Eineltið gegn atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum heldur áfram hjá stjórnvöldum

Kínverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo fær ekki að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum, að sögn Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra. Huang ætlaði meðal annars að reisa hótel á jörðinni. Ögmundur sagði við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi nú í hádeginu að umsóknin hafi borist í nafni hlutafélags en ekki í nafni fjárfestisins sjálfs. Read more „Eineltið gegn atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum heldur áfram hjá stjórnvöldum“

Tendrað á jólaljósunum

Á morgun, föstudag verður tendrað á jólalsjósunum á jólatrénu á Húsavík. Dagskrá hefst við jólatréð sem komið hefur verið fyrir á torginu við Skrifstofu stéttarfélaganna klukkan 18:00.  Boðið verður upp á góða dagskrá auk þess sem Séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir flytur hugvekju. Í dag voru starfsmenn Norðurþings og rafvirkjar að koma fyrir jólaljósum á tréð. Read more „Tendrað á jólaljósunum“

„Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti“

Hagsmunasamtök heimilanna stóðu fyrir umræðufundi um kröfur samtakana, stöðu lífeyrissjóðanna og afnám verðtryggingar í Ketilhúsinu á Akureyri í gærkvöldi. Framsögumenn voru Andrea Ólafsdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Ragnar Þór Ingólfsson stjórnarmaður í VR. Eftir framsögur þeirra var boðið upp á panel umræður. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson og Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar voru fyrir svörum í panelnum auk  Andreu og Ragnars. Read more „„Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti““

Uppbygging gervigrasvallar til umræðu á félagsfundi Völsungs

Íþróttafélagið Völsungur stóð fyrir opnum félagsfundi í kvöld um uppbyggingu á gervigrasvalli á Húsavík. Fundurinn var fjölmennur en um 60 fundarmenn tóku þátt í fundinum. Frummælendur voru Ingólfur Freysson áhugamaður um uppbyggingu gervigrasvallar og Egill Olgeirsson frá Mannvit sem fór yfir teikningar af vellinum og aðstöðu honum tengdum auk þess að koma aðeins inn á kostnaðinn við verkið. Read more „Uppbygging gervigrasvallar til umræðu á félagsfundi Völsungs“

Kjördæmapot og hamingja

Töluvert hefur verið um að félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum hafi sett sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna og lýst yfir andúð sinni á umræðu og málefnafátækt þeirra manna sem tjáð hafa sig opinberlega  gegn uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka við Húsavík og framkvæmdum þeim tengdum sbr. Vaðlaheiðagöngum. Read more „Kjördæmapot og hamingja“

Stéttarfélögin taka þátt í mikilvægu forvarnarstarfi

Lionsklúbbur Húsavíkur  í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hefur áhuga á að setja af stað forvarnarstarf vegna ristilkrabbameins. Unnið hefur verið að verkefninu undanfarna mánuði. Hugmyndin er að bjóða öllum íbúum á svæði HÞ fæddum 1957   (55 ára) ókeypis ristilspeglun, sem framkvæmd verður af meltingarsérfræðingi á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Read more „Stéttarfélögin taka þátt í mikilvægu forvarnarstarfi“