Aðalfundur Stapa

Aðalfundur Stapa – lífeyrissjóðs verður haldinn í Skjólbrekku Mývatnssveit fimmdaginn 12. maí n.k. kl. 14:00. Fundurinn er opinn fyrir alla sjóðsfélaga. Á heimasíðu Stapa er hægt að nálgast upplýsingar um starfsemi sjóðsins, m.a. afkomu hans á s.l. ári.  Á fundinum munu  fulltrúar Framsýnar leggja fram tillögu til ályktunar, þar sem því er beint til stjórnar sjóðsins að undirbúa og leggja fram á næsta ársfundi tillögur um  breytingar á samþykktum sjóðsins, sem innifeli áskilnað um að stjórnarmenn Stapa séu virkir sjóðsfélagar (virkir greiðendur eða lífeyrisþegar) og hámarkstími stjórnarsetu verði 8 ár.

Margir lífeyrissjóðir hafa nú þegar sett ákvæði inn í sínar samþykktir sem kveða á um að hámarkstími stjórnarsetu sé 8 ár, með því er tryggt eðlilega endurnýjun á þessum mikilvæga vettvangi.

Fulltrúar Framsýnar hafa stutt hugmyndir um að vægi launagreiðenda og samtaka þeirra verði minnkað í stjórnum sjóðanna. Ekki hefur náðst samstaða um það innan launaþegahreyfingarinnar. Fulltrúar Framsýnar telja það þó vera gott skref að áskilja að fulltrúar launagreiðenda í sjóðnum séu virkir greiðendur í sjóðinn af aðalstarfi. Með því er tryggt að stjórnarmenn eigi sjálfir nokkuð undir því að afkoma sjóðsins sé sem best. Framsýn – stéttarfélag hefur í bréfi til Samtaka atvinnulífsins farið fram á að þetta verði haft til hliðsjónar við val á stjórnarmönnum í Stapa – lífeyrissjóð.

Deila á