Nýja íbúðin í Þorrasölum komin í notkun

Gleðifréttir fyrir félagsmenn Framsýnar. Nýja íbúðin sem félagið eignaðist í sumar í Þorrasölum í Kópavogi er komin í notkun. Búið er að mála hana og laga þannig að hún fór í leigu síðasta föstudag. Fyrir átti Framsýn þrjár íbúðir í fjölbýlishúsinu og Þingiðn eina. Til viðbótar má geta þess að Framsýn á eina íbúð í Asparfelli og Starfsmannafélag Húsavíkur á eina íbúð í Sólheimum. Gríðarleg ásókn er í íbúðirnar og því taldi Framsýn rétt að bæta við einni íbúð fyrir félagsmenn í Þorrasölum.

Nýja íbúðin í Þorrasölum er öll hin glæsilegasta.

 

 

Deila á