Hafðu áhrif á kröfugerðina

Framsýn hefur hafið undirbúning að mótun kröfugerðar vegna komandi viðræðna við Samtök atvinnulífsins. Kjarasamningar eru lausir um næstu áramót. Framsýn skorar á félagsmenn að koma sínum skoðunum á framfæri við félagið fyrir 5. september á netfangið kuti@framsyn.is.

Hér koma nokkrar spurningar til umhugsunar:

  • Hver eiga lágmarkslaunin að vera á mánuði?
  • Eiga laun ungmenna að vera hlutfallslega lægri en hjá þeim sem orðnir eru 20 ára?
  • Á að semja um krónutöluhækkun eða prósentuhækkun?
  • Á að hækka persónuafsláttinn?
  • Á að hækka lægstu launin sérstaklega?
  • Á að semja um vinnutíma styttingu fyrir sömu laun?
  • Á full vaktavinna að teljast 85% starf?
  • Á að gera stuttan eða langan kjarasamning?
  • Á að hækka vaxta- og barnabætur?
  • Á að hækka framlög atvinnurekenda í lífeyrissjóði?
  • Á að leggja sérstaklega áherslu á kjör aldraðra og öryrkja?
  • Á að meta námskeið/nám til launahækkana?
  • Á að afnema verðtrygginguna?

Þetta eru ekki tæmandi spurningar. Hverju vilt þú koma á framfæri inn í kröfugerð Framsýnar? Þínar skoðanir skipta máli. Hafðu áhrif og skilaðu inn þínum tillögum.

Samninganefnd Framsýnar stéttarfélags

Sumarferð slegin af

Þar sem þátttaka náðist ekki í sumarferð stéttarfélaganna í Mývatnssveit um næstu helgi hefur hún verið slegin af. Þessum skilaboðum er hér með komið á framfæri.

 

Framsýn á fjöllum

Fulltrúar frá Framsýn fóru í vinnustaðaheimsóknir í gær. Farið var frá Húsavík upp í Mývatnssveit og þaðan í Grímsstaði á Fjöllum þar sem rekin er öflug ferðaþjónusta á vegum tveggja heimaaðila á Grímsstöðum og í Hólseli. Þaðan var farið að Dettifossi og hitt á leiðsögumenn sem þar voru við störf á vegum SBA en mikið fjölmenni var við fossinn í gær. Síðan var staðan tekin á framkvæmdunum á Dettifossvegi niður í Kelduhverfi sem ganga vel og vonandi tekst að klára þessar mikilvægu framkvæmdir á allra næstu árum. Gríðarleg umferð hefur verið um veginn, sem reyndar á köflum telst varla vegur. Þess vegna ekki síst er mikilvægt að framkvæmdir við hann klárist sem fyrst. Að lokum var síðan heilsað upp á starfsmenn í Vatnajökulsþjóðgarði og í versluninni í Ásbyrgi áður en haldið var heim til Húsavíkur. Ekki þarf að taka fram að starfsmönnum Framsýnar var alls staðar vel tekið og fengu góðar mjög góðar móttökur.

Á Grímsstöðum eru tveir aðilar sem reka ferðaþjónustu, annar þeirra er einnig með ferðaþjónustu í Hólseli.

Þær voru ánægðar með lífið og tilveruna á fjöllum, starfsmenn ferðaþjónustunnar á Grímsstöðum sem voru við störf í Hólseli. Hér eru þær ásamt eftirlitsfulltrúa stéttarfélaganna Aðalsteini J. Halldórssyni.

Heilsað var upp á heiðurshjónin á Grímsstöðum, þau Sigríði Hallgrímsdóttir og Braga Benediktsson. Þau sýsla við ýmislegt s.s. veðurathuganir, eftirlit með vegum og þá eru þau með ferðaþjónustu.

Það var mikið um að vera við Dettifoss, fullt af fólki og bílastæðin full.

