Starfsmenn sveitarfélaga – eingreiðsla upp á 25.000 kr.

Félagsmenn Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar sem vinna hjá sveitarfélögum og stofnunum þeirra s.s. Hvammi, heimili aldraðra í Þingeyjarsýslum áttu að fá greidda sérstaka eingreiðslu 1. febrúar 2012 upp á 25.000 kr. fyrir fullt starf. Starfsmenn í hlutastarfi fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall 1. febrúar 2012. Þetta á einnig við hjá þeim sem taka mið af samningi sveitarfélaganna. Sambærilegar reglur gilda fyrir félagsmenn Starfsmannafélags Húsavíkur sem starfa hjá sveitarfélögum. Til viðbótar má geta þess að launatafla starfsmanna sveitarfélaga hækkar svo 1. mars n.k. Þá verða lágmarkslaun fyrir fullt starf kr. 203.593,-.

Deila á