðal sjómanna á Húsavík – slitnar upp úr á morgun?

Sjómannadeild Framsýnar stóð fyrir fjölmennum fundi um stöðuna í kjaramálum sjómanna á föstudagskvöldið. Formaður félagsins, Aðalsteinn Árni Baldursson og formaður Sjómannadeildarinnar, Jakob Gunnar Hjaltalín, fóru yfir stöðuna og þau tilboð sem gengið hafa milli samningsaðila, það er Sjómannasambandsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi til lausnar á kjaradeilunni. Í  máli þeirra kom fram að staðan væri mjög alvarleg þar sem útgerðarmenn hafa ekki verið viljugir til að ganga að kröfum sjómanna þrátt fyrir góða afkomu greinarinnar.

Þrjú atriði hafa þokast áfram, það er kostnaðarþátttaka útgerðarinnar er varðar fæðismál, hlífðarfatnað og netkostnað sjómanna um borð í fiskiskipum. Útgerðarmenn hafa hins vegar hafnað alfarið breytingum á olíuviðmiðinu og bótum vegna afnáms  á sjómannaafslættinum. Þá hefur kröfum sjómanna um breytingar á nýsmíðaálaginu verið vísað útaf borðinu og eru þær því ekki í endanlegum tillögum sjómanna til lausnar kjaradeilunni.

Útgerðarmenn hafa lagt fram tillögur að  breytingum  á samningnum sem sjómenn taka ekki vel í enda um að ræða skerðingar á núgildandi kjarasamningi. Sérstaklega varðandi breytingar á veikinda- og slysarétti sjómanna sem og aukinni þátttöku sjómanna í slysatryggingum útgerðarinnar.

Eftir miklar og góðar umræður samþykktu sjómenn innan Framsýnar að standa fastir á þeim tveimur atriðum sem standa útaf. Leynileg atkvæðagreiðsla fór fram á fundinum.

Niðurstaðan var skýr, 100%  þeirra sem tóku afstöðu sögðust ekki sætta sig við annað en að gengið yrði að kröfum sjómanna varðandi olíuverðsmyndunina og bætur vegna afnáms  sjómannaafsláttarins kæmu til. Þá mótmæla sjómenn harðlega hugmyndum útgerðarinnar um aukna þátttöku sjómanna í slysatryggingum útgerðarinnar og að breytingar verði gerðar á veikindarétti sjómanna.  Niðurstaðan getur ekki verið skýrari, sjómenn eru tilbúnir að standa og falla með framlögðum kröfum Sjómannasambandsins.

Skoðunum sjómanna innan Sjómannadeildar Framsýnar hefur verið komið á framfæri við samninganefnd Sjómannasambands Íslands og var það gert í dag.

Á morgun, mánudag, hefur verið boðað til samningafundar í deilunni hjá Ríkissáttasemjara. Miðað við viðbrögð sjómanna á Húsavík og víða um land eru miklar líkur á því að upp úr viðræðum slitni á morgun nema útgerðarmenn komi að borðinu með samningsviljann að vopni. Því miður er ekkert sem bendir til þess í augnablikinu.

batar080002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Deila sjómanna og útgerðarmanna harðnar með hverjum degi sem líður. Svo virðist sem útgerðarmenn bíði eftir því að sett verði lög á deiluna í boði nýrrar ríkistjórnar þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um annað.

 

Uppgangur hjá Rein

Starfsmaður stéttarfélaganna var á ferðinni á Húsavík á dögunum og heimsótti Trésmiðjuna Rein, en eins og flestir vita er það eitt rótgrónasta fyrirtæki svæðisins.
Mikið er um að vera hjá fyrirtækinu um þessar mundir. Fljótlega verður tekin í gagnið skemma sem byggð var á seinni hluta ársins 2016. Þar verður áhersla lögð á einingaframleiðslu en framleiðsla á þeim er í fullum gangi nú þegar. 25 starfsmenn eru að störfum hjá fyrirtækinu og útlit fyrir að þeim fjölgi á næstu dögum.
Verkefnin eru af margvíslegum toga en um þessar mundir eru nýsmíðaverkefni fyrir ferðaþjónustuaðila áberandi. Um er að ræða hús sem notuð verða sumarið 2017. Það er mikill akkur fyrir fyrirtækið að geta forunnið verkefni sem þessi innandyra, nú á þeim tíma árs þegar hefð er fyrir verkefnaskorti meðal iðnaðarmanna vegna veðurs og myrkurs.
Hér að neðan eru nokkrar myndir frá þessari ánægjulegu heimsókn.

88Meðlimir Þingiðnar voru margir á svæðinu í gær.
77Hér er í smiðum hús sem notað verður í ferðaþjónustu á komandi sumri.
66Líkast til ekki fyrsta skipti sem þessi sagar DOKA bita.
55Hápunktur heimsóknarinnar var að sjá þennan glæsilega hlaupakött sem er í nýju skemmunni. Þetta er klárlega með glæsilegri vélbúnaði á svæðinu um þessar mundir.
44330011Höfundur ásamt Ragnari Hermannssyni hjá Trésmiðjunni Rein.

Sjómenn athugið! Áríðandi fundur!

Fundur verður haldinn í Sjómannadeild Framsýnar á föstudaginn næstkomandi, 20. janúar klukkan 18:00. Meðlimir Sjómannadeildarinnar sem starfa eftir kjarasamningi Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi eru eindregið hvattir til að mæta, ræða stöðuna og næstu skref í kjaradeilu sjómanna.

Sjómannadeild Framsýnar

Framkvæmdir ganga vel

Þessa dagana er unnið að því að ganga frá 8 nýjum skrifstofum í húsnæði stéttarfélaganna á Húsavík. Framkvæmdirnar ganga vel og á þeim að vera lokið 1. mars nk. Hér má sjá iðnaðarmenn og sérhæfða verkamenn við störf fyrir helgina. Húsnæðið er um 300m2 í heildina.framsynung0117 009 framsynung0117 010

Húsnæðismál, hugleiðingar og starfsemi Framsýnar-UNG til umfjöllunar

Skarpur sem er vikublað sem gefið er út á Húsavík kemur inn á málefni Framsýnar stéttarfélags í  blaðinu sem kom út á föstudaginn. Eins og heimasíða stéttarfélaganna sagði frá um helgina var fjallað um öflugt starf Framsýnar-UNG í blaðinu auk þess sem sagt var frá fundi fulltrúa stéttarfélaganna Þingiðnar og Framsýnar með stjórnendum Norðurþings um húsnæðismál og stöðu mála varðandi uppbygginguna á Bakka við Húsavík. Til viðbótar voru hugleiðingar formanns Framsýnar um áramót birtar lesendum. Hægt að lesa hugleiðingar á heimasíðu stéttarfélaganna.framsynung0117 016

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kraftmikið starf Framsýnar ratar reglulega í fjölmiðla.

Upplýsingar um verkfallsbætur til sjómanna

Sjómenn innan Sjómannadeildar Framsýnar sem eru í verkfalli eiga rétt á verkfallsbótum frá félaginu. Greitt verður út 31. janúar. Þeir sjómenn sem ætla að sækja um verkfallsbætur eru vinsamlegast beðnir um að skila inn umsóknareyðublaði fyrir 28. janúar. Hægt er að nálgast eyðublaðið inn á heimasíðu Framsýnar eða á skrifstofu félagsins. Þar er einnig hægt að fá frekari upplýsingar. Framsýn, stéttarfélag

(Þorgeir Baldursson tók myndina sem er meðfylgjandi þessari frétt)

Starfsemi Framsýnar UNG vekur athygli

Vikublaðið Skarpur kom út í gær. Meðal þess sem er til umfjöllunar í blaðinu er öflugt starf ungliða innan Framsýnar, það er Framsýn-UNG. Kraftmikið ungt fólk skipar stjórnina sem kemur víða að úr héraðinu, það er úr Öxarfirði, Reykjahverfi, Reykjadal og Fnjóskadal. Stjórn Framsýnar-UNG kom nýlega saman og ályktaði um verkfall sjómanna og stöðu fiskvinnslufólks í hráefnisskorti sem tengist verkfallinu. Skarpur gerir fundinum góð skil í umfjöllun sinni um starf Framsýnar-UNG.

20160706_131630

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Framsýn hefur tekist að byggja upp öflugt starf ungliða innan félagsins sem Aðalbjörn Jóhannsson leiðir. Hér má sjá stjórnarmenn, Aðalbjörn, Evu Sól og Sigurbjörgu Örnu. Á myndina vantar Kristínu Evu.

Lítið þokast í samningaviðræðum

Formaður Framsýnar er nú staddur sunnan heiða þar sem fundað er vegna verkfalls sjómanna. Forsvarsmenn stéttarfélaga sjómanna leggja þar fram kröfur þeirra gagnvart Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Ekki er útlit fyrir að lausn sé í sjónmáli miðað við hvernig viðræður hafa gengið síðustu daga.aa2

Forystumenn sjómanna sitja nú á fundi í Karphúsinu.