Tekið var tal við leiðsögumennina Óskar Halldórsson og Ingibjörgu Elínu Jónasdóttir. Þau starfa fyrir SBA og voru með hóp af ferðamönnum við fossinn á leið sinni um Norðurland.

Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað á Dettifossvegi og var mikið um vinnuvélar á svæðinu enda styttist í veturinn og því mikilvægt að klára sem mest áður en vetur konungur tekur völdinn.

Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs eru ávallt í góðu skapi og voru ánægðir með lífið og tilveruna. Bjartey Unnur Stefánsdóttir og Rakel Anna Boulter eru hér á mynd með formanni Framsýnar, Aðalsteini Árna.

Fullt var í versluninni í Ásbyrgi í gær enda mikið um ferðamenn á svæðinu.

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar fundar næsta mánudag

Stjórn, trúnaðarráð og ungliðaráð Framsýnar koma saman til fundar næsta mánudag kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna til að fara yfir þau mál sem bíða afgreiðslu innan félagsins. Dagskráin er löng að þessu sinni.

Dagskrá:

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Starfsreglur stjórnar og trúnaðarráðs
  3. Inntaka nýrra félaga
  4. Minning- Hafliði Jósteinsson
  5. Breytingar á stjórn deildar verslunar- og skrifstofufólks
  6. Kjaramál
  7. Þing ASÍ-ungliðar
  8. Þing SSÍ
  9. Fulltrúaráðsfundur AN
  10. Tjaldstæðisstyrkur 2018
  11. Þakkviðgerðir G-26
  12. Þorrasalir
  13. Afmælisblaðið
  14. Póllandsferð
  15. Fundur með Félags- og jafnréttisráðherra
  16. Kjör til forseta ASÍ
  17. Illugastaðir- opin dagur
  18. Framsýnarjakkar
  19. Erindi: Varðar Einar Olgeirsson
  20. Erindi: Hólmsteinn Helgason
  21. Erindi. Laganefnd ASÍ
  22. Lýsa- málþing
  23. Aðalfundir: Rifós-Fjallalamb
  24. Málefni Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga
  25. Málefni starfsmanna Hvals
  26. Rekstur orlofshúsa/íbúða
  27. Önnur mál

Minning – Hafliði Jósteinsson

Hafliði Jósteinsson var jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju í dag og var mikið fjölmenni samankomið við útförina í fallegu veðri. Með honum er genginn einstakur öðlingur sem alla tíð var mjög áberandi í húsvisku samfélagi.

Hafliði var mjög virkur í starfi stéttarfélaganna á Húsavík og tók sæti í varastjórn Verslunarmannafélags Húsavíkur 28. febrúar 1966 en til stofnfundar félagsins var boðað 6. september 1965. Hann sat lengi í stjórn og trúnaðarmannaráði Verslunarmannafélags Húsavíkur, þar af sem formaður um tíma. Auk þessa var hann í trúnaðarstörfum fyrir Landssamband íslenskra verslunarmanna. Við sameiningu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum árið 2008 tók Hafliði sæti í stjórn deildar- verslunar og skrifstofufólks innan Framsýnar. Hann sat í stjórn deildarinnar til ársins 2011. Við það tækifæri var Hafliða þakkað áratuga starf hans að málefnum verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar og Verslunarmannafélags Húsavíkur með viðurkenningarskjali sem bar yfirheitið „Framúrskarandi félagsmaður í Framsýn.“ Hafliði þakkaði vel fyrir sig og hlýjar kveðjur í sinn garð um leið og hann sagði það hafa verið góðan skóla að starfa að verkalýðsmálum. Það hafi gefið honum mikið að starfa að velferðar- og verkalýðsmálum á svæðinu enda eitt af hans helstu áhugamálum. Hafliði var lengi reglulegur gestur á skrifstofu stéttarfélaganna auk þess að sækja fundi á vegum félaganna. Boðskapur hans var ávallt að veita góð ráð í kjarabaráttunni og því sem betur mætti fara á félagssvæði stéttarfélaganna. Meðan hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélögin var hann oft fenginn til að vera fulltrúi verslunarmanna á fundum og þingum á vegum Landssambands íslenskra verslunarmanna og Alþýðusambands Íslands. Hafliði þótti afar góður ræðumaður og var fastur fyrir þyrfti þess með auk þess að vera mikill framsóknarmaður, Leedsari og Völsungur sem er góð blanda. Hann var duglegur að mæta á viðburði á vegum stéttarfélaganna. Nú síðast í apríl þegar Framsýn hélt upp á 100 ára afmæli stéttarbaráttu kvenna í Þingeyjarsýslum. Afmælishátíðin fór fram í Safnahúsinu á Húsavík.

