Formaður Framsýnar er nú staddur sunnan heiða þar sem fundað er vegna verkfalls sjómanna. Forsvarsmenn stéttarfélaga sjómanna leggja þar fram kröfur þeirra gagnvart Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Ekki er útlit fyrir að lausn sé í sjónmáli miðað við hvernig viðræður hafa gengið síðustu daga.
Forystumenn sjómanna sitja nú á fundi í Karphúsinu.