Ársfundur Stapa undirbúinn – fulltrúar Framsýnar funda

Ársfundur Stapa, lífeyrissjóðs fer fram í Skjólbrekku fimmtudaginn 12. maí kl. 14:00. Framsýn, stéttarfélag á rétt á 11 fulltrúum og Þingiðn á rétt á einum fulltrúa. Fulltrúar Framsýnar komu saman í vikunni til að yfirfara gögn sem liggja fyrir fundinum. Fundurinn gekk vel og því koma fulltrúarnir vel undirbúnir fyrir ársfundinn. Rétt er að hvetja aðra sjóðsfélaga til að koma á ársfundinn, þar sem hann er opinn sjóðfélögum sem hafa málfrelsi og tillögurétt á fundinum. Þeir hafa hins vegar ekki atkvæðisrétt.

Deila á