Þá var hann virkur í tónlistarlífinu og alltaf boðinn og búinn að leysa allskonar verkefni væri til hans leitað. Ekki skipti máli hvort um söguskoðun með hópa um Húsavík var um að ræða, leika jólasvein fyrir börnin, syngja eða lesa upp úr góðri bók fyrir íbúa á Skógarbrekku eða Hvammi, heimili aldraðra. Hafliði var alltaf boðinn og búinn að gera góðverk fyrir samfélagið. Það mætu margir taka hann til fyrirmyndar enda einstaklega bóngóður maður. Hafliða verður lengi minnst fyrir störf sín fyrir stéttarfélögin og samfélagið við Skjálfanda sem er ómetanlegt. Blessuð sé minning hans og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir samfélagið.

Framsýn stéttarfélag vottar fjölskyldu Hafliða Jósteinssonar sína dýpstu samúð, nú þegar hann hefur flutt sig um set á stað þar sem hann á örugglega eftir að gera sig gildandi og vinna gott starf eins og honum einum er lagið. Megi minning um góðan mann lifa um ókomna tíð.

Fh. Framsýnar- stéttarfélags
Aðalsteinn Árni Baldursson

Skipt um þak á Garðarsbraut 26

Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir á Garðarsbraut 26 sem er varla óvenjulegt miðað við síðustu árin en miklar framkvæmdir hafa verið í húsinu undanfarin ár.

Í þetta skiptið er verið að skipta um þak á húsinu en nauðsynlegt reyndist að skipta um bárujárn og þakpappa. Það er Norðurvík sem sér um þessa framkvæmd eins og sjá má á eftirfarandi myndum. 

Þekkingarnetið í tölum

Við viljum benda á að í nýlegri frétt Þekkingarnets Þingeyinga má sjá ýmiskonar merkilegar tölur sem tengjast starfsemi Þekkingarnetsins. Tölurnar eru settar fram í tilefni af því að 15 ár eru síðan Þekkingarnetið hóf störf á Húsavík ásamt Náttúrustofu Norðausturlands.

Góður gestur í heimsókn

Elísabet S. Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá embætti Ríkissáttasemjara heilsaði upp á formann Framsýnar á Mærudögum. Þau þekkjast vel enda Aðalsteinn nokkuð tíður gestur í Karphúsinu við samningagerð. Elísabet ber ábyrgð á rekstri og fjármálum embættisins, annast áætlanagerð, eignaskráningu og frágang reikninga til greiðslu, auk annarra tilfallandi verkefna. Elísabet er í sumarfríi og átti leið um Húsavík á dögunum.

Sumarferð stéttarfélaganna – skráningu að ljúka

Stéttarfélögin ætla að bjóða upp á skemmtilega gönguferð um Mývatnssveit í sumar undir leiðsögn Helgu Þuríðar Árnadóttur úr Garði. Félögin hafa staðið fyrir sambærilegum ferðum undanfarin ár sem hafa verið mjög vinsælar og vel sóttar. Ferðin í sumar verður farin laugardaginn 25 ágúst, um er að ræða dagsferð. Lagt verður af stað frá Skrifstofu stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 klukkan 09:00. Þaðan verður ekið upp í Mývatnssveit og stoppað á Skútustöðum þar sem fólk yfirgefur rútuna. Þaðan verður gengið um Skútustaðagígana og gamla þjóðvegin heim í Garð. Á leiðinni er margt áhugavert að skoða s.s. Arnarbælið og Arngarðshólana. Um er að ræða þægilega göngu sem hentar öllum og tekur um þrjá tíma. Þegar komið verður í Garð verður ekið þaðan í Jarðböðin þar sem slakað verður á með nokkrum sundtökum áður en haldið verður aftur í Garð og grillað eftir góðan dag. Að því loknu verður haldið heim á leið til Húsavíkur með rútunni um kvöldmatarleytið. Skráning í ferðina er á Skrifstofu stéttarfélaganna og stendur til 13. ágúst. Einnig er hægt að senda skráningar á netfangið linda@framsyn.is. Verðið er kr. 5.000,-. Allt innifalið, það er rútuferðin, grillið í Garði og sundferðin í Jarðböðin.

Magnþrungin spenna – Tjaldur marði sigur

Um helgina standa yfir Mærudagar á Húsavík sem er bæjarhátið af bestu gerð. Mikið fjölmenni er í bænum enda boðið upp á fjölbreytta dagskrá við allra hæfi. Einn er sá viðburður sem alltaf dregur að sér fjölda gesta, það er hrútasýning Fjáreigendafélags Húsavíkur. Samkvæmt mjög svo óstaðfestum upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík var svipaður fjöldi á hrútasýningunni í gærkvöldi og á tónleikum rokksveitarinnar Guns N Roses sem nýlega voru haldnir á Laugardagsvelli.

Eftir harða og jafna keppni var Tjaldur valinn fallegasti hrúturinn. Tjaldur marði sigur á Bassa besta úr Grobbolti.  Kristinn Jóhann Lund sem er eigandi Tjalds var að vonum ánægður með sigurinn enda ekki á hverjum degi sem hann vinnur til verðlauna. Rétt er að geta þess að hrútar úr Grobbholti hafa unnið síðustu ár. Kristján Þór sveitarstjóri Norðurþings sá um að lýsa því sem fram fór og yfirdómarar keppninnar voru Siggi í Skarðaborg og Guðmundur úr Fagraneskoti. Tveir flottir bændur. Eftir magnaða hrútasýningu stóð Kaðlín- handverkshús fyrir tískusýningu sem var glæsileg í alla staði. Hér koma myndir sem teknar voru á hrútasýningunni í gær í frábæru veðri:

 

 

Afmælisblaðið komið út

Í tilefni af 100 ára verkalýðsbaráttu kvenna í Þingeyjarsýslum hefur Framsýn gefið út sérstakt afmælisblað tileinkað þessari merkilegu sögu. Í ritnefnd voru; Ósk Helgadóttir, Dómhildur Antonsdóttir og Sigurveig Arnardóttir. Egill Páll Egilsson ritstýrði blaðinu sem er 48 blaðsíður. Ásprent sá um prentun og setningu. Blaðið er væntanlegt til lesenda á næstu dögum. Framsýn vill nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu að því að gera blaðið eins glæsilegt og það er fyrir þeirra framlag til blaðsins. Vonandi koma lesendur til með að njóta þess að lesa blaðið.

Sjóböðin taka á sig mynd

Fulltrúum Framsýnar var boðið í skoðunarferð í Sjóböðin sem eru í byggingu á Húsavíkurhöfða. Með í för í morgun var framkvæmdastjóri Sjóbaðanna ehf. og afmælisbarn dagsins, Sigurjón Steinsson. Sjóböðin verða markaðssett undir vörumerkinu GeoSea. Sigurjón hefur undanfarin ár starfað sem rekstrarstjóri hjá Kilroy Iceland og þar áður hjá Landsbankanum.  Sigurjón er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst.

Öldum saman hefur jarðhitinn norðan við Húsavík verið þekktur og jafnvel nýttur til baða og þvotta. Þegar borað var eftir heitu vatni á Húsavíkurhöfða upp úr miðri síðustu öld kom upp vatn sem reyndist vera heitur sjór og of steinefnaríkur til að henta til húshitunar. Í stað þess að heita vatnið færi til spillis var gömlu ostakari komið fyrir uppi á Húsavíkurhöfða. Þar hafa Húsvíkingar og gestir þeirra getað baðað sig upp úr heitum sjó, sér til heilsubótar. Þeir sem hafa verið með húðkvilla, líkt og Psoriasis, hafa nýtt sér aðstöðuna og fundið frið í eigin skinni. Vatnið er líka í kjörhitastigi fyrir slík böð eða 38°-39°C.

Vatnið í GeoSea sjóböðunum kemur úr tveimur borholum sem þegar eru til staðar, önnur er í notkun við ostakarið á höfðanum og hin er við Húsavíkurhöfn. Ekki er þörf á hreinsiefnum eða búnaði í sjóböðunum því stöðugt gegnumstreymi vatns frá borholum, milli lauga, yfir barma þeirra og út í sjó er nóg til að halda heilbrigði vatnsins innan tilskilinna heilbrigðismarka. Í GeoSea sjóböðunum koma menn til með að nóta náttúrunnar á einstakan hátt. Hitinn í iðrum jarðar sér um að sjórinn í böðunum sé hlýr og góður og steinefnaríkt vatnið gælir við hörundið. Á meðan hlýr sjórinn vinnur sín kraftaverk njóta gestir útsýnis yfir fjallgarðinn í vestri, Skjálfandaflóann fyrir neðan klettana og sjálfan Norður-heimskautsbauginn við sjóndeildarhring. Þá eru eyjarnar fögru, Lundey, Flatey og Grímsey sjáanlegar þegar gestir flatmaga í böðunum við hamrabeltið á Húsavíkurhöfða. Sjóböðin munu opna eftir nokkrar vikur. Sjá myndir sem teknar voru í heimsókninni í morgun en þá voru fjölmargir iðnaðarmenn við störf enda markmiðið að opna böðin sem fyrst. Ljóst er að böðin eiga eftir að draga til sín fjölmarga gesti enda einstök upplifun að upplifa, vatnið, fegurðina og dýralífið á Skjálfanda:

 

 

Stólamálið upplýst

Rannsóknarteymi Framsýnar hefur unnið að því hörðum höndum að upplýsa dularfulla stólahvarfið sem heimasíðan fjallaði um fyrr í vikunni. Þrír sumarstólar voru við Skrifstofu stéttarfélaganna en hurfu um síðustu helgi í skjóli nætur. Teymið hefur skilað góðu starfi þar sem málið skoðast upplýst. Vegfarandi hafði samband og greindi frá því að stólarnir væru við Leikskólann Grænuvelli á Húsavík. Það reyndist vera rétt og eru þeir komnir í heimahöfn. Þá er vitað hverjir voru á ferð.

Stólarnir eru komnir heim eftir mikla rannsóknarvinnu.

Dularfulla stólahvarfið

Sá sem fékk þrjá garðstóla „lánaða“ við Skrifstofu stéttarfélaganna er vinsamlegast beðinn um að skila þeim sem fyrst. Á dögunum sást til mannaferða við skrifstofuna með stóla í fanginu. Viðkomandi aðili er beðinn um að skila stólunum. Rétt er að geta þess að hægt er að kaupa samskonar stóla í Húsasmiðjunni á Húsavík.

Má bjóða þér meiri frítíma?

Flestir þekkja vel þá staðreynd að Íslendingar vinna mun lengri vinnudag en þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Vinir og ættingjar á hinum Norðurlöndunum hafa meiri tíma til að sinna fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Við þessu vill BSRB bregðast með því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 án launaskerðingar. Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref með tilraunaverkefnum sem bandalagið stendur fyrir ásamt Reykjavíkurborg og ríkinu.

Í dag vinna um 2.700 einstaklingar á vinnustöðum sem taka þátt í þessum tveimur tilraunaverkefnum. Þetta eru bæði staðir þar sem unnið er í dagvinnu og vinnustaðir þar sem unnin er vaktavinna. Hjá ríkinu hafa fjórar stofnanir tekið þátt og verða fimm frá og með haustinu. Reykjavíkurborg byrjaði fyrr á sínu tilraunaverkefni og hefur árangurinn verið svo jákvæður að öllum vinnustöðum borgarinnar var boðið að taka þátt síðasta vor.

Þó BSRB taki þátt í tilraunaverkefnunum einskorðast þátttakan ekki við félagsmenn aðildarfélaga BSRB. Fjölmargir félagsmenn stéttarfélaga sem eiga aðild að Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og Kennarasambandi Íslands taka þátt í að stytta vinnuvikuna. Þá eru dæmi um vinnustaði eins og Hugsmiðjuna sem hafa innleitt styttingu vinnuviku hjá sér til framtíðar. Allt hefur þetta áhrif og nú hafa Akraneskaupstaður, Akureyrarbær og Reykjanesbær ákveðið að hefja tilraun um styttri vinnuviku meðal sinna starfsmanna. Fleiri munu fylgja í kjölfarið.

Jákvæðar niðurstöður

Niðurstöður fram að þessu sýna að starfsánægja hefur aukist, líðan á vinnustað batnað, lífsgæði aukist og auðveldara er fyrir starfsfólkið að samræma vinnu og einkalíf. Í viðtölum við starfsfólks hefur meðal annars komið fram að þau upplifa að stressið heima fyrir hafi minnkað með styttingunni. Afköst starfsfólks hafa jafnframt haldist óbreytt þó vinnutíminn sé styttri og á flestum vinnustöðum hefur dregið verulega úr skammtímaveikindum.

Það er ekki bara verkalýðshreyfingin sem vill stytta vinnuvikuna. Skynsamir stjórnendur vilja einnig fara þessa leið enda sýnir reynslan að ávinningurinn er verulegur fyrir bæði vinnustaðinn og starfsfólkið.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.

 

Vinnustaðaheimsóknir í Mývatnssveit

Fulltrúar frá Framsýn fóru í vinnustaðaheimsóknir í Mývatnssveit í gær. Meðal annars var komið við hjá vegagerðarmönnum á Hólasandi þar sem verið er að byggja upp Kísilveginn. Jafnframt var staldrað við á Hótel Reynihlíð þar sem miklar framkvæmdir eru í gangi, Baðlóninu, Vogafjósi, Garðagleði og hjá Helga Héðins á Geiteyjarströnd. Fulltrúum Framsýnar var alls staðar vel tekið. Umræður urðu um stöðu atvinnumála á svæðinu og kjör og réttindi starfsmanna. Hér má sjá myndir úr ferðalaginu:

 

Keðjuábyrgð í lög – starfsmannaleigur og útsendir starfsmenn

Nýlega samþykkti Alþingi mikilvægar úrbætur á lögum um útsenda starfsmenn og skyldur erlendra þjónustuveitenda nr. 45/2007 (áður lög um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra), lögum um starfsmannaleigur og fleiri lögum. Helstu breytingarnar eru eftirfarandi:

  • Markmið laganna um útsenda starfsmenn og starfsmannaleigur áréttuð.
  • Lögin um útsenda starfsmenn ná nú til starfsmanna erlendra þjónustufyrirtækja sem eru með starfsemi hér á landi þótt fyrirtækin séu ekki með starfsstöð hér á landi eða hafi gert samning við innlent notendafyrirtæki.
  • Sjálfstætt starfandi einstaklingar af Evrópska efnahagssvæðinu skulu tilkynna sig til Vinnumálastofnunar og hefur stofnunin vald til að meta hvort um raunverulega verktöku eða gerviverktöku er að ræða og bregðast við með viðeigandi hætti.
  • Víðtækara hlutverk og ríkari skyldur Vinnumálastofnunar.
  • Ríkari skyldur eru lagðar á erlend þjónustufyrirtæki, þ.m.t. starfsmannaleigur, og sjálfstætt starfandi að veita nauðsynlegar upplýsingar um starfsemi sína bæði í heimalandinu og hér á landi. Einnig er ríkari upplýsingaskylda á notendafyrirtæki.
  • Ábyrgð notendafyrirtækis skv. lögum um útsenda starfsmenn nær til vangoldinna launa og annarra launaþátta starfsmanna erlendra þjónustufyrirtækja í byggingariðnaði eða mannvirkjagerð sem það gerir samninga við – svokölluð keðjuábyrgð.
  • Ábyrgð notendafyrirtækis skv. lögum um starfsmannaleigur nær til vangoldinna launa og annarra launaþátta starfsmanna allra innlendra sem erlendra fyrirtækja í öllum atvinnugreinum sem það gerir samninga við – svokölluð keðjuábyrgð.
  • Tekin eru af tvímæli um að þau stjórnvöld hér á landi sem málið varða geti miðlað upplýsingum um starfsemina sín á milli.
  • Kveðið er á um heimild Vinnumálastofnunar til að óska umsagnar stéttarfélaganna/aðila vinnumarkaðarins varðandi ráðningarsamninga, launaseðla og vinnutímaskýrslur og skyldur til að afhenda stéttarfélögunum slíkar upplýsingar sé eftir því leitað.
  • Heimildir til að leggja á starfsemina dagsektir gerðar skýrari.
  • Heimild til að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki og sjálfstætt starfandi einstaklinga sem veita Vinnumálastofnun ekki upplýsingar eða veita stofnuninni rangar eða ófullnægjandi upplýsingar.
  • Allar nauðsynlegar upplýsingar skulu veittar á íslensku eða ensku.

Stéttarfélögin ganga frá persónuverndarstefnu og persónuverndarfulltrúa

Ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga voru samþykkt frá Alþingi í vor. Lögin innleiða reglugerð ESB um persónuvernd sem sett var vorið 2016 og samanstendur m.a. af nýrri reglugerð um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga. Lögin staðfesta að sá grundvallarréttur sem felst í vernd persónuupplýsinga einstaklinga verði tryggður fyrir alla. Með hinum nýju lögum verða gerðar töluverðar breytingar á þeim réttarreglum sem gilda um meðferð persónuupplýsinga. Lögin munu taka til allra stofnana og flestra fyrirtækja hér á landi.

Innan Framsýnar og Þingiðnar sem aðild eiga að Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík hefur verið unnið að því að innleiða nýju persónuverndarstefnuna. Hún mun birtast inn á heimasíðu stéttarfélaganna á næstu dögum og verður aðgengileg þar fyrir félagsmenn.

Samkvæmt persónuverndarstefnu stéttarfélaganna skulu þau ávallt sjá til þess að vinnsla persónuupplýsinga hjá þeim séu í samræmi við persónuverndarlöggjöf hverju sinni. Stéttarfélögin skulu gera viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja og sýna fram á að vinnslan fari fram í samræmi við persónuverndarlöggjöf, með hliðsjón af eðli, umfangi, samhengi og tilgangi vinnslunnar og áhættu fyrir réttindi og frelsi hinna skráðu í samræmi við 23. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga
Með hliðsjón af þeim þáttum og nýjustu tækni og kostnaði skulu stéttarfélögin gera viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir, sem hannaðar eru til að framfylgja meginreglum um persónuvernd með skilvirkum hætti og fella nauðsynlegar verndarráðstafanir inn í vinnsluna til að uppfylla kröfur persónuverndarlöggjafar, þegar ákveðnar eru aðferðir við vinnslu og þegar vinnsla fer fram. Skal að öðru leyti mið tekið af 1. mgr. 24. gr. persónuverndarlaga laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Þá skulu stéttarfélögin gera viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja að sjálfgefið sé að einungis þær persónuupplýsingar séu unnar sem nauðsynlegar eru vegna tilgangs vinnslu. Gildir það um hversu miklum persónuupplýsingum er safnað, að hvaða marki unnið er með þær, hversu lengi þær eru varðveittar og aðgang að þeim. Einkum skal tryggja með slíkum ráðstöfunum að það sé sjálfgefið að persónuupplýsingar verði ekki gerðar aðgengilegar ótakmörkuðum fjölda fólks án íhlutunar viðkomandi einstaklings. Að öðru leyti skal tekið mið af 2. mgr. 24. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga

Loks skulu stéttarfélögin ganga úr skugga um að allir samningar við vinnsluaðila tryggi að vinnsla sem fer fram af þeirra hálfu fyrir hönd félaganna uppfylla allar kröfur persónuverndarlöggjafar hverju sinni.

Til viðbótar má geta þess að stéttarfélögin hafa tilnefnd/skipað Halldór Oddsson lögmann ASÍ (halldoro@asi.is) sem persónuverndarfulltrúa félaganna, Framsýnar og Þingiðnar.

Hlutverk persónuverndarfulltrúa er:
– Að sinna eftirliti með reglufylgni og aðstoða stéttarfélögin við að uppfylla skyldur sínar skv. Persónuverndarlögum.
– Vera tengiliður við eftirlitsvaldið sem í þessu tilviki er fyrst og fremst Persónuvernd.
– Taka við ábendingum og kvörtunum frá félagsmönnum frá hinum skráðu (félagsmönnum) ef þeir telja að stéttarfélög sem ábyrgðar- og vinnsluaðili með persónuupplýsingar séu ekki að uppfylla sínar skyldur.
– Vera félagsmönnum stéttarfélaganna innan handar við ráðgjöf og aðstoð í málum er varða persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga á vinnustað.

Volunteering in Iceland? THINK AGAIN !

Well think again!   You may be doing more harm than good – and hopefully that is not your intention.

For decades young people from all over the world have come to Iceland to volunteer in projects that focus on the preservation of nature?  We have welcomed these young people. They have given up their time and effort to assist us in preserving our rough and unforgiving nature.

However – in the last few years “volunteering” has been given a new meaning in Iceland and not such a pleasant one. In times of unemployment in Europe and elsewhere and in search of adventure and perhaps wanting something to put on one´s CV – people have been coming to Iceland to volunteer in places of business – doing regular work. Not saving the nature – but serving coffee. For free!

This is against everything we stand for. Working for the economic gain of someone should benefit both employer and worker.  Working for free is what slaves used to do and they didn´t choose their fate. Working for free is deflating the value of work – hurting regular people and benefitting the rich.

Perhaps your situation is such that you can afford to work for free one summer – but there are people who need this job and need to be paid for it.

Ok – this is the moral side of the story. There is also a legal side. By law in Iceland, every job has a guaranteed minimum wage and all jobs have obligations and benefits. We are sure that those soliciting for volunteer workers don´t always tell you everything:

  • Have you been informed that you must pay tax of your free board and housing?
  • Have you been informed that you need a work permit – even though you are “volunteering”?
  • Have you been informed that you are not covered by any of the health and social insurance programmes that everyone else in Iceland enjoys?

They Unions in Iceland negotiate General Agreements with the Federation of Employers, thereby setting a minimum wage for all jobs. The unions understand the concept of volunteering for the greater good – and we support our Red Cross volunteers that travel to disaster areas to help  – but we draw the line at regular businesses. If your volunteer work is for someone´s economic gain – you shouldn´t be doing it and please don´t act as you are doing anyone a favour.

Please remember that your “employer” is breaking the law and certainly contracts – playing unfair in the market place and basically just being greedy.  You can always change your mind and demand a salary – because an agreement about volunteer work in the workplace will not hold up in an Icelandic court of law. This union would be glad to represent you.

We are just an email away – asa@asa.is  we read English, Scandinavian languages (Danish, Sweedish and Norwegian), Polish and Serbian.

Further information:

www.volunteering.is