Kosið um kjarasamning verslunar- og skrifstofufólks

Leynileg, rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna vegna nýs kjarasamningsLÍV og Samtaka atvinnulífsins, sem undirritaður var þann 5. maí 2011 stendur frá 11. maí 2011 til kl. 12:00 á hádegi miðvikudaginn 25. maí 2011.
Hvernig á að kjósa?

Til að kjósa þarf sérstakt lykilorð sem sent er til félagsmanna í pósti ásamt helstu atriðum samningsins.  Skýrr annast framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og berast atkvæði beint þangað. Atkvæði eru greidd eftir lykilorðum og eru ekki persónugreinanleg. Þannig er tryggt að ekki sé hægt að rekja atkvæði einstaklinga. Kjarasamningurinn er birtur hér ásamt ítarefni.

Bréfið berst til kosningabærra félagsmanna á tímabilinu frá 11. til 13. maí. Þeir sem ekki fá bréf en telja sig eiga rétt til þátttöku í atkvæðagreiðslunni geta sent erindi þess efnis til skrifstofu Framsýnar eða í tölvupósti á snabbi@framsyn.is fyrir lok kjörfundar.

Hverjir hafa atkvæðisrétt?

Atkvæðisrétt hafa allir félagsmenn innan Framsýnar sem störfuðu á grundvelli kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins og hafa greitt félagsgjald til stéttarfélagsins á síðustu sex mánuðum til 1. maí 2011 að telja. Sama gildir um atvinnuleitendur sem síðast störfuðu samkvæmt samningi við SA og greiddu félagsgjald á sama tímabili.

Deila á