Í tilefni af 100 ára afmæli stéttarbaráttu í Þingeyjarsýslum ákvað Framsýn að gefa út afmælisblað. Blaðið kom fyrir sjónir lesenda í gær og er allt hið glæsilegasta. Blaðið er gefið út í 2000 eintökum.
Kosið um kjarasamning verslunar- og skrifstofufólks
Leynileg, rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna vegna nýs kjarasamningsLÍV og Samtaka atvinnulífsins, sem undirritaður var þann 5. maí 2011 stendur frá 11. maí 2011 til kl. 12:00 á hádegi miðvikudaginn 25. maí 2011. Read more „Kosið um kjarasamning verslunar- og skrifstofufólks“
Samninganefndin komin heim
Eins og sagt var frá á heimasíðunni í gær gengu Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar frá kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins til þriggja ára. Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar mun fara yfir samninginn á fundi í kvöld. Síðan má reikna með kynningarfundum víða um félagssvæðið um kjarasamninginn. Read more „Samninganefndin komin heim“
Þingiðn boðar til kynningarfundar og afgreiðslu á kjarasamningi
Þingiðn boðar hér með til félagsfundar mánudaginn 16. maí kl. 20:30 í fundarsal félagsins að Garðarsbraut 26. Gestur fundarins verður Finnbjörn Hermannsson formaður Samiðnar sem mun gera grein fyrir nýgerðum kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins. Read more „Þingiðn boðar til kynningarfundar og afgreiðslu á kjarasamningi“
Höfnuðu vöfflukaffi
Nú klukkan sex skrifuðu fulltrúar Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar undir kjarasamning fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði. Kjarasamningurinn mun taka gildi þann 1. júní næstkomandi og gilda til ársins 2013. Read more „Höfnuðu vöfflukaffi“
Samningur í burðarliðnum
Fulltrúar Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar héldu áfram viðræðum í gær við Samtök atvinnulífsins um gerð kjarasamnings fyrir félagsmenn. Hlé var gert á viðræðunum síðdegis í gær. Þeim verður svo fram haldið eftir hádegi í dag. Formaður Framsýnar vonast til að gengið verði frá nýjum kjarasamningi í dag.
Aðalfundur Stapa
Aðalfundur Stapa – lífeyrissjóðs verður haldinn í Skjólbrekku Mývatnssveit fimmdaginn 12. maí n.k. kl. 14:00. Fundurinn er opinn fyrir alla sjóðsfélaga. Á heimasíðu Stapa er hægt að nálgast upplýsingar um starfsemi sjóðsins, m.a. afkomu hans á s.l. ári. Á fundinum munu fulltrúar Framsýnar leggja fram tillögu til ályktunar, þar sem því er beint til stjórnar sjóðsins að undirbúa og leggja fram á næsta ársfundi tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins, sem innifeli áskilnað um að stjórnarmenn Stapa séu virkir sjóðsfélagar (virkir greiðendur eða lífeyrisþegar) og hámarkstími stjórnarsetu verði 8 ár. Read more „Aðalfundur Stapa“
Kynning á kjarasamningi verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar
Kynningarfundur um nýgerðan kjarasamning Landssambands ísl. verzlunarmanna við Samtök atvinnulífsins verður haldinn í Fensölum, fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík þriðjudaginn 17. maí klukkan 20:00. Read more „Kynning á kjarasamningi verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar“
Kjarasamningur LÍV og SA 2011
Skrifað var undir kjarasamning LÍV og Samtaka atvinnulífsins þann 5. maí 2011. Hann nær til þeirra félagsmanna Framsýnar sem eru við verslunar- og skrifstofustörf. Samningurinn er til þriggja ára að því gefnu að stjórnvöld uppfylli þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Samningurinn gerir ráð fyrir 50 þúsund króna eingreiðslu í júní og álag á orlofs- og desemberuppbætur. Almennar launahækkanir á næstu þremur árum eru 11,4%, lágmarkslaun verða 182 þúsund í júní 2011 og 204 þúsund árið 2013. Read more „Kjarasamningur LÍV og SA 2011“
Fulltrúar Framsýnar og SA funda í dag
Viðræður Framsýnar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Þórshafanar við Samtök atvinnulífsins halda áfram í dag. Fundur er áætlaður kl. 14:00 í Karphúsinu. Fundað var síðasta föstudag. Helgin var síðan notuð í undirbúning fyrir frekari viðræður sem fram fara í dag. Nánar verður sagt frá fundinum í kvöld.
Framsýn semur fyrir verslunar- og skrifstofufólk
Síðasta fimmtudag undirritaði Landssamband íslenskra verslunarmanna og Samtök atvinnulífsins undir kjarasamning. Framsýn er aðili að samningnum þar sem LÍV var með samningsumboð félagsins varðandi verslunar- og skrifstofufólk. Snæbjörn Sigurðarson formaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar tók þátt í viðræðunum fh. félagsins en hann var í aðalsamninganefnd LÍV. Read more „Framsýn semur fyrir verslunar- og skrifstofufólk“
Heimsókn í Reykjahlíðarskóla
Snæbjörn Sigurðarson starfsmaður Skrifstofu stéttarfélaganna fór fyrir helgina i heimsókn í Reykjahlíðarskóla. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræða nemendur skólans um starfsemi stéttarfélaga. Snæbirni var vel tekið enda börnin í Reykjahlíðarskóla fróðleiksfús. Read more „Heimsókn í Reykjahlíðarskóla“
Vilja hækka lægstu laun strax
Framsýn, Verkalýðsfélag Þórshafnar og Verkalýðsfélag Akraness áttu í gær kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins. Að sögn Aðalsteins Árna Baldvinssonar, formanns Framsýnar, fóru viðræður nokkuð vel fram, eftir að hafa byrjað með hvelli. Read more „Vilja hækka lægstu laun strax“
Undirbúa viðræður
Framsýn, Verkalýðsfélag Þórshafnar og Verkalýðsfélag Akraness undirbúa sig nú undir viðræður á morgun við Samtök atvinnulífsins. Félögin hafa átt í viðræðum við samtökin undanfarnar vikur án þess að það hafi skilað tilætluðum árangri. Nú hefur verið ákveðið að næsti samningafundur verði á morgun kl. 10:00 í Karphúsinu en félögin þrjú hafa ekki tekið þátt í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og annarra aðildarfélaga ASÍ sem væntanlega munu ganga frá samningum í kvöld. Reyndar hafa félögin í dag beðið eftir umbeðnum gögnum frá SA sem vonandi skila sér á eftir.
Stefna til Færeyja
Fulltrúar úr stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar, samtals 17 einstaklingar, stefna til Færeyja 20. – 23. maí. Um er að ræða fjögra daga náms- og kynnisferð til Verkamannasambands Færeyja. Í Færeyjum munu forystumenn Verkamannasambandsins fræða Þingeyingana um réttindamál verkafólks í Færeyjum, starfsmenntun og lífeyrissjóðsmál. Fulltrúar Framsýnar fara á eigin vegum og bera því kostnaðinn af ferðinni sjálfir. Read more „Stefna til Færeyja“
Ársfundur Stapa undirbúinn – fulltrúar Framsýnar funda
Ársfundur Stapa, lífeyrissjóðs fer fram í Skjólbrekku fimmtudaginn 12. maí kl. 14:00. Framsýn, stéttarfélag á rétt á 11 fulltrúum og Þingiðn á rétt á einum fulltrúa. Fulltrúar Framsýnar komu saman í vikunni til að yfirfara gögn sem liggja fyrir fundinum. Read more „Ársfundur Stapa undirbúinn – fulltrúar Framsýnar funda“
1. maí fagnað á Þórshöfn
Þann 1.maí bauð Verkalýðsfélag Þórshafnar öllum bæjarbúum í íþróttahúsið í sund og sali. Einnig var boðið í glæsilegt kaffihlaðborð í tilefni af 85 ára afmæli félagsins. Veitingastaðurinn Eyrin sá um kaffið. Mæting var með besta móti. Félagið þakkar öllum þeim sem lögðu leið sína í íþróttahúsið á Þórshöfn fyrir komuna. Read more „1. maí fagnað á Þórshöfn“
Góður andi á aðalfundi VÞ
Aðalfundur Verkalýðsfélags Þórshafnar var haldinn í Íþróttahúsinu á staðnum 4. maí 2011. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Ekki var mætingin alveg til að hrópa húrra fyrir en þeir sem mættu voru leystir út með gjöfum í tilefni af 85 ára afmæli félagsins á árinu. Boðið var upp á flott kaffihlaðborð sem Ránar og Eyþór í íþróttahúsinu sáu um.
Framsýn fundar eftir helgina
Boðað hefur verið til fundar í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar miðvikudaginn 11. maí kl: 17:00 í fundarsal félagsins. Mörg mál eru á dagskrá fundarins. Sjá dagskrá: Read more „Framsýn fundar eftir helgina“
Ekki boðaðir á samningafund!
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum standa nú yfir viðræður milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar um nýja kjarasamninga. Líkur eru taldar á að skrifað verði undir kjarasamningana í dag. Athygli vekur að Ríkissáttasemjari hefur ekki talið ástæðu til að boða fulltrúa Framsýnar, Verkalýðsfélags Þórshafnar og Verkalýðsfélags Akraness til fundar í Karphúsið en þau fara sjálf með sín mál varðandi kjarasamning félagsmanna á almenna vinnumarkaðinum. Read more „Ekki boðaðir á samningafund